Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, desember 22, 2002
Vá, þetta var rosalegt. Hvernig gat þetta hafa farið fram hjá mér? Við búin að vinna saman í öll þessi ár.
Ég fékk flug til London um kvöldið og þaðan heim til Íslands daginn eftir. Ég var í hálf gerðu sjokki ég hafið ekki hugmynd hvernig ég átti að taka þessu. Mér var bannað að reyna að hafa samband við Pablo. Hann var í einhverju fangelsi á vegum leyniþjónustunnar meðan verið var að fara yfir hans mál enda hafði ég engan áhuga á að tala við hann ekki eins og staðan var. Hvernig gat hann gert mér þetta? Ég á eflaust aldrei eftir að fyrirgefa honum. Mér finnst ég ekki geta gert þetta lengur, ég verð að kúpla mig útúr þessu einbeita mér að Gallerýinu og lífinu heima á klakanum.