Lygaprófið tók á taugum. Ég held að ég hafi aldrei verið eins stressuð á ævi minni. Ég svitnaði og svitnaði, maginn fór allveg í hnút og mig langaði mest til að gráta. En þessu lauk sem betur fer á endanum og vörðurinn fór með mig til baka inn á skrifstofu Lou. Hún var þar enn ásamt Maddam Lise. Pablo var hvergi sjáanlegur. Hvað ætli tefji hann í þessu prófi, hugsaði ég með mér. Ég leit á klukkuna og sá að ég hafði verið rúman klukkutíma í prófinu. Pablo hlaut að fara koma á hverjum tíma.
Lou bað mig að setjast og bíða róleg. Hvernig gat maður verið rólegur á svona stundu. Ég bara varð að fá botn í þessu og komast heim. Mér datt ekki neitt í hug til að segja af hverju för mín dróst svona, það hafði aldrei gerst áður.
Eftir nokkrar mínútur kom vörður sem hafði fylgt Pablo í lygaprófið. Hann gekk beint að Lou og hvíslaði einhverju að henni. Hún kinkaði kolli svipbrigðalaust og bað vörðuinn að fara. Maddam Lise sagði ekki orð. Það var stutt þögn og loks sagði Lou. Þú stóðst prófið en vinnufélagið þinn hann Pablo féll. Hann reyndist vera hluti af þýska S-hópnum.
ritari: Thora at 6:30 e.h.