Geirþrúður....framhaldssaga


laugardagur, nóvember 23, 2002
Það var eins og hún vissi ekkert um þjálfun nýliða, eins og hún vissi ekki að við þektum okkar rétt öruggelga betur en hinir gömlu, þar sem við vorum jú nýbúin að læra þessar miljón reglur. En til þess að geta unnið fyrir þjónustuna þarf maður að ná alskona prófum, og það enginn venjuleg próf. Hélt hún að ég væri vitlaus eða hvað. Vissi hún ekki að ég hafði talað við Garðar um þetta fyrir síðasta verkefni. Garðar er milliliðurin minn, hringi í hann ef mig vantar eithvað, eða ef eithvað er að. Var ekkert upplýsingaflæði hjá þessari þjónustu eða hvað. Á endanum spurði ég, “ bíddu bíddu, ég talaði um þetta við Garðar heima á Íslandi, ég var ekki sátt við að fara í síðasta verkefni en hann sagði að ég þyrfti og það þýddi ekkert að segja nei” Svo gerist þetta, er þetta djók, nei guð ég get ekki sagt svoleiðis hér, þeir geta ekki verið að djóka. Fock hvað ætli sé í gangi?

föstudagur, nóvember 22, 2002
Þegar við komum til Þjónustunar var mér heldur brugðið. Venjulega hefðum við Pablo farið saman, afhent kubbana, gerið munnlega skýrslu og þá höfum við mátt fara. En nú áttum við að fara í sitthvoru lagi. Mér fannst þetta hálf einkennilegt en mótmælti ekki heldur fór með Maddam Lise yfirmanni mínum inn á skirfstofu hennar með kubbana í töskunni. Þegar við komum inn bað hún mig að setjast. Ég settist opnaði töskuna mína og hóf að tína kubbana upp úr. Maddam Lise horfði á mig en sagði ekkert. Ég afhenti henni kubbana og beið eftir framhaldinu. Loks hóf Maddam Lise upp raust sína.
"Þið Pablo þurfið ekki að gefa skýrslu um þetta verkefni" sagði hún
Ég rak upp stór augu, skýrslan er mikilvægasti hlutinn og gefa ómetanlegar upplýsingar þegar maður strandar og þarf að vinna verk sem eru svipuð. Ég var eiginlega orðlaus.
"Af hverju?" gat ég loksins stunið upp
"Við vitum nákvæmlega hvernig þetta fór hjá ykkur frá því að þú fékkst gögnin á Íslandi og Pablo sín í Madrid" hélt hún áfram. "Þetta var prófverkefni fyrir ykkur. Tæknibúnaðurinn er yfirskin og Norðumaðurinn er ekki neitt til að hafa áhyggjur af"
Ég var enn orðlausari en áður. Ég vissi ekki að það væru sett á mann prófverkefni. Ég var svo urndrandi að mér kom ekkert í hug til að segja.
Maddam Lise hélt áfram. "Ástæðan fyrir því að þið voruð sett í prófverkefni núna var vegna síðas verkefni þíns sem ekki gekk allt of vel. Þú veist hverjar reglurnar eru að það er bannað að fara í verkefni sem tengjast heimalandi manns á einhvern hátt eða eru unnin í heimalandi manns. Í síðasta verkefni skall hurð nærri hælum og eins hefði geta orðið í þessu verkefni hefði það verið raunverulegt" Maddam Lise gerði hlé á máli sínu. Ég vissi hreint ekki hvað ég átti að segja. Ég vissi ekki betur en í reglunum stæði líka að það væri bannað að hafna verkefni á fyrstu 15 starfsárunum hjá Þjónustunni.
"En..." byrjaði ég. Ég var svo furðulostin að ég vissi ekki hvernig ég ætti að snúa mér en hélt svo áfram: "en..... hérna.... hvað með reglurnar um að bann við að hafna verkefni?" Maddam Lise virtist brugðið við þessa spurningu.

fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Ég settist við tölvuna og lét lítinn kubb á harðadiskinn sem skannaði allt á honum. Svo fann ég diskettur og diska sem ég setti annan kubb á sem skannaði það sem var á því. Þetta tók mesta lagi 3 mínótur. Ég hraðaði mér út af skrifstofunni en þegar ég kom þaðan út mætti ég einum varðana í húsinu. Þetta var mikill rumur og við tókumst á. Eftir svolítin tíma tókst mér að yfirbuga hann, ég tók upp spreybrúsa með sterkri efnablöndu af svefnlyfi, sem Markus lét mig hafa áður en ég fór. Ég sprautaði framan í hann og hann stein lá. Ég hraðaði mér til Pablo og við yfirgáfum pleisið. Fimm tímum seinna vorum við á leið til Lissabon í einkaþotu þjónustunar. Þar átti ég að afhenda kubbana og gera minn lokasamning.

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Við mingluðum við fólkið, en þegar ég koma auga á norðmanninn fékk ég Pablo til að hitta mig við klósettin, við ákváðum að ég færi niður og Palbo mindi tefja norðmanninn, hann myndi nota Antonio til þess. Þar með væri hann að slá tvær flugur í einu höggi. Þegar Pablo gaf mér merki að allt væri til, þá lagði ég af stað niður, það var ekkert mál að komast framhjá vörðunum sem voru fyrir hurðinni. En þegar ég kom að geymslunni þá var búið að breita kerfinu, þannig að ég var komin í smá vanda. En ég var í sambandi við liðið sem var úti, þannig að ég gat lýst búnaðinum fyrir tækni köllunum og það kom í ljós að ég þurfti að nota laser lykilinn en ekki þumalfingur farið sem við vorum búin að taka af Antonio.
Þetta tafði verkið auðvita aðeins, og Paplo var orðin ansi stressaður. Ég heyrði að það var einhver eð koma, og ég varð að komast strax inn ef þetta ætti að takast.
En að lokum komst ég inn, en það munaðu ekki miklu.