Það var yndislegt að hitta Sjonna og bara spjalla. Hann sagði mér að Sigga litla hefði verið heldur svekt yfir því að ég skildi ekki mæta í afmælið og mér fannst það rosalega leiðinlegt og hann var frekar fúll út í mig því það er ekki líkt mér að gleyma svona hlutum. Ég lofaði honum að ég skildi hringja í hana í kvöld.
Á leiðinni heim eftir að hafa verið að dóla mér með Sjonna hringdi ég í Siggu litlu og bauð henni í kvöldmat. Hún fílaði það ekkert smá og ég sótti hana og fórum saman og keyptum í matinn. Við sátum langt fram eftir kvöldi og spjölluðum um heima og geyma og ég gaf henni front á síman og nýja peysu í afmælisgjöf.
Eftir að Sigga fór settist ég niður með góða bók og fannst ég hafa bara sloppið ágætlega fyrir horn með því að bjóða henni í mat og bæta þannig fyrir fjarveru mína í afmælinu.
Ég var ekki fyrr sest með bókina góðu fyrir framan mig en síminn hringir. Ég hrökk í kút, dísess hver skildi vera að hringja svona seint?
,,Hæ Geirþrúður, þetta er Ásta".
,,Já, hæ". Ég heyrði að henni lá mikið á hjarta...
,,Ertu til í að hitta mig á morgun, það er svoldið sem mig langar til að tala um við þig. Ertu til í að hitta mig í hádeginu á Mokkakaffi"?
,,Já ekkert mál, er ekki allt í lagi"?
,,Jú,jú við bara spjöllum þá. OK, bæ."
,,Bæ."
Guð minn almáttugur hvað var þetta? Ég vona bara að það hafi ekkert komið fyrir hana, kærastinn nokkuð sagt henni upp. Nei þá væri hún ekki að hringja svona í mig. Þá mindi hún vilja hitta mig strax.
ritari: Thora at 3:58 e.h.