Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, febrúar 02, 2003
Ég var lengi að sofna þetta kvöld. Gat bara ekki hætt að hugsa um hvað væri eiginleg að hjá Ástu. Vildi samt ekki hringja í hana aftur og spyrja hvað væri að. Fannst eiginlega betra að hún stjórnaði þessu. Sofnað loksins einhvertíma þegar var langt liðið á nóttina.

Ég hrökk í kút þegar vekjarklukkan hringdi. Var bara alls ekki búin að vakna svona snemma. En Sjonni vildi endilega að ég mætti snemma í Galleríið svona til að læra á hlutina og hafa þetta á hreinu áður en það opnaði klukkan ellefu. Þegar ég mætti var ég ekki allveg með hugan við efnið, Sjonni masaði og masaði um hitt og þetta en ég var enn að pæla í hvað Ásta ætlaði eignlega að ræða við mig. Dagurinn leið hræðilega hægt og aldrei hringdi Ásta. Ég var nokkrum sinnum komin á fremsta hlunn með hringja sjálf en hætti alltaf við. Fannst að hún ætti að ráða ferðinni. Fró heim klukkan fimm. Ég var rétt kominn inn úr dyrunum þegar síminn hringdi.

"Hæ" sagði Ásta strax. Hún virtist hressari en í gær. "Nennirður að hitta mig á Brennsluni í kvöld?" "Sjálfsagt" sagði ég "hvenær?" spurði ég. "Bara um sjöleytið" svaraði hún. Við lukum samtalinu og ég ákvað að taka netrútninn áður en ég hitti hana.

föstudagur, janúar 31, 2003
Ég reyndi að lesa, en fattaði alltaf þegar ég var að fara að fletta, að ég mundi ekkert hvað ég hafi verið að lesa, var bara að hugsa um hvað væri að hjá Ástu. Það er óþolandi hvað ýmindunaraflið getur farið á flug. ÉG meina ég er komin með fullt að hugmyndum um hvað ætli sé að. Ætli mamma hennar sé komin með krabbamein, eða hún sjálf sé með krabbamein í brjóstið, það er orðið óhuggulega algengt. Eða að kærastin hennar hafi sofið hjá stelpu og sé komin með HIV, kannski er hún bara ólétt, nei, þá hefði hún verið ánægðari, það var eins og hún væri stressuð. Hvað ætli sé í gangi ?? Lílega er ekkert að þessu rétt og það er einhver einföld skýring og ekkert svona alvarlegt !!!
Úff verð að reyna að hætta að hugsa um þetta og gera eithvað.
Settist við tölvuna og fór að netast, hitti Rúnu á msninu og fór að spjalla við hana. Það dreyfði aðeins huganum, hún var að læra jarðfræði á Svalbarða, og það var magnað fjör hjá henni.

þriðjudagur, janúar 28, 2003
Það var yndislegt að hitta Sjonna og bara spjalla. Hann sagði mér að Sigga litla hefði verið heldur svekt yfir því að ég skildi ekki mæta í afmælið og mér fannst það rosalega leiðinlegt og hann var frekar fúll út í mig því það er ekki líkt mér að gleyma svona hlutum. Ég lofaði honum að ég skildi hringja í hana í kvöld.
Á leiðinni heim eftir að hafa verið að dóla mér með Sjonna hringdi ég í Siggu litlu og bauð henni í kvöldmat. Hún fílaði það ekkert smá og ég sótti hana og fórum saman og keyptum í matinn. Við sátum langt fram eftir kvöldi og spjölluðum um heima og geyma og ég gaf henni front á síman og nýja peysu í afmælisgjöf.
Eftir að Sigga fór settist ég niður með góða bók og fannst ég hafa bara sloppið ágætlega fyrir horn með því að bjóða henni í mat og bæta þannig fyrir fjarveru mína í afmælinu.
Ég var ekki fyrr sest með bókina góðu fyrir framan mig en síminn hringir. Ég hrökk í kút, dísess hver skildi vera að hringja svona seint?
,,Hæ Geirþrúður, þetta er Ásta".
,,Já, hæ". Ég heyrði að henni lá mikið á hjarta...
,,Ertu til í að hitta mig á morgun, það er svoldið sem mig langar til að tala um við þig. Ertu til í að hitta mig í hádeginu á Mokkakaffi"?
,,Já ekkert mál, er ekki allt í lagi"?
,,Jú,jú við bara spjöllum þá. OK, bæ."
,,Bæ."
Guð minn almáttugur hvað var þetta? Ég vona bara að það hafi ekkert komið fyrir hana, kærastinn nokkuð sagt henni upp. Nei þá væri hún ekki að hringja svona í mig. Þá mindi hún vilja hitta mig strax.

mánudagur, janúar 27, 2003
Aldrei hafði hádegismatur á Brennslunni bragðast svona vel. Ég uppgötvaði þegar ég setti niður þar hvað ég var svöng enda hafði ég nú ekki innbyrgt mikið af mat undanfarna daga. Aðalega lifað á kaffi og poppi síðan ég koma heim. Við Sjonni eyddum svo deginum í allskona hangsi og skemmtileg heitum. Ég slökkti á símanum mínum. Tilhugsunin við að fá hringingu sem myndi eyðileggja þennan fyrsta afslappaða dag í langan tíma var óbærileg.