Ég gekk um stræti Lissabon, þekki þennan stað ekki neitt svo ég ráfaði bara þarna um í reiðileysi. Ég fékk ekki að fara strax heim til Íslands því stjórnin ætlaði að skoða málin mín betur. Athuga hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis og á mis því ég væri alltaf að fá verkefni sem tengjast landinu mínu. Á endanum staðnæmdist ég svo fyrir framan hótelið sem ég var á Pablo. Ég var ekki alveg viss hvort mig langaði að fara inn eða halda áfram að vera úti í þessum yndislega hita. En þá heyrði ég fyrir aftan mig
,,Heya bella prinsipisa."
Þarna var Pablo komin úr sínum yfirheyrslum. Við ákváðum að ganga út í næsta súpermarkað og fá okkur bjór og snakk og fullt að borða því við vorum bæði sár svöng. Við settumst inn á hótel herbergi með allar kræsingarnar og höfðum það notarlegt. Við létum hugan reika um hvað við skildum gera í framtíðinni, hvort við sæjum okkur ætíð sem njósara eða hvort við gætum einhvertíman kúpplað okkur út úr þessu...
Skyndilega hringdi síminn upp á herbergi.
Það var maður í afgreiðslunni sem svarði
,,Senora, the telephone is to you."
Það tók engastund að gefa samband. Þetta var Maddam Lise, við Pablo áttum að koma niður í bækistöðvar eftir 30. mín. Það kæmi bíll eftir 5 mín. að sækja okkur og við áttum þá að vera tilbúin.
ritari: Thora at 12:27 e.h.