Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, apríl 06, 2003
Ég hljóp inn til hennar og í leiðinni greip ég með mér stóra kertastjakann sem var á ganginum, ég hentis inn og öskraði samtímis “ láttu hana í friði ógeðið þitt annars drep ég þig, ég vara þig……………” Ásta öskraði á mig skít hrædd og skildi ekkert í neinu. “ Geirþrúður hvað er að þér? Hvað er að gerast?” Og þá áttaði ég mig, þarna lá Ásta ein í herberginu. Ég spurði “ hvað kom fyrir? afhverju varstu að öskra og það blæðir úr höfðinu á þér”. Ásta sagði æst “ mig dreymdi hræðilegan draum, að það væri einhver hér inni hjá mér og ég ætlaði að standa upp en þá valt ég fram úr rúminu og henti lampanum um koll og hann brotnaði og ég skar mig. Og svo kemur þú æðandi hér inn og hótar að drepa einhvern, drepa hvern?

Ég settist við hliðina á henni og tók utan um hana, þurkaði blóðið og sagði henni að það hafi einhver brotið upp lásinn að svalahurðinni og að ég hafi haldið að það væri einhver inni hjá henni.

“Ha!!! Brotinn lásinn? Guð! Við veðrum að athuga hvort það sé búið að stela einhverju og hringja á lögguna og sjitt!!! Helduru að einhver sé hér inni??”
Ég sagði henni að ég hafði ekki séð að neitt vantaði svona í fljótubragði, og að ég væri búinn að fara næstum um alla íbúðina og hafi ekki fundið neinn.


miðvikudagur, apríl 02, 2003
Mig langar heim, oh mér líður svo illa ég verð að komast heim og upp í rúm og liggja í þynnku með extra hausverk.
Já já ég skal keyra þig heim ef ég fæ að vera hjá þér þangað til ég á að mæta í vinnuna. Mér leist nefnilega ekkert á að skilja Ástu eftir eina heim, hvað ef hann skildi koma hvað skildi hann þá gera við hana?
Já, takk. Mér er allveg sama þó þú sért þar þú getur tekið uppáhaldsþættina þín með og glápt á þá. Ásta brosti aumkunnarlega framan í mig.
Æiii... greyið stelpan, allt mér að kenna, bara af því ég vildi vita af þessum Luck.
Klukkan var að verða sex og þrír tímar þangað til að ég átti að mæta í vinnuna. Ég dröslaðist með Ástu upp tröppurnar og hjálpaði henni að leggjast í rúmið. Sagði henni að þegar ég væri farin þá skildi hún hringja í mig ef eitthvað kæmi uppá. Ég færi um 9 og væri búin klukkan 2 og ætlaði þá að koma og kíkja á sjúklinginn minn. ;)
Ég settist inn í stofu og skellti spólunni í tækið, hitaði mér kaffi og ristaði brauð í róleigheitunum. Mér var litið út í garð þar sem sólin var byrjuð að skína á fallegu trén og eitt og eitt tíst í fuglunum. Ég ákvað að kíkja aðeins út og njóta góðaveðursins þegar ég sá allt í einu að það hafði verið fiktað við lásinn á svalahurðinni. En þetta var ekki eftir mig því núna var búið að brjóta hann upp. Ég fékk sting fyrir hjarta og það byrjaði að slá örar. Ég þóttist opna hurðina eins og ekkert væri og leit út og á lásinn að utanverðu, hann var allur í hakki. Skildi Luck vera hérna? Ég þorði ekki að hugsa svo langt ég vonaði bara að það hefði einhver óprúttinn náungi komi og stolið einhverju, en hverju. Allt var á sínum stað. Ég hallaði hurðinni og fór að labba varlega um íbúðina. Skoðaði eldhúsið betur, baðherbergið, vinnuherbergið, stofuna en var samt ekki viss hvort ég ætti að fara inn til Ástu. Skyndilega heyrði ég brothljóð og ægilega píkuskræki frá Ástu. Guð minn almáttugur hann var þá þarna inni.