Geirþrúður....framhaldssaga


þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Eg var með svo fullan munnin þegar ég svarði að ég rétt gat komið skiljanlega út úr mér að ég hefði náð skilaboðunum. Nú var það bara að tyggja hratt og koma sér niður. Við sóttum skilríkin okkar og drifum okkur af stað. Það tók sinn tima að komast ofan af 16. hæð. Við höfðum verið sett á nýjasta hótelið í Lissabon sem var háhýsi og endilega þurftum við að lenda efst uppi. Við vorum ekki fyrr komin niður en Þjónustubílinn kom að sækja okkur. Bílstjórinn keyrði eins og hann ætti lífið að leysa niður á Þjónustu. Ég var svo skellkuð að ég greyp í handleggin á Pablo og sleppti ekki fyrr en við komum inn á bílastæðið. Bílstjórinn var frekar fúll þegar hann hleypti okkur út og sagði við okkur að hypja okkur upp. Ég hugsaði með mér hvað væri að gerast fyrst bílstjórinn var meira að segja fúll?

Ég gekk um stræti Lissabon, þekki þennan stað ekki neitt svo ég ráfaði bara þarna um í reiðileysi. Ég fékk ekki að fara strax heim til Íslands því stjórnin ætlaði að skoða málin mín betur. Athuga hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis og á mis því ég væri alltaf að fá verkefni sem tengjast landinu mínu. Á endanum staðnæmdist ég svo fyrir framan hótelið sem ég var á Pablo. Ég var ekki alveg viss hvort mig langaði að fara inn eða halda áfram að vera úti í þessum yndislega hita. En þá heyrði ég fyrir aftan mig
,,Heya bella prinsipisa."
Þarna var Pablo komin úr sínum yfirheyrslum. Við ákváðum að ganga út í næsta súpermarkað og fá okkur bjór og snakk og fullt að borða því við vorum bæði sár svöng. Við settumst inn á hótel herbergi með allar kræsingarnar og höfðum það notarlegt. Við létum hugan reika um hvað við skildum gera í framtíðinni, hvort við sæjum okkur ætíð sem njósara eða hvort við gætum einhvertíman kúpplað okkur út úr þessu...
Skyndilega hringdi síminn upp á herbergi.
Það var maður í afgreiðslunni sem svarði
,,Senora, the telephone is to you."
Það tók engastund að gefa samband. Þetta var Maddam Lise, við Pablo áttum að koma niður í bækistöðvar eftir 30. mín. Það kæmi bíll eftir 5 mín. að sækja okkur og við áttum þá að vera tilbúin.