Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, nóvember 10, 2002
oooo... þynku dæmi, maður... og ískladir fætur upp við bakið á mér!!! djö. hver er þetta???
,,Góðan daginn Geirþrúður."
Oh, hjúkk þetta var bara Sóla.
Góðan daginn sagði ég mygluð og drullu þreytt.
,,Hvernig svafstu?"
,,Oh, ég þoli ekki hvað þú ert alltaf hress..." sagði ég. ,,Hvað ertu búin að skokka marga hringi í kringum húsið? Náðiru að slaka á í jóganu?"
,,Æiii láttu ekki svona, sagði Sóla, ég kláraði Cheeriosið svo ég ættla að pannta þynku pizzu handa okkur! Hvernig hljómar það?"
Sunnudagurinn fór í sama sem ekkert. Framan af deginum var ég og Sóla að éta pizzu og horfa á videó í þynkunni okkar. Rétt fyrir kvöldmat fór Sóla heim til sín og ég fór að afla mér upplýsinga um málarann sem er með sýningu þennan mánuðinn í Galleríinu.

föstudagur, nóvember 08, 2002
Ég tók kipp þegar ég heyrði símhringuna. Var svo uppstressuð allt í einu að reyna finna eitthvað til að segja stelpunum ef ég yrði að fara strax að ég fann hvergi símann í veskinu. Ég endurtók í huga mér aftur og aftur, ekki annað verkefni, ekki annað verkefni. Ég er greinlega ennþá uppspennt eftir það sem gerðist í síðasta verkefni. Ég bara get ekki hugsað til þess að lenda í öðru eins. Þetta hafði ekki beint endað vel. Þetta var oftengt landinu. Allir sem unnu fyrir þjónustuna og voru frá landi þar sem búa færri en ein milljón manns máttu ekki tengjast verkefnum sem tengdust heimalandinu í ljósi þess að meiri líkur væru á því að verkefnið tengdist á einhvern hátt fjölskyldu eða vinum. Það má segja að í síðasta verkefni hafði hurð skellst nærri hælum. Lokaverkið hafði verið um borð í Norænu. Náði að klára mitt áður en við komum til Færeyja og fara úr þar. Þessar hugsanir flugu í gegnum huga minn meðan ég rótaði eftir símanum. Fann hann loksins og sá að þetta var bara Sjonni að hringja. Svaraði og reyndi að vera róleg, var orðin rauðflekkótt í framan af stess. Þoli ekki þegar ég fæ þessa flekki. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítil að ég myndi vaxa upp úr þessu. Sá ekki fram úr að það gerðist nokkurtíma úr þessu orðin 24 ára.

Sjonni vildi bara minna mig á að mæta í Gallerýið á mánudagsmorguninn. Allveg er þetta dæmigert fyrir Sjonna að hringja á laugardagskvöldi að minna mann á svona hluti. Ég held að felstir hefðu beðið fram á sunnudag. Eftir að ég lauk samtalinu hallaði höfðinu að veggnum, lokaði augunum og dró andan djúpt og reyndi að slaka á. Fór loks til baka inn í stofu enn þá flekkótt í framan.

"Hver er alltaf að hringja?" spurði Ída í stíðinistón
"Æ þetta var bara Sjonni" sagði ég. "Ég byrja að vinna í Gallerýinu hjá honum á mánudagin og hann vildi bara minna mig á það" hélt ég áfram og reyndi að vera hress. "Það er allveg dæmigert fyrir Sjonna að hringja á laugardagskvöldi að minna mann á svona lagað" bætti ég við.
"Oh hann er bara að hafa afsökun til að hringja í þig á laugardagskvöldi og vita hvað þú ert að gera" sagði Ída. Stelpurnar tóku undir og þeim fannst þetta mjög fyndið. Þeim fannst nefnilega öllum að við Sjonni ættum að vera saman. Við vorum búin að vera vinir síðan í menntaskóla. Kynntumst strax á fyrsta ári þegar við lentum hlið við hlið allveg óvart í þremur fögum á fyrstu önn. Við vorum reyndar saman í stuttan tíma í kringum útskrifaferðina en það varð aldrei neitt úr því. Við komumst að því að við værum miklu betri sem vinir.
"Æi ekki byrja á þessu einu sinni enn" svarði ég "Ætlið þið aldrei að skilja þetta eða hvað? Við erum bara vinir"
"Bara vinir sminir" sagði Ída og glotti "Af hverju ertu þá svona rauðflekkótt í framan?" hélt hún áfram og glotti enn meira. Ég svarði þessu ekki, gat ekki sagði þeim að ég hefði verið í stesskasti og því var eini kosturinn að þegja bara. Þær vissu nefnilega jafnvel og ég að rauðu flekkirnir komu líka þegar ég fór hjá mér.

Kvöldið leið áfram og símin þagði sem betur fer. Skemmtum okkur konunglega yfir mat og drykk hjá Ídu og töluðum og töluðum fram eftir nóttu eins og ævinlega í saumó. Eins og venjulega þegar er furðukjólaklúbbur þá fær ein verðlaun fyrir besta kjólinn. Nú var það Sigga enda var hennar úr pappa, álpappír og blómum. Systir hennar er í fatahönnunn og gerði kjólinn fyrir hana. Verðlaunin voru eins og alltaf ostakarfa. Við erum nefnilega allar vitlausar í osta. Þegar ég kom loksins heim um nóttina sofnaði ég sæl og svaf djúpum svefni langt fram á næsta dag.




fimmtudagur, nóvember 07, 2002
“Nei hææææ” Guð hva er langt síðan ég hef séð þig Þrúða mín” Sagði Halldóra sem var með okkur Sólu í Hagó (Djö hvað er með þetta Þrúða og mín!) Nei djö maður síminn hringir, ohhh, vona ekki, nenni ekki neinu í kvöld. “Úff” bara Simmi, hann var búin að gleyma að ég væri í saumó í kvöld.

Ída var svo sæt, það er nú ekki farið að sjást mikið á henni, það alveg skín af henni.
Ásta var að koma og það var svo gamann að sjá hana. Við kynnstums Ástu þegar við fórum allar samann til Akureyrar. Ákváðum að vera í tjöldum og Ásta var þar líka með gamla kærastanum. Svo byrjaði hún í Líffræði með Sólu um haustið, og þá var hún kominn inn. Fyndið hvernig maður kynnist fólki. Langt síðan ég sá hana síðast. Við Ásta getum alltaf rætt mikið samann, höfum sameginlegt áhugamál, náttúru Íslands. Ásta vinnur mikið fyrir Náttúruvernd ríkisins og er mikið að fylgjast með virkjunar málunum í þjóðfélaginu. Svo getum við talað um stjórnmál fram á rauða nótt, þó svo það sé ekki alltaf vinæst að taka upp þau mál í saumó. Núna er mikið farið að tala um barneignir, ekki alveg mitt áhugamál ennþá, verður kannski einhvertíma, hver veit?
Anskotans síminn er að hringja. Ída kallar: “Geirþrúður er þetta ekki þinn sími?” Jú, jú þetta er sko minn sími. “Grate” hvað á ég að segja stelpunum?


Þegar ég var búin að borða ákvað að kíkja í Spúttnik. Það er alltaf hægt að finna eitthvað absúrt þar. Þegar það er eitthvað svona þema í saumklúbbnum, sem ég þoli ekki, þá reyni ég yfirleitt að mæta í einhverju út úr kú við stelpurnar.
Afgreiðslustúlkan tók vel á móti mér þegar ég gekk inn í búðina. Hún var í útvíðum gallabuxum, skyrtu, með lakkrísbyndi og ,,afa" húfu. Sagði ég ekki, hugsaði ég með mér, þessi búð stendur alltaf fyrir sínu, og glotti út í annað. Ég fann mér mussu við bleikapilsið sem ég á heima. Rosaflott, með grænu, bláu og bleiku í saumuðu munsti.
Ég hafði ekki mikið fyrir stafni þennan dag, enda ágætt að fá frí, vera með sjálfri sér og anda. Sóla vinkona kom og sótti mig um kvöldið og við keyrðum upp í Grafarholt. Ída vinkona var nýflutt þangað og kærastinn. Þau eru rosalega hamingjusöm, fyrsta barnið á leiðinni og svona.

miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Eftir að Sjonni hafði skutlað mér heim ákvað ég að kíkja aðeins í tölvuna. Var ekkert þreytt þrátt fyrir svefnleysið undan farinn sólarhring. Ákvað að kíkja á tölvupóstinn og fara svo rúntin á netinu, fréttamiðlarnir, Sjonni, Lísa systir, djammið, Stína vinkona og Mummi í útlöndum og kvikmyndir.is. Það var ekkert markvert í tölvpóstinum. Mér var létt kannski fengi ég smá pásu þessa vikuna enda fór ekki nógu vel í síðasta verkefni.

Ég hrökk í kút þegar síminn hringdi, ég leit á klukkuna 08:50. Ég hafði greinilega sofnað yfir netinu því það var enn kveikt á tölvunni á cnn.com. "Hver að hringja svona snemma á laugardagsmorgni?" hugsaði ég með mér. Það var mamma. "Hvernig var í fríinu elskan?" "Það var bara fínt takk" svaraði ég freka syfjulega. Meðan ég rabbaði við mömmu og sagði henni æfða sögunna af "fríinu mínu" staulaðist ég fram og kíktí spegilinn. Ég var með takkaför á enninu eftir lyklaborðið. Lagaði kaffi og kíkt í moggan meðan ég spjallaði við mömmu, hún lét aðalega dæluna ganga, það var svo agalega mikið búið að vera í gangi hjá henni í vikunni. Mamma vann hjá Verðbréfaþingi eða Íslensku kauphöllinni eins og það heitir víst í dag. Ekkert smá hallærislegt finnst mér, Íslenska kauphöllinn! En mömmu fannst það meira viðeigandi við starfsemina og mátti ekki heyra á það minnst að nafnið væri hallærislegt. Eftir að hafa kvatt mömmu fór ég stutu og ákvað að kíkja í bæinn fá mér morgunmat og kannski í nokkrar búðir. Það myndi dreifa huganum. Aldrei að vita nema maður finndi eitthvað sniðugt fyrir kvöldið, það er nefinlega fuðukjólakvöld hjá Saumaklúbbnum í kvöld.

Það er misstur yfir borginni, hvít slikja vefur sig utanum syttuna af Jóni Sigurðssyni. Það er kallt úti og þegar ég anda stígur gufa úr vitum mínum. Ég halla mér upp að Jóni og reyni að átta mig á þessu. Hvers vegna enda þetta alltaf svona?

Jón var frekar kaldur svo ég var farinn að fá hroll. Ég leit upp á hann spurnaraugum en hann virtist ekki getað hjálpað mér ekki í þetta skiptið. Mér fannst hann segja við mig, þú verður að taka ábyrgð á þessu sjálf. Ég rendi enn og aftur í gegnum atburðin í huganum, hvernig gat þetta gerst?

Ég hristi hausinn og tók stefnuna á Torvaldsen, hugsaði hvort ég ætti að hringja í Rósu Björk og láta hana vita, en ákvað að bíða með það, fresta því, því þegar ég væri búin að segja einhverjum, þá varð þetta raunverulegra. Opnaði hurðina á Torvaldsen, “grate” hefði mátt vita það.
Auðvitað var Rósa Björk þarna. Sat við barinn og hámaði í sig súpu. Ég staldraði við í dyrunum, ætti ég að fara? Hún myndi strax fara spyrja eitthvað. Ákvað að reyna komast inn á klósett óséð. Ég þurfti jú að hitta Sjonna hérna út af gallerýinu, við vorum búin að fresta þessu allt of lengi.

Eftir nokkra stund ákvað ég að skella mér fram ég hlyti að geta komið mér einhvern vegin út úr þessu. Ákvað að setjast inn í horn og láta lítið fyrir mér fara. Ég var allveg að koma í hvarf fyrir hornið þegar ég heyri skræka rödd Rósu Bjarkar "Nei Þrúða mín" (þoli ekki þegar ég er kölluð Þrúða) "hvað er þú að gera hérna. Áttu ekki að vera í skólanumm?" Hún gat bara ekki komið því inn í hausinn á sér að ég er löngu hætt í þessum fjandans skóla. Fann mig bara ekki í markaðsfræðinni. Átti samt svo stutt eftir. Kannski hefði ég bara átt að klára. Andskotinn af hverju fór ég að hugsa um þetta. Ég verð að halda einbeitingunni ef hún fer að spyrja eitthvað. Ég svarði Rósu Björk stuttlega og sagði "ágætlega takk" Nennti ekki að útskýra þetta fyrir henni. "Komdu hérna aðeins og talaði við mig" hélt hún áfram. "Segðu mér er eitthvað til í því sem ég heyrði í gær?" Mér var skapi næst að hreyta út úr mér "Hvernig á ég að vita hvað þú heyrðir í gær" en ég vissi að það þýddi ekkert, ég vissi nákvæmlega hvað hún var að tala um. Hún vissi bara ekki að það var ég. Rósa Björk opnaði munninn til að spyrja meira en í því sveif Sjonni inn, brosti sínu blíðasta og mér var borgið í þetta skiptið.

Við Sjonni komum okkur fyrir inn í horni og fengum okkur ommilettur. Ég uppgötðvaði það ekki fyrr en þarna hvað ég var orðin svöng enda ekki búin að borða í meira en sólahring. Þetta hafði allt gerst svo hratt að ég hafði ekki hvaft tíma fyrir neitt. Sjonni sat þarna á móti mér grunlaus blaðrandi um Gallerýið og hámaði í sig. Ég var ekki með hugan við efnið. Ég varð að reyna bæra þessum hugsunum frá mér og setja mig inn í málin. Ég mátti ekki við því að fresta þessu lengur.
Ég varð að fá mér vinnu. Sjonni var búinn að vera mér góður og ættlaði að ráða mig í Gallerýið. Við ættluðum að ræða um hvaða vinnutími henntaði mér best og hvað ég ætti að fá í laun.
Sjonni rak lítið og gott Gallerí á Klapparstígnum. Hann var mikill bissnes karl og kunni að reka svona stað. Honum fannst það ídelalt að fá mig með sér því sjálf hafði ég áhuga á málverkum og list yfir höfuð. Við tvö yrðum góð saman.
,,Geirþrúður, ertu að hlusta á mig?" Ég kom aftur til sjálfs míns. ,,Er ekki allt í lagi? Þú ert eitthvað svo fjarræn."
,,Jújú, mér líður vel. Er bara svoldið þreytt." Mig langaði svo að segja honum hvað hafði drifið á daga mína, en einhvernvegin gat ég það ekki. Ég vildi ekki valda honum áhyggjum. Ekki núna.
,,Hvað segiru um að vinna frá hálf níu til fjögur, fimm?"
,,Já hljómar vel. Til er ég. Á ég þá að byrja á mánudaginn?"
Í því kom Rósa Björk aðsvífandi að borðinu okkar.
,,ooo, þið turtildúfurnar eruð alltaf svo sætar saman. En ég er farin, Jói er kominn að sækja mig. Bið að heilsa ykkur."

Humm… var að spá hvort ég ætti samt ekki að segja honum þetta núna, þar sem ég þyrfti örugglega að fara út aftur fljótlega. En hvernig gæti ég það ? samt! ekki eins og þeir kæmust að því. En hvernig ætti ég að segja honum það, “Heyrðu sæti, þetta væri samt bara aukavinna, vegna þess að leyniþjónustustarfið gengur fyrir “ RIGHT. Ég trúði því ekki allveg þegar þeir hringdu fyrir 5 árum og buðu mér þetta, en svona er þetta víst.
Gæti allt eins sagt að ég væri að dansa stripdans í Köben eða eithvað, það myndi hljóma meira sannfærandi.
En þetta með Rósu Björk það var samt ekki nó og sniðugt.
Allt í einu, pikkar Sjonni í mig, og segist ætla að koma mér heim í bólið. Kannski væri það bara sniðugt, og í fyrramálið myndi ég bara vakna og allt væri gleymt. Vildi óska að ég ætti svona “men in black” gleymsku tæki.
Eftir að Sjonni hafði skutlað mér heim ákvað ég að kíkja aðeins í tölvuna. Var ekkert þreytt þrátt fyrir svefnleysið undan farinn sólarhring. Ákvað að kíkja á tölvupóstinn og fara svo rúntin á netinu, fréttamiðlarnir, Sjonni, Lísa systir, djammið, Stína vinkona og Mummi í útlöndum og kvikmyndir.is. Það var ekkert markvert í tölvpóstinum. Mér var létt kannski fengi ég smá pásu þessa vikuna enda fór ekki nógu vel í síðasta verkefni.

Ég hrökk í kút þegar síminn hringdi, ég leit á klukkuna 08:50. Ég hafði greinilega sofnað yfir netinu því það var enn kveikt á tölvunni á cnn.com. "Hver að hringja svona snemma á laugardagsmorgni?" hugsaði ég með mér. Það var mamma. "Hvernig var í fríinu elskan?" "Það var bara fínt takk" svaraði ég freka syfjulega. Meðan ég rabbaði við mömmu og sagði henni æfða sögunna af "fríinu mínu" staulaðist ég fram og kíktí spegilinn. Ég var með takkaför á enninu eftir lyklaborðið. Lagaði kaffi og kíkt í moggan meðan ég spjallaði við mömmu, hún lét aðalega dæluna ganga, það var svo agalega mikið búið að vera í gangi hjá henni í vikunni. Mamma vann hjá Verðbréfaþingi eða Íslensku kauphöllinni eins og það heitir víst í dag. Ekkert smá hallærislegt finnst mér, Íslenska kauphöllinn! En mömmu fannst það meira viðeigandi við starfsemina og mátti ekki heyra á það minnst að nafnið væri hallærislegt. Eftir að hafa kvatt mömmu fór ég stutu og ákvað að kíkja í bæinn fá mér morgunmat og kannski í nokkrar búðir. Það myndi dreifa huganum. Aldrei að vita nema maður finndi eitthvað sniðugt fyrir kvöldið, það er nefinlega fuðukjólakvöld hjá Saumaklúbbnum í kvöld.
Þegar ég var búin að borða ákvað að kíkja í Spúttnik. Það er alltaf hægt að finna eitthvað absúrt þar. Þegar það er eitthvað svona þema í saumklúbbnum, sem ég þoli ekki, þá reyni ég yfirleitt að mæta í einhverju út úr kú við stelpurnar.
Afgreiðslustúlkan tók vel á móti mér þegar ég gekk inn í búðina. Hún var í útvíðum gallabuxum, skyrtu, með lakkrísbyndi og ,,afa" húfu. Sagði ég ekki, hugsaði ég með mér, þessi búð stendur alltaf fyrir sínu, og glotti út í annað. Ég fann mér mussu við bleikapilsið sem ég á heima. Rosaflott, með grænu, bláu og bleiku í saumuðu munsti.
Ég hafði ekki mikið fyrir stafni þennan dag, enda ágætt að fá frí, vera með sjálfri sér og anda. Sóla vinkona kom og sótti mig um kvöldið og við keyrðum upp í Grafarholt. Ída vinkona var nýflutt þangað og kærastinn. Þau eru rosalega hamingjusöm, fyrsta barnið á leiðinni og svona.
“Nei hææææ” Guð hva er langt síðan ég hef séð þig Þrúða mín” Sagði Halldóra sem var með okkur Sólu í Hagó (Djö hvað er með þetta Þrúða og mín!) Nei djö maður síminn hringir, ohhh, vona ekki, nenni ekki neinu í kvöld. “Úff” bara Simmi, hann var búin að gleyma að ég væri í saumó í kvöld.

Ída var svo sæt, það er nú ekki farið að sjást mikið á henni, það alveg skín af henni.
Ásta var að koma og það var svo gamann að sjá hana. Við kynnstums Ástu þegar við fórum allar samann til Akureyrar. Ákváðum að vera í tjöldum og Ásta var þar líka með gamla kærastanum. Svo byrjaði hún í Líffræði með Sólu um haustið, og þá var hún kominn inn. Fyndið hvernig maður kynnist fólki. Langt síðan ég sá hana síðast. Við Ásta getum alltaf rætt mikið samann, höfum sameginlegt áhugamál, náttúru Íslands. Ásta vinnur mikið fyrir Náttúruvernd ríkisins og er mikið að fylgjast með virkjunar málunum í þjóðfélaginu. Svo getum við talað um stjórnmál fram á rauða nótt, þó svo það sé ekki alltaf vinæst að taka upp þau mál í saumó. Núna er mikið farið að tala um barneignir, ekki alveg mitt áhugamál ennþá, verður kannski einhvertíma, hver veit?
Anskotans síminn er að hringja. Ída kallar: “Geirþrúður er þetta ekki þinn sími?” Jú, jú þetta er sko minn sími. “Grate” hvað á ég að segja stelpunum?
Ég tók kipp þegar ég heyrði símhringuna. Var svo uppstressuð allt í einu að reyna finna eitthvað til að segja stelpunum ef ég yrði að fara strax að ég fann hvergi símann í veskinu. Ég endurtók í huga mér aftur og aftur, ekki annað verkefni, ekki annað verkefni. Ég er greinlega ennþá uppspennt eftir það sem gerðist í síðasta verkefni. Ég bara get ekki hugsað til þess að lenda í öðru eins. Þetta hafði ekki beint endað vel. Þetta var oftengt landinu. Allir sem unnu fyrir þjónustuna og voru frá landi þar sem búa færri en ein milljón manns máttu ekki tengjast verkefnum sem tengdust heimalandinu í ljósi þess að meiri líkur væru á því að verkefnið tengdist á einhvern hátt fjölskyldu eða vinum. Það má segja að í síðasta verkefni hafði hurð skellst nærri hælum. Lokaverkið hafði verið um borð í Norænu. Náði að klára mitt áður en við komum til Færeyja og fara úr þar. Þessar hugsanir flugu í gegnum huga minn meðan ég rótaði eftir símanum. Fann hann loksins og sá að þetta var bara Sjonni að hringja. Svaraði og reyndi að vera róleg, var orðin rauðflekkótt í framan af stess. Þoli ekki þegar ég fæ þessa flekki. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítil að ég myndi vaxa upp úr þessu. Sá ekki fram úr að það gerðist nokkurtíma úr þessu orðin 24 ára.

Sjonni vildi bara minna mig á að mæta í Gallerýið á mánudagsmorguninn. Allveg er þetta dæmigert fyrir Sjonna að hringja á laugardagskvöldi að minna mann á svona hluti. Ég held að felstir hefðu beðið fram á sunnudag. Eftir að ég lauk samtalinu hallaði höfðinu að veggnum, lokaði augunum og dró andan djúpt og reyndi að slaka á. Fór loks til baka inn í stofu enn þá flekkótt í framan.

"Hver er alltaf að hringja?" spurði Ída í stíðinistón
"Æ þetta var bara Sjonni" sagði ég. "Ég byrja að vinna í Gallerýinu hjá honum á mánudagin og hann vildi bara minna mig á það" hélt ég áfram og reyndi að vera hress. "Það er allveg dæmigert fyrir Sjonna að hringja á laugardagskvöldi að minna mann á svona lagað" bætti ég við.
"Oh hann er bara að hafa afsökun til að hringja í þig á laugardagskvöldi og vita hvað þú ert að gera" sagði Ída. Stelpurnar tóku undir og þeim fannst þetta mjög fyndið. Þeim fannst nefnilega öllum að við Sjonni ættum að vera saman. Við vorum búin að vera vinir síðan í menntaskóla. Kynntumst strax á fyrsta ári þegar við lentum hlið við hlið allveg óvart í þremur fögum á fyrstu önn. Við vorum reyndar saman í stuttan tíma í kringum útskrifaferðina en það varð aldrei neitt úr því. Við komumst að því að við værum miklu betri sem vinir.
"Æi ekki byrja á þessu einu sinni enn" svarði ég "Ætlið þið aldrei að skilja þetta eða hvað? Við erum bara vinir"
"Bara vinir sminir" sagði Ída og glotti "Af hverju ertu þá svona rauðflekkótt í framan?" hélt hún áfram og glotti enn meira. Ég svarði þessu ekki, gat ekki sagði þeim að ég hefði verið í stesskasti og því var eini kosturinn að þegja bara. Þær vissu nefnilega jafnvel og ég að rauðu flekkirnir komu líka þegar ég fór hjá mér.

Kvöldið leið áfram og símin þagði sem betur fer. Skemmtum okkur konunglega yfir mat og drykk hjá Ídu og töluðum og töluðum fram eftir nóttu eins og ævinlega í saumó. Eins og venjulega þegar er furðukjólaklúbbur þá fær ein verðlaun fyrir besta kjólinn. Nú var það Sigga enda var hennar úr pappa, álpappír og blómum. Systir hennar er í fatahönnunn og gerði kjólinn fyrir hana. Verðlaunin voru eins og alltaf ostakarfa. Við erum nefnilega allar vitlausar í osta. Þegar ég kom loksins heim um nóttina sofnaði ég sæl og svaf djúpum svefni langt fram á næsta dag.
oooo... þynku dæmi, maður... og ískladir fætur upp við bakið á mér!!! djö. hver er þetta???
,,Góðan daginn Geirþrúður."
Oh, hjúkk þetta var bara Sóla.
Góðan daginn sagði ég mygluð og drullu þreytt.
,,Hvernig svafstu?"
,,Oh, ég þoli ekki hvað þú ert alltaf hress..." sagði ég. ,,Hvað ertu búin að skokka marga hringi í kringum húsið? Náðiru að slaka á í jóganu?"
,,Æiii láttu ekki svona, sagði Sóla, ég kláraði Cheeriosið svo ég ættla að pannta þynku pizzu handa okkur! Hvernig hljómar það?"
Sunnudagurinn fór í sama sem ekkert. Framan af deginum var ég og Sóla að éta pizzu og horfa á videó í þynkunni okkar. Rétt fyrir kvöldmat fór Sóla heim til sín og ég fór að afla mér upplýsinga um málarann sem er með sýningu þennan mánuðinn í Galleríinu.
Ég var ekki fyrr sest niður með upplýsingarnar frá Sjonna þegar síminn hringdi. Ég stökk upp úr hægindarstólnum og greip síman. "Geirþrúður" svarði að ég hress í bragði
"Sæl" sagði kvennamannsrödd sem ég þekkti orðið allt of vel að mér fannst "Þú átt að mæta við syttuna af Jóni Sigurðssyni á hádegi á morgun." Ég þekkti þessa setningu og það þýddi ekkert að mótmæla. "Ég mæti" sagði ég og lagði á. Ég dró aftur fram upplýsingarnar um listanmanninn. Súperman var einkenni hans og hann kallaði sig Dolla, var víst einhver ótrúlega hipp listamaður sem hafði verið að gera það gott í New York undanfarið. Meðan ég las yfir upplýsingarnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að segja Sjonna í fyrramálið.




þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Ég hristi hausinn og tók stefnuna á Torvaldsen, hugsaði hvort ég ætti að hringja í Rósu Björk og láta hana vita, en ákvað að bíða með það, fresta því, því þegar ég væri búin að segja einhverjum, þá varð þetta raunverulegra. Opnaði hurðina á Torvaldsen, “grate” hefði mátt vita það.

Jón var frekar kaldur svo ég var farinn að fá hroll. Ég leit upp á hann spurnaraugum en hann virtist ekki getað hjálpað mér ekki í þetta skiptið. Mér fannst hann segja við mig, þú verður að taka ábyrgð á þessu sjálf. Ég rendi enn og aftur í gegnum atburðin í huganum, hvernig gat þetta gerst?