Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, febrúar 09, 2003
"Sko" byrjaði ég aftur. "Þannig er að ég á í ástarsambandi við giftann mann. Hann heitir Haraldur og vinnu sem ljósmyndari" Ég gerði hlé á frásögnin til að athuga viðbrögði hja Ástu. Hún horfði á mig skilningsljóum augum og sagði ekkert.
"Ég kynntist honum fyrir algjöra tilviljun þegar ég var í París að vinna fyrir Kaupþing fyrir ári síðan. Hann á heima þar og í þau skipti sem ég hef þurft að fara til Parísar þá hef ég hitt hann"
"En Geirþrúður" sagðu Ásta. "Af hverju ertu með byssubelti á þessari mynd og afhverju átti Rósa Björk að fá þessar myndir?" Hún virtist ekki trúa mér. Mér bara datt ekkert betra í hug að segja henni þetta kom mér í svo opna skjöldu. Ég hafði ekki heldur hugmynd um þessar myndir og enn síður hafði ég hugmynd um hvað þær voru að þvælast niðri í CODE hjá Rósu Björk. Eftir smá þögn reyndi ég með erfiðleikum að setja upp vandræðalega svipinn minn og sagði: "Æi mér finnst þetta svo vandræðalegt Ásta, getum við ekki talað um eitthvað annað?" spyrðu ég. Ásta lét þetta gott heita um þessar myndir í bili og fór að tala um bíómynd sem hún sá um dagin. Hún fór nefnilega að sjá 8 mile með Eminem og fannst hún bara geðveik. Skil ekkert í henni að hafa farið án mín. Innst inn þá vissi ég samt að það var bara á yfirborðin sem hún hætti að tala um þetta. Hún átti eftir að spyrja mig frekar út úr þessu, en ég hafði þó núna smá tíma til að komast til botns í þessum myndum og hvað þær voru að gera á leið til Rósu Bjarkar.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Nú varð ég að hugsa hratt. Hvað átti ég að segja henni?? Ekki gat ég sagt henni sanleikann, myndu þau komast að því ?? Kannski vissu þau af þessum myndum, ef ég myndi segja henni frá þessu, þá gæti ég ekki sagt þeim frá þessum myndum. Þá myndu þau fatta það stax. Hvað á ég að gera.
Ásta horfði fast á mig, hún beið eftir góðri skýringu.
“ Sko” byrjaði ég. “Þessar myndir eru teknar”, á ég að segja að þær séu teknar í Frakklandi, þær gætu verið teknar hvar í heiminum sem er kannski ekki á Grænlandi. “FOCK”
Ásta var orðin ansi óþolinmóð.
Ásta “ Geirþrúður á ég að bíða lengi eftir útskýringu ??”


mánudagur, febrúar 03, 2003
Pabbi var á msn-inu þegar ég koma og við spjölluðum í svolitla stund. Hann var á einhverju ferðalagi á vegum lyfjafyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Það var rosalega gott að hitta hann og spjalla við hann. Ég sagði honum að ég væri byrjuð í Gallerýin og fyrsti dagurinn hefði genigð vel. En núna yrði ég að fara að tíja mig því ég var að fara að hitta Ástu.
Ég lagði spölkorn frá Brennslunni og meðan ég gekk fann ég að ég var með hnút í maganum. Eðlisávísun mín sagði að ekki væri allt með feldu og ég var ekki allveg að meika það að labba inn á staðinn og vera svona stressuð. Ég gekk upp á efri hæðina og það var ekki margt fólk. Ásta var ekki komin og ég var orðin óróleg þegar hún mætti korter yfir. Það var rólegt yfir henni þegar hún settist og mér leist ekkert á hana, það var einhver áhyggju svipur á henni. Við pönntuðum okkur sitt hvorn hamborgarann og franska skammtinn og sátum frekar þöglar yfir matnum. Ásta fékk sér bjór en ég fékk mér kók að drekka. Svona þegar ég hugsa um það þá var þetta eitthvað svo óskaplega ólíkt henni. Koma seint, drekka bjór á virkum degi og vera svona þögul. Ég ákvað að rjúfa þögnina með því að lýsa áhyggjum mínum yfir því hvernig hún hagaði sér. Það var fátt um svör, hún sagði að það væri svo mikið að gera í vinnunni hjá sér og mamma hennar var dottin í það einu sinni enn svo hún þurfti að hugsa um systur sína.
Svo allt í einu sagði hún eftir mikla þögn;,,Ég sá myndir af þér?" Og það var einhver alvara þarna að baki í röddini hennar.
Guð minn almáttugur sá hún myndir af mér. Hvernig myndir. Í huga mínum komu upp allskonar augnablik úr lífi mínu, hvaða myndir...???
,,Sástu myndir af mér." Endur tók ég. ,,Varstu að skoða klámmyndir á netinu?" Ég reyndi að slá þessu upp í létt, hvað gat hún hafa séð? Mig í vinnunni?
,,Nei, Geirþrúður. Ekki grínast með þetta. Mér finnst þetta alvarlegt mál. Ég var að fara með póst til Rósu Bjarkar og út úr einu umslaginu duttu myndir. Ég komst ekki hjá því að skoða þær og sá að þær væru af þér. Ég skild þetta ekki alveg, ég tók þær, gat einhvervegin ekki látið hana fá þær. Sjáðu."
Guð minn almáttugur, hvað var að gerast? Þetta voru myndir úr ferð minni til Frakklands. Hvernig í ósköpum?