Þegar við komum til Þjónustunar var mér heldur brugðið. Venjulega hefðum við Pablo farið saman, afhent kubbana, gerið munnlega skýrslu og þá höfum við mátt fara. En nú áttum við að fara í sitthvoru lagi. Mér fannst þetta hálf einkennilegt en mótmælti ekki heldur fór með Maddam Lise yfirmanni mínum inn á skirfstofu hennar með kubbana í töskunni. Þegar við komum inn bað hún mig að setjast. Ég settist opnaði töskuna mína og hóf að tína kubbana upp úr. Maddam Lise horfði á mig en sagði ekkert. Ég afhenti henni kubbana og beið eftir framhaldinu. Loks hóf Maddam Lise upp raust sína.
"Þið Pablo þurfið ekki að gefa skýrslu um þetta verkefni" sagði hún
Ég rak upp stór augu, skýrslan er mikilvægasti hlutinn og gefa ómetanlegar upplýsingar þegar maður strandar og þarf að vinna verk sem eru svipuð. Ég var eiginlega orðlaus.
"Af hverju?" gat ég loksins stunið upp
"Við vitum nákvæmlega hvernig þetta fór hjá ykkur frá því að þú fékkst gögnin á Íslandi og Pablo sín í Madrid" hélt hún áfram. "Þetta var prófverkefni fyrir ykkur. Tæknibúnaðurinn er yfirskin og Norðumaðurinn er ekki neitt til að hafa áhyggjur af"
Ég var enn orðlausari en áður. Ég vissi ekki að það væru sett á mann prófverkefni. Ég var svo urndrandi að mér kom ekkert í hug til að segja.
Maddam Lise hélt áfram. "Ástæðan fyrir því að þið voruð sett í prófverkefni núna var vegna síðas verkefni þíns sem ekki gekk allt of vel. Þú veist hverjar reglurnar eru að það er bannað að fara í verkefni sem tengjast heimalandi manns á einhvern hátt eða eru unnin í heimalandi manns. Í síðasta verkefni skall hurð nærri hælum og eins hefði geta orðið í þessu verkefni hefði það verið raunverulegt" Maddam Lise gerði hlé á máli sínu. Ég vissi hreint ekki hvað ég átti að segja. Ég vissi ekki betur en í reglunum stæði líka að það væri bannað að hafna verkefni á fyrstu 15 starfsárunum hjá Þjónustunni.
"En..." byrjaði ég. Ég var svo furðulostin að ég vissi ekki hvernig ég ætti að snúa mér en hélt svo áfram: "en..... hérna.... hvað með reglurnar um að bann við að hafna verkefni?" Maddam Lise virtist brugðið við þessa spurningu.
ritari: Thora at 8:29 f.h.