Geirþrúður....framhaldssaga


föstudagur, desember 27, 2002
Ég var svo viðutann þegar ég kom heim eftir það sem á undan var gengið að ég steingleymdi afmælinu hennar Siggu frænku. Ég kom til landsins dagin fyrir afmælið hennar og fór beinustu leið heim til mín. Það kraumuðu svo margar hugsanir í höfðinu á mér að ég gat ekki hugsað neitt skírt lengur. Ég ákvað því að draga fram gömlu My so called life spólurnar mína og horfa á þær allar. Ég slökkti á símanum mínum, dró fyrir gluggana, fór í náttfötin náði í sængna og skreið upp í sófa með fjarstýringuna í annarri og poppskálina í hinni. Næsta sólahringinn var ég föst í heimi Angelu, Jordans Catilano og fleiri góðra félaga í þáttunum góðu.

sunnudagur, desember 22, 2002
Vá, þetta var rosalegt. Hvernig gat þetta hafa farið fram hjá mér? Við búin að vinna saman í öll þessi ár.
Ég fékk flug til London um kvöldið og þaðan heim til Íslands daginn eftir. Ég var í hálf gerðu sjokki ég hafið ekki hugmynd hvernig ég átti að taka þessu. Mér var bannað að reyna að hafa samband við Pablo. Hann var í einhverju fangelsi á vegum leyniþjónustunnar meðan verið var að fara yfir hans mál enda hafði ég engan áhuga á að tala við hann ekki eins og staðan var. Hvernig gat hann gert mér þetta? Ég á eflaust aldrei eftir að fyrirgefa honum. Mér finnst ég ekki geta gert þetta lengur, ég verð að kúpla mig útúr þessu einbeita mér að Gallerýinu og lífinu heima á klakanum.