Geirþrúður....framhaldssaga


föstudagur, desember 27, 2002
Ég var svo viðutann þegar ég kom heim eftir það sem á undan var gengið að ég steingleymdi afmælinu hennar Siggu frænku. Ég kom til landsins dagin fyrir afmælið hennar og fór beinustu leið heim til mín. Það kraumuðu svo margar hugsanir í höfðinu á mér að ég gat ekki hugsað neitt skírt lengur. Ég ákvað því að draga fram gömlu My so called life spólurnar mína og horfa á þær allar. Ég slökkti á símanum mínum, dró fyrir gluggana, fór í náttfötin náði í sængna og skreið upp í sófa með fjarstýringuna í annarri og poppskálina í hinni. Næsta sólahringinn var ég föst í heimi Angelu, Jordans Catilano og fleiri góðra félaga í þáttunum góðu.