Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, febrúar 16, 2003
Ég hikaði í nokkrar sekúndur áður en ég fór út úr herberginu aftur. Það voru ótal hugsanir þutu í gegnum hugan á þessum örstutta tíma. Hvað var ég eiginlega að gera? Brjótast inn til bestu vinkonu minnar út af vinnunni. Var vinnan orðin meira virði en vinir og fjölskylda?

Ég leit á Ástu þar sem hún svaf vært. Ég sá ekki betur en hún svæfi með bros á vör. Hún hafði ekki hugmynd um að ég stæði yfir henni með myndir í höndunum sem hún vildi útskýringar á. Ég kíkti á klukkan hún var hálf sjö. Ég ákvað að drífa mig og fara út í gegnum útidyrnar. Það var aldrei að vita nema einhverjir væru farnir á fætur og það væri heldur grunsamlegt að vera príla niður af svölum. Ég vonaði bara að hún vaknaði ekki við þegar ég lokaði. Ég læddist fram og opnaði hurðina eins varlega og ég gat. Um leið og ég opnaði sá ég að það stóð strákur fyrir utan hurðina. Mér varð svo um að ég var næstum búin að æpa upp yfir mig. Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var bara blaðburðar strákurinn. Hann rétti mér blaði án þess að segja orð. Ég brosi hennti blaðinu inn fyrir, lokaði varlega og stökk af stað.

Ég ákvað að leggja í aðra tilraun, kom mér aftur upp á svalir og hlustaði í nokkrar mínútur eftir einhverju hljóði, það var alveg þögn. Ásta hraut ekki einusinni. Ég byrjaði á því að pikka upp lásinn, það tók ekki langan tíma, ég er ekkert smá feginn að hún er ekki en búinn að skipa um lás, Þá hefði þetta tekið mikklu lengri tíma. Þetta var svona gamaldags lás eins og er í mörgum húsum sem byggð eru í kringum 1950.
Þegar ég var komin inn læddist ég inn í vinnuherbergið hennar og lokaði hurðinni á eftir mér
Mér datt helst í hug að hun geymdi myndirnar á skrifborðinu, þar var mikill blaðabunki svo ég byrjaði á því að fara í gegnum hann, ég fór í gegnum allt vandlega en þar voru myndirnar ekki, svo ég kíkti í skuffurnar, ekkert í fyrstu, ekkert í þeirri í miðjunni og ekkert í neðsu skúffunni. “ Andskotinn, hvar í óskupunum geymir þú þessar myndir Ásta mín ???” Á hillunni voru nokkur umslög sem voru svipuð því sem myndirnar voru í, ég fór í gegnum þau, en nei, þær voru ekki þar.
En þegar ég var að fara í gengum það sem var á hillunni rak ég mig í stittu sem var þar með nokkrum látum, þetta var ansi stór tré stitta frá Kúpu, en guð sé lof, rétt tókst mér að koma í veg fyrir að hún skylli á gólfinu. Það munaði samt ekki miklu, ég beit fast í tunguna á mér svo ég myndi ekki öskra, vegna þess að stittan lenti beint á framhandleggnum. Ég hlustaði eftir hljóði úr herberginu hennar Ástu, en hún rumskaði ekki einu sinni. “Vá þarna munaði mjóu”.
Ég var búinn að fara í gegnum alla mögulega og ómögulega staði í vinnuherberginu, og engar myndir fundnar, ég varð að fara inn í stofu, mér fanst mjög ólíklegt að þær væru þar, en ég ákvað að athuga málið.
Nei ekkert þar heldur, þá er bara svefniherbergið eftir, ég get ekki ýmindað mér að þær séu inn á klósetti eða í eldúsinu.
Vá ég vona að hún sofi fast, ég vona bara að guttinn hafi gert hana MJÖG þreytta. Ég læddist inn og jú á náttborðinu lá umslag, Ásta rumskaði aðeins og ég hentist inn í vinnuherbergi. Hún var bara að bylta sér. Ég beið í smá stund áður en ég fór aftur inn, ég læddist að náttborðinu og tók umslagið, og viti menn, jú þarna voru myndirnar. “úff” mikill léttir.


föstudagur, febrúar 14, 2003
Það var komin ró yfir nálæg hús, hvert ljósið af fætur öðru slökknaði og ég fór að gera mig klára í verkefnið. Sá ekki betur en Ásta væri komin í ró.
Ég steig út úr bílnum og lokaði varlega á eftir mér. Setti upp beltið og hélt af stað yfir götuna. Það var gott að þetta var sá tími ársins þar sem allt er í kolniðamyrkri og staurarnir eina glætan sem lýsa upp göturnar. Ásta bjó á annari hæð í þriggjahæða húsi í Kópavoginum. Þetta var ekki stór íbúð, tvö svefniherbergi, klósett, eldhús og rúm góð stofa. Ég vissi að lásinn á svalahurðinni væri bilaður og erfitt væri að læsa henni svo planið mitt var að fara innum svaladyrnar því það var auðvelt að pikka lásinn upp. Úr dyrunum ætlaði ég að fara beint inn í annað hergbergið en það var vinnuherbergið hennar Ástu og ég bjóst við því að þar myndi hún geyma myndirnar. Ég fór létt með að klifra upp á svalirnar en í því sem ég var að bauka við skrána heyrði ég síman innan úr íbúðinni hringja. Ég fraus, skildi einhver sjá mig úr nærliggjandi húsi. Hvað ætti ég að segja ef hún sægi mig hérna. Ég heyrði hana segja eitthvað og hlægja og svo kom hún út úr herberginu sínu í náttslopp. Hvað var að gerast? Skyndilega sé ég bíl aka upp að húsinu hennar og um leið og hún heyrði í bílnum fór hún og opnaði útidyrnar. Þarna var stór hávaxinn, vægast sagt myndalegasti karlmaður sem ég hef nokkur tíman augum litið, einhver sem ég kannaðist ekkert við. Ég glotti út í annað en gat ekki horft á þetta. Þau byrjuðu hægt og rólega að fækka fötum fyrir hvort annað og fikruðu sig inn í svefnherbergi, til mikillar ólukku var svefnherbergisglugginn við svalirnar svo ég ákvað að láta mig hverfa í bili. Ég trúði þessu ekki, þetta var allveg ótrúlegt! Það sem ég þarf ekki að lenda í. En gott að vita að tilhugalífið hennar Ástu sé í lagi. Ég sat í garðinum í langan langan tíma þangað til gaurinn fór. Á meðan ég sat þarna velti ég ýmsu fyrir mér. Hvernig stóð á því að Ásta hafði aldrei talað um þennan sjarmör? Var ég að missa vináttuna við hana eða hvað? Nei það gat ekki verið, kannski var þetta eitthvað sem enginn mátti vita, kannski var hann giftur? Jæja loksins fór hann og ég gat tekið til við þar sem frá var horfið. Kannski var bara gott að hann kom eftir allt saman því þá svæfi hún fasta fyrir vikið.

mánudagur, febrúar 10, 2003
Því líkt áfall. Eftir þessar umræður á Brennslunni töluðum við ekki um mikið... Ég fór beinustu leið heim og hringdi í Garðar, tengilið minn. Ég vissi ekki hvar ég átti að byrja mér var svo mikið niðri fyrir. Hann var mjög alvarlegur og sagði að ég yrði að komast yfir þessar myndir og hann ætlaði að hafa samband við Maddam Lise. Síðan skildum við hittast í skemmunni og tala saman.
Um leið og ég lagði tólið á fór ég að taka til dót sem ég þyrfti að nota til þess að komast inn í íbúðina hennar Ástu. Það var belti, taung, "lykklar", ljós, talstöð (ef ég skildi þurfa back up frá Garðari) og margt margt fleira. Það tók mig innan við fimm mínútur að gera mig klára. Ég settist upp í bílinn minn og ók af stað þar sem Ásta býr. Ég lagði fyrir utan í skuggsælu horni svo lítið bæri á mér. Ég ætlaði mér að sitja þarna í góðan tíma og fylgjast með Ástu og fólkinu sem býr í kring. Skyndilega heltist yfir einhver bakþanki og fyrir mér rann upp "ljós". Hvað var ég að gera. Ég var að fara að brjótast inn til vinkonu minnar. Mér fannst það ekki allveg rétt, og að ég skuli ekki hafað fattað þetta fyrr. Djöfullsins asni er ég. Nei ég gat ekki hugsað svona ég yrði að komast inn, ná í þessar myndir og drífa mig í burtu. Þetta varðaði ekki það að ég var að brjótast inn til vinkonu minnar, ég þurfti að verja sjálfa mig. Ég mátti ekki láta svona hugsun hafa áhrif á mig, það gerir ekki góður leyniþjónustumaður. Ég gerði stutt plan í huganum um hvernig ég myndi fara að þessu. Sem betur fer þekkti ég íbúðina hennar nokkuð vel. Það var nú ég sem hjálpaði henni að flytja og koma íbúðinni í topp stand.