Geirþrúður....framhaldssaga


mánudagur, ágúst 11, 2003
Ég hitti Garðar heima hjá honum. Hann var svo allvarlegur þegar hann tók á móti mér að það var eins og hann hefði komist að því að yfirmaður Luck væri mamma hans! Eins og Garðar er vanur kom hann sér beint að efninu: ,,Luck gaf okkur upp vitlaust nafn. Ég er búin að leita og leita og fann ekkert um þennan mann" Ég leit forviða á hann. ,, Já en við erum með skrá yfir alla sem vinna fyrir S-hópinn. Okkar maður þar hefur samviskusamlega upplýst okkur um alla starfsmenn hópsins. " sagði ég. ,, Heldurður að Luck hafi verið að spila með okkur og gefið okkur vísvitandu upp vitlaust nafn?" bætti ég við. Garðar svarði því strax til að hann ætti ekki von á því. ,, Ég held að Luck viti ekkert um þenna yfirmann sinn. Það var bara verið að spila með hann hjá S-hópunum og nota hann í léttu verkefni. Við verðum að rannsaka þetta nánar og fá alla þá hjálp sem við getum. Ég lét vita í höfðustöðvarnar og Maddam Lise er upplýst um málið" sagði Garðar. Ég þurfti smá tíma til að melta þetta en jánkaði öllu. Þetta var rétt hjá honum, við þurftum alla þá hjálp sem við gátum til að leysa úr þessu. Rétt í þessum hugleiðingum mínum hringdi síminn. Það var Sjonni. ,,Hæ sæta, hvar ertu?" sagði hann. ,,Þú komst ekki upp í Gallerí í morgun, ég ætlaði bara að aðthuga með þig" bætti hann við. Fjandinn sjálfu rhugsaði ég með mér, ég hafði alveg stiengleymt að láta Sjonna vita að ég kæmi ekki. Það sem verra er að ég hafði ekki einu sinni komið mér upp einhverri afsökun til að koma ekki. Ekki gat ég sagt honum að ég væri í útlöndum þar sem hann gæti rekist á mig hvar sem er í bænum svo átti hann líka til að koma heim til mín þegar ég er í útlöndum og taka til. Skil ekki hvar hann fær þá þörf sína. Nú varð ég að hugsa hratt til að svar honum. ,, Hæ sjonni" sagði ég til að Garðar áttaði sig á því hvert þetta væri. ,,Ég steingleymdi allvega ðhringja í þig í gær og láta þig vita að ég kæmist ekki í dag. ER það ekki í lagi?" spurði og vonaði að Sjonni tæki þetta gilt. ,,Geirþrúður" sagði Sjonni með áherslu. Ég fékk hnút í magann, hvað ætlaði hann að fara spyrja. ,, Þú veist að þetta verður að vera launalaust í þetta skiptið ef þú er ekk ibara heima lasin" hélt hann áfram með sama þunga í röddinni. Mikið var ég fegin, gat allveg lifað með því að hafa þetta launalaust enda var vinnan hjá honum bara til að hilma yfir, ég fékk ágætlega borgað frá þjónustuni. Ég reynd ieftir bestu getu að reyna leyina ánægju minni með að hann ætlaði ekki spyrja frekar. ,,Það verður þá að vera þannig" sagði ég og bætti við ,,ég þarf að vera í fríi allvegann alla næstu viku. Er það í lagi?" ,,Ég veit ekki hvað þú ert að bralla Geirþrúður en það verður bara að vera í lag" sagði Sjonni svo alvarlegur að ég hafði aldrei heyrt annað eins. ,,Ef þú lendir í peningavandræðum þá talaður bara við mig" bætti hann við að lokum. Ég þakkaði fyrir mig og sagði honum að ég myndi verða í bandi við hann fljótlega.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Ég vaknaði við kaffilykt morgunin eftir. Ég var dálítin tíma að átta mig á hvar ég var. En þetta kom fljótt, ég var heima hjá Ástu. Ég rölti fram í eldhús og þar var Ásta að hella upp á kaffi. Hún hafð ifarið í bakaríð og búin að leggja á borð fyrir okkur í morgunmat. Ekki fannst mér það verra. Ásta bauð góðan dagin og sagði mér að fá mér bara sæti. Við snæddum morgunverð í róleg heitunum. Ég var ekki allveg viss hvort ég ætti að byrja eitthvað að tala um þetta en Ásta bara þagið. Ákvað þó að sgeja henni frá gærkvöldinu og Luck. Hún sagði bara já og kinkaði kolli en spurði einskis. Ég var eiginlega half hrædd við það. Eftir langa þögn spurði ég: .,, Ásta, ertu hrifin af Luck?” Hún leit á mig svipbrigðalaus og yppti öxlum. ,,Ásta!” sagði ég ,,þetta er ekkert svar” Ásta leit á mig og ég sá að hún vildi segja mér eitthvað en hún þagði. Rétt þegar ég ætlaði að fara spyrja hana frekar hringdi síminn. Það var Garðar. Hann hafði farið heim í nótt til að grennslast fyrir um yfirmann Luck. Ég varð öll uppveðruð yfir þessu en Garðar sagði efni of viðkvæmt til að ræða það í símann. Ég þaut á fætur og kvaddi Ástu hún spurði hvert ég væri að fara og ég sagði henni að Garðar hefði fundið út eitthvað um yfirman Luck. Ásta brosti bara og sagðist ætla hringja sig inn veika í vinnunni í dag henni veitti ekki að svefni en vildi fá að fylgjast með gangi mála. ,,Ég tala við þig seinna í dag” kallaði ég á leiðini út um dyrnar.

fimmtudagur, júlí 31, 2003
Eftir að Luck hafði sagt okkur allt sem hann vissi, slepptum við honum. Ég sagði honum áður en við slepptum honum að hann mætti ekki koma nálægt Ástu aftur. Hann var tregur að viðurkenna að hann þekkti hana. Það var ekki fyrr en ég lýsti fyrir honum hvað ég sá í svefnherbergisglugganum hjá Ástu að hann viðurkenndi það. Hann lofaði því að láta hana vera maldraði lengi í mótinn og sagðist vera hrifinn af henni. Ég sagði honum að hún hefði engan áhuga á honum og vildi aldrei sjá hann aftur. Ég vissi samt að það var ekki alveg rétt en eins og málin stóðu þá var það ekki áhættunar virði að láta þau hittast.

Við Garðar forum beint heim til Ástu þar sem hún hafði steinsofnað. Ég bað Garðar um að fá að halda áfram með þetta á morgun. Hann samþykkti það og við ákvaðum að láta málið bíða alvarið til morguns enda veitti okkur ekki af svefni. Garðar fór heim en ég lagði mig í sófanum hjá Ástu. ÉG ætlaði að tala við hana í fyrramálið.


miðvikudagur, júlí 30, 2003
Þetta hafði farið gerst ótrúlega hratt eftir að Luck vaknaði. Fyrst var hann allveg brjálaður og reyndi að losa sig og blótaði heil ósköp á ítölsku. Þarna var það komið í ljós hvers lenskur hann var í raun og veru. Við höfðum skoðað vegabréfið hans og allar upplýsingar um sem við fundum hjá Þjónustunni. Þar kom allastaðar fram að hann væri frá Frakklandi enda talaði hann óaðfinnanlega frönsku og var greinilega búin að vinna vel í því að þykjast vera franskur. Hvers vegna vissum við ekki. Mér fannst líklegast að það tengdist þessu verkefni í Frakklandi. Allt sem hafði gerst undanfarið virtist beinast að því. Og ekki bara verkefninu mínu í Frakklandi heldur líka mér persónulega. ÉG var svo fegin því að við höfðum náð Luck áður en hann fór að sækja meira á Ástu. Guð veit hvað hann hefði gert við hana.

Eftir að Luck róaðist og gerði sér grein fyrir því að hann komst ekki neitt og búið var að góma hann var hann auðveldur. Undir skrápunum var lítill mömmustrákur sem brast í grát og sagði frá öllu í von um að það kæmi honum til góða. Það var skondið að horfa upp á þennan stóra og myndalega mann, klæddan í byssubelti og Armani jakkaföt, gráta eins og lítið barn. Hann var fljótur að segja fyrir hverja hann ynni og hvert var hans hlutverk. Hann vann fyrir S-hópinn í Þýskalandi. Hann og Pabló höfðu unnið saman fyrstu árinn hjá S-hópnum og þekktust því vel. Pabló hafði staðið sig vel stundum á kostnað Luck. Eftir tveggja ára samvinnu var Pabló falið verkefni sem Luck vissi ekki um og Luck var settur í léttar verkefni. Það hlakkaði í Luck þegar hann sagði frá samvinnu þeirra Pablós og þegar upp kom um gervi hans. Luck hafði lengi ekki fengið að vita hvert var nýja verkefni pablós hjá S-hópnum. Í fyrst var honum allveg saman en eftir nokkurn tíma í léttum og leiðinlegtum verkefnum ákvað hann að fara grenslast fyrir um hann. Hann komst að því að Pabló ynni í dulargerfi hjá Þjónustunni til að komast til mergjar í Frakklandsmálinu og grafa undan starfsemi Þjónustunnar. Luck ákvað að hefna sín á Pabló og lak því upplýsingum til réttra aðila og varð því til þess að upp komst um gervi hans. Á sama tíma var honum þó falið að njósan um okkur Pabló fyrir S-hópinn og nú var komið upp um hann. Pabló vissi ekki um þessar njósnir.

ÉG hálf vorkendi honum. Hann var alls ekki eins klár og hann virtist vera. Bara fremur seinheppin njósnari sem virtist óvart hafa farið að vinna fyrir ein verstu njósnasamtök heimsins. Hann sagði okkur hver yfirmaður sinn væri hjá S-hópnum og eina verkefni sem honum hefði verið falið var að fylgjast með ferðum mínum og Pablós og taka myndir til að senda höfðustöðvum S-hópsins í Berlín. Myndirnar sem ásta fann hjá CODE hafði hann sent höfuðstöðvunum en sagðist ekki hafa hugmynd um hversvegna þær voru sendar til Íslands. Það var greinilegt að við höfðum ekki náð stórlaxi í málinu en hann kom okkur þó á sporið.

fimmtudagur, júní 05, 2003
Vá, því líkt og annað eins sem hafði gerst undanfarna daga. Í sjálfu sér var mikill léttir yfir mér, ég fann hvernig þungu fargi hafði verið létt af mér. Ég lá upp í rúminu heima, það var sunnudagsmorgun og ekkert að aðhafast. Ég lokaði augunum og horfði yfir atburði undangengina daga. Það er allveg með ólíkindum hvernig þetta allt saman hafði gengið hratt fyrir sig. Í fyrsta skipti á mínum ferli hjá leyniþjónustinni sá ég hversu stórt og gott þetta batterí er og vinnur vel þegar mikið liggur við. Já það er nefnilega ekkert grín þegar heil leyni ,,góðgerðarstofnun" stendur fyrir því að óvinir þeirra ætli að ljóstra upp leyndarmálum þess, þ.a.e.s. að segja öllum heiminum fyrir hverju hún stendur. En markmið stofnunnarinnar er að fara huldu höfði og bæta rétt allra í heiminum.

laugardagur, maí 10, 2003
Luck var ekki lengi að sofna, leikurinn sem hann var að horfa á var ekki hálfnaður þegar Luck var farinn að geispa ótrúlega mikið og loks á síðustu mínútum leiksins var hann farinn að hrjóta. Vinur hans Garðars var búin að gera ráðstafanir þannig að við kæmumst óséð með Luck út af hótel herberginu. Garðar fór inn og fann vin sinn og þeir hjálpuðust að við að binda Luck og koma honum út af hótelinu og inn í bíl. Þetta var nokkuð áhættusamt enda mikið af fólki á hótelinu og líka út. En þetta gekk allt eins og í sögu og við brunuðum af stað í skemmuna þar sem við ætluðum að yfirheyra Luck. Meðan á þessu stóð hafði ég látið höfuðstöðvarnar vita og beðið um að haft yrði upp á Pauló og að við vildum ná tali af honum.

Við hjálpuðumst að við að drösla Luck inn í skemmu og koma honum fyrir þannig að hann gat ekki farið neitt þegar hann vaknaði. Við settumst við litla borðið í skemmunni fengum okkur kók og biðum eftir að Luck rumskaði. Það ætti ekki að líða á löngu þar til hann færi að rumska.

þriðjudagur, apríl 29, 2003
Vinur Garðars vann á Hótel Borg. Hann hafði sagt Garðari að Luck, eða Mr. Double, væri á hótelinu. Þetta kvöld hringdi hann í okkur og sagði að hann væri nýbúin að panta mat upp á herbergi. Garðar var búinn að kanna allar aðstæður á hótelinu, fara yfir kort og staðhætti. Hann var búin að búa til plan um það hvernig við ætluðum að ná Luck. Við fórum í einum grænum niður á hótelið. Ég klæddi mig upp í þjónustubúning matsendilsins, tók lyftuna úr kjallaranum og upp á 4 hæð með matarbakkann. Þetta var dýrindis nautasteik og rauðvín. Við höfðum komið fyrir mjög steku svefnlyfi í matnum hans og drykk. Það var ekki laust við að ég væri hálfstressuð, ætli hann myndi þekkja mig. Nei þótt ég segi sjálf frá þá var ég í heldur góðu dulargervi, þetta átti ekki að klikka. Ég var með ljósahárkollu, setti á mig gervinef, málaði mig svoldið eftir kúnstarinnar reglum, krosslagði fingur og vonaði það besta þegar ég bankaði á hurðina hjá honum. Það leið svoldil stund þangað til hann kom til dyra. Það var ekki laust við að hann væri svoldið drukkinn. Hann hefur greinilega haft það gaman hérna á Íslandi hugsaði ég með mér um leið og ég tók fatið ofan af disknum, setti eftirlitsmyndavél á góðan stað svo við gætum fylgst með honum og hlerað, allt án þess hann tæki eftir (hope so). Ég óskaði honum góðs matar og gekk út. Ég gekk hröðum skrefum í átt að lyftunni, ég vildi koma mér héðan sem fyrst.
,, Pardon, madam.”
Mér brá ekkert smá, þarna stóðan fyrir aftan mig og kallaði á mig. Guð minn almáttugur hvað ætlar hann að gera?
,,Yes” sagði ég í hálfum hljóðum.
,,I didn´t get any potatoes”.
Ég baðst innilegrar afsökunar og sagðist koma með þær eftir smá stund. Djöfullinn, núna þyrfti ég að fara þangað aftur, það var eitthvað sem ég var ekki allveg til í, en þurfti að gera. Garðar hafði heyrt allt og sagði að það væri allt í lagi, svona væri þetta bara.
Ég þaut niður í eldhús og sótti kartöflur handa mann fíflinu, afhverju þurfti hann að vera svona smámunasamur. Oh, hvað ég hataði hann. Ég tók sömu lyftuna upp á 4 hæð, allveg eins og áðan. En þegar ég kom út úr lyftunni blasti ekki fríðilegri sjón en það sem ég sá fara út úr einu herbergjanna. Guð minn almáttugur, þetta var eingin önnur en Rósa Björk. Hvur djöfullinn er hún að gera hérna? Ég reyndi að láta sem minst fyrir mér fara, steig rólega út úr lyftunni og var heldur álút. Rósa Björk var að sem betur að flýta sér eins og fyrri daginn og þaut að lyftunni. Ég fann samt að hún horfði á eftir mér meðan hún beið en svo var lyftan komin og hún horfin jafn skótt og hún byrtist mér og ég gat haldið mínu áfram. Það sem eftir kom var heldur létt miða við hversu mikið ég hafði miklað það fyrri mér. Ég bankaði og beið, hann opnaði eftir smá stund og horfði varla á mig því það var einhver boltaleikur í sjónvarpinu og allt mjög spennandi.

Úff, nú var þessi hluti búinn, ég sat og var að klæða mig í mín eigin föt. Þaut svo út í sendibíl þar sem Garðar var og dökka konan sem hafði alltaf afhenti mér öll gögn varðandi verkefnin mín. Ég bankaði eftir sérstökum kóða og þau hleyptu mér inn.
Jæja gekk þetta ekki vel? spurði Garðar
Jújú svona þokkalega, ég fékk meira að segja peninga frá honum fyrir vel unnið verk. ;)
Og þarna sátum við og biðum þess að karlinn sofnaði yfir matnum sínum svo við gætum tekið hann föstum tökum og flutt hann leynilega til aðalstöðva okkar í yfirheyrslur.


föstudagur, apríl 25, 2003
Ég sagði Garðari alla sögun og hann hlustaði þögull á. Þegar ég hafði lokið mér af að lýsa atburðunum í smáatirðum þagði hann um stund og sagði svo: ,, Við verðum að fara heim til Ástu strax og athuga málið. Ef hann hefur brotist inn þá kemur hann aftur. En mér finnst mjög skrítið að hann hafi ekki tekið neitt eða að það séu engin ummerki eftir hann." Hann var mjög alvarlegur á svip og virtist þungt hugsi. Eftir smá stund bætti hann við: ,,Hvað sagði Ásta um myndirnar?" Myndinar já allveg rétt. Ásta hafði ekki enn spurt meira um myndirnar né heldur hafði hún fengið þær aftur. Ætli hún hafi ekkert tekið eftir því að þær væru horfnar það hlýtur að vera. Ég sagði Garðari frá þessu og hann var ekki mjög kátur og sagði heldur reiðilega: ,,Geirþrúður hefur ekki lært neitt á þessum árum sem þú hefur unnið fyrir þjónustan eða hvað? Ertu ekki búin að skila myndunum til hennar aftur?" Ég varð vandræðalega og reyndi að skýra það fyrir honum að það hefði ekki gefst færi á því. Hann róaðis aðeins og sagði að við þyrftum að fara eins og skot heim til ástu kíkja á aðstæður og skila myndunum. Myndirnar voru heima. Garðar fór áleiðs til Ástu meðan ég fór heim að sækja myndrinar og finna eitthvað út úr hvað ég ætti að esgja henni að ég væri að fara gera og hún mætti ekki fara heim til sín og ekki koma með mér.

Þegar ég kom inn um dyrnar heima stökk Ásta næstum á mig. Hún var frekar pirruð á svipinn og sagði ákveðið: ,,Jæja Geirþrúður, ég veit ekki hvað þú heldur að þú sért en það er ótrúlega margt sem þú þarft að skýra" Síðna leit hún á nokkrar myndir í sem hún hélt á og sýndi mér svo. Þetta voru myndirnar af mér og Luck. Ásta hélt áfram: ,,Meðan ég er búin að sitja hérna heima hjá þér og má ekki fara neitt án skýringa er ég búin að vera hugsa. Ég sá myndirnar inn á tölvuborði hjá þér ásamt opnum og ósendum pósti til einhvers Garðars þar sem stendur að ég þekki Luck og þú hafi komist að því. Ég var dálítinn tíma að fatta að maðurinn á myndunum er Luck því hann er ekki lengur með þetta síða ógeðslega hár og í þessum ljót fötum og ég hef heldur aldrei séð hann með byssubelti. Af hverju eru þessar myndir sem ég fann fyrir tilviljun þegar þær voru á leiðinni í pósti til Rósu Bjarkar´og ég sýndi þér og þú snérir þig út úr að segja frá, hérna heima hjá þér núna? Síðast þegar ég vissi voru þær heima á vinnuborðinu mínu í miðjum stalfanum innan um vinnuskýrslunar hjá CODE. Sefur þú kannski líka hjá honum Geirþrúður? Vildir ekki segja mér það? Af vherju sagður að hann væri giftur? Þú sagðir mér þegar ég sýndi þér myndirnar að þú héldri við hann og hann væri giftur. Hann hefur allavegann ekki sagt mér að hann sé giftur og han ner ekki með hring, ekki á myndum og ekki núna. Geirþrúður hvað er að gerast? Ég skil þetta alls ekki." Ásta bunaði þessu öllu út úr sér í einu næstum án þess að anda ég heyrði allveg að hún var reið út í mig.

Ég hafði ekki hugmynd um hvða ég átti að segja, ég mundi núna að ég haðfi gleymt a ðsenda póstinn til Garðars í nótt því mér brá svo þegar ásta datt. Ég bara varð vandræðalega og horfði í gólfið. ÉG hafði gersamlega klúðrað þessu bæði gagnvart ástu og þjónustunni. Var hvergi að standa mig fannst mér. Ég byrjaði að reyna útskýra eitthvað og finna upp á einhverju til að segja en það varð hálfgert muldur bara svo ég þagði enn. Eftir smá stundum sagði Ásta: ,,Geirþrúður, hvað er að gerast þú verðu að segja mér frá þessu." Hún var ekki reið í röddinni lengur. Nú var þa ðég sem fór að gráta en ég sagði ekki neitt. Ásta tók utan um mig og reyndi að hugga mig en sagði fátt.Rétt í því hringdi síminn. Ég hrökk við og fattaði að ég hafði ætlað að sækja bara myndrinar og koma mér heim til ástu og hitta garðar svo við gætum skilað myndunum og skoðaða íbúðina aftur. Það var Garðar að hringja og ég svaraði. Ásta sagði ekkert. ,,Hvar ert þú eiginlega?" sagði Garðar strax og var frekar pirraður. Ég reyndi að koma upp orði en var enn með ekka. ,, Ég er heima" stundi ég loks. Garðar þagði örlitla stund og sagði svo: ,,Ekki fara neitt ég kem" Ég sagði ekkert lagði bara á. Það var eina vitið að hann kæmi. Hann var jú yfirmaður minn og átti að taka á þessu klúðri mínu. Ég var líka svo miður mín að ég hafði ekkert ráð í huga. Ásta spurði hver þetta hefði verið og ég sagði henni að þetta væri maður sem héti Garðar og hann væri að koma og frekari skýringa verða að bíða þar til hann kemur. Ég sá á Ástu að hún var pirruð yfir að ég segði henn iekki meira og við þögðum þar til Garðar kom. Ég útskýrði fyrir honum allt sem hafði gerst eftir að ég kom heim, frá ósenda póstinum sem var opin í tölvunni minni, myndunum á glámbekk við hliðna á tölvunni og að Ásta hefði fundi ðþetta og að hún þekkti Luck á myndum. Garðar horfði á mig og sagði: ,, Hvað veit hún?" og benti á Ástu. ,,Ekkert" sagði ég. ,,Verðum við ekki að segja henni þetta? Það var jú hún sem fann myndirnar á leið til Rósu Bjarkar hjá CODE og Luck hefur greynilega verið að elta hana." bætti ég við. Garðar dæsti og Ásta horfði skilningsvana á okkur tvo til skiptis. Loks sagði Garðar: ,,Jæja stelpur mína setjist þið báðar niður ég ætla a ðsegja frá þessu öllu saman." Hann tók loforð af Ástu að spyrja ekki neins í bili að minnsta kosti. síðan sagði hann henni frá því að við ynnum hjá leyniþjónustu og hann væri yfirmaður minn hérna heima en þjónustan væri alþjóðlega. Svo sagði hann frá Pabló og hann hefði verið handteki og rakti síðan ferilminn hjá þjónustinni. Loks kom han nað verkefninu í Frakklandi og Luck. Sagði henni allt. Ásta sat og hlutsaði og sýndi engin svipbrigði. Þegar Garðar þangnaði loks var þögn um stund. Loks sagði Ásta: ,,Ég vil bara frá svar við einni spurningu, hvða gerum við núna?" ,,ER ekki best að við förum heim til þvín Ásta og kíkjum aftur á aðstæður?" sagði ég. Garðar samþykkti það og við héldum öll þrjú af stað. Mér var ómótt og leið illa innan bjórst. Langaði svo að ræða þetta betur við Ástu. Allt um Pabló, Luck íþróttafréttamannin starfið hjá þjónustunni og allt sem þurfit til að hreinsa andrúmloftið.

Það var allt með kyrrum kjörum hjá Ástu. Við fórum inn, Ásta heltu upp á kaffi meðan ég og Garðar fórum og skorðum svarahlurðina. Garðar var hugsi og sagði svo. ,,Geirþrúður varstu ekki búin að skoða þetta?" sagði hann og benti á lásinn á hurðinn. Hann gaf ekki færi á svari og hélt áfram: ,, Þekkirður ekki handbragðið?" ÉG skoðaið þetta betur og fattaði hvað þetta var. ,, Þetta er eins markið sem S-hópurinn setur á allar hurðir sem hann brýtur upp" sagði ég og bætti við: ,, Luck er hluti af S-hópnum" Garðar kinkaði kolli. ,, Við verðum að ná tali af Pabló" sagði ég strax. Garðar var sammála því og við fórum fram í eldhús til Ástu að segja henni þetta og útskýra S-hópinn fyrir henni yfir kaffibollanum.

miðvikudagur, apríl 23, 2003
Sjonni skildi ekkert í því afhverju Ásta væri með mér, en mundi svo eftir hvað hafði komið fyrir um nóttina, og skildi það mjög vel. En hann misti sig alveg þegar ég sagði honum svo frá framhaldinu, hvað hafði gerst heima hjá Ástu.
Meðan Ásta var upptekinn við að skoða málvek, var Sjonni að búa til allskona útskýringar á því afhverju brotist hafi verið inn til Ástu.
Ein var þannig að innbrotsþjófurinn hafi varið húsavilt, þessvegna hafi engu verið stolið. Önnur var þannig að þjófurinn hafi bara komið í rannsóknar laiðangur og tekið myndir sem hann sýndi svo aðal guttanum í þjófa klíkunni, sem myndi svo ákveða hverju ætti að stela og hverju ekki.
Og þannig hélt þetta áfram yfir daginn.
Ástu fannst bara voða gamann að ver með okkur, við forum á Brensluna í hádeginu og fengum okkur að borða, og höfðum það bara fínt, ég og Sjonni reynduð að fá hana til að hugsa um eithvað annað en liðna nótt. Sögðum hennir sögur af skrítnum viðskipta vinum og svona. Hlógum okkur máttlaus af einhverri bandarískri kellingu sem varð alveg brjáluð þegar við leyfðum henni ekki að taka hundinn sinn með inn. Hún ætlaðist einnig til að við myndum passa hann úti, nema að það var full að gera í gallerínu og við höfðum engann tíma til að passa hunda og myndum þar að auki aldrey fara að passa einhvern rottuhund. Hún varð alveg brjáluð og sagðist sko ekki kaupa neitt á þessum stað, en viti menn, hún skildi littla hvutta eftir úti kom inn og skoðaði og á endanum fór hún út með dýrasta málverkið, og við veinuðum úr hlátri.
Sjonni hleypti okkur heim klukkann fjögur og ég fylgdi Ástu heim til mín, og fór svo að hitta Garðar, sagði Ástu að ég þyrfti aðeins að kíkja til mömmu.


mánudagur, apríl 14, 2003
Ásta hringdi á lögguna sem ætlaði að koma og kíkja á aðstæður. Þetta var nú meiri nóttin. Á meðan Ásta hringdi, hringdi ég í Garðar og spjallaði við hann. Hann sagði mér að þau væru að rekja slóðir Luck. Hann var að frétta að hann byggi á Hótel Borg, væri búinn að vera þar í nokkrar vikur og skráði sig inn sem Mark Double. Ég ætlaði að vera hérna hjá Ástu þar til löggan væri farin og ég þyrfti að fara í vinnuna. Svo ætlaði ég að rannsaka þetta betur með Luck. Hitta Garðar og fara yfir plan um það hvernig við gætum gómað kauðann.
Löggan tók skýrslu af okkur og fingraför af hinum og þessum hlutum í húsin, svalahurðinni og annað. Þeir voru þarna í rúman klukkutíma og aumingja Ásta allveg að farast úr hræðslu. Þegar klukkan var að verða níu sagði ég henni að ég ætlaði að koma mér vinnuna en ég sá á henni að henni stóð ekki á sama um að vera ein.
Kemuru ekki bara með mér?
Nei ég vil ekki vera að trufla þig í vinnunni.
Hva, láttu ekki svona, það er ekki eins og þú talir mann í kaf og maður geti ekkert unnið fyrir þér. Láttu ekki svona kondu bara með, mér finndist það bara gaman. Það verður örugglega rólegt.

sunnudagur, apríl 06, 2003
Ég hljóp inn til hennar og í leiðinni greip ég með mér stóra kertastjakann sem var á ganginum, ég hentis inn og öskraði samtímis “ láttu hana í friði ógeðið þitt annars drep ég þig, ég vara þig……………” Ásta öskraði á mig skít hrædd og skildi ekkert í neinu. “ Geirþrúður hvað er að þér? Hvað er að gerast?” Og þá áttaði ég mig, þarna lá Ásta ein í herberginu. Ég spurði “ hvað kom fyrir? afhverju varstu að öskra og það blæðir úr höfðinu á þér”. Ásta sagði æst “ mig dreymdi hræðilegan draum, að það væri einhver hér inni hjá mér og ég ætlaði að standa upp en þá valt ég fram úr rúminu og henti lampanum um koll og hann brotnaði og ég skar mig. Og svo kemur þú æðandi hér inn og hótar að drepa einhvern, drepa hvern?

Ég settist við hliðina á henni og tók utan um hana, þurkaði blóðið og sagði henni að það hafi einhver brotið upp lásinn að svalahurðinni og að ég hafi haldið að það væri einhver inni hjá henni.

“Ha!!! Brotinn lásinn? Guð! Við veðrum að athuga hvort það sé búið að stela einhverju og hringja á lögguna og sjitt!!! Helduru að einhver sé hér inni??”
Ég sagði henni að ég hafði ekki séð að neitt vantaði svona í fljótubragði, og að ég væri búinn að fara næstum um alla íbúðina og hafi ekki fundið neinn.


miðvikudagur, apríl 02, 2003
Mig langar heim, oh mér líður svo illa ég verð að komast heim og upp í rúm og liggja í þynnku með extra hausverk.
Já já ég skal keyra þig heim ef ég fæ að vera hjá þér þangað til ég á að mæta í vinnuna. Mér leist nefnilega ekkert á að skilja Ástu eftir eina heim, hvað ef hann skildi koma hvað skildi hann þá gera við hana?
Já, takk. Mér er allveg sama þó þú sért þar þú getur tekið uppáhaldsþættina þín með og glápt á þá. Ásta brosti aumkunnarlega framan í mig.
Æiii... greyið stelpan, allt mér að kenna, bara af því ég vildi vita af þessum Luck.
Klukkan var að verða sex og þrír tímar þangað til að ég átti að mæta í vinnuna. Ég dröslaðist með Ástu upp tröppurnar og hjálpaði henni að leggjast í rúmið. Sagði henni að þegar ég væri farin þá skildi hún hringja í mig ef eitthvað kæmi uppá. Ég færi um 9 og væri búin klukkan 2 og ætlaði þá að koma og kíkja á sjúklinginn minn. ;)
Ég settist inn í stofu og skellti spólunni í tækið, hitaði mér kaffi og ristaði brauð í róleigheitunum. Mér var litið út í garð þar sem sólin var byrjuð að skína á fallegu trén og eitt og eitt tíst í fuglunum. Ég ákvað að kíkja aðeins út og njóta góðaveðursins þegar ég sá allt í einu að það hafði verið fiktað við lásinn á svalahurðinni. En þetta var ekki eftir mig því núna var búið að brjóta hann upp. Ég fékk sting fyrir hjarta og það byrjaði að slá örar. Ég þóttist opna hurðina eins og ekkert væri og leit út og á lásinn að utanverðu, hann var allur í hakki. Skildi Luck vera hérna? Ég þorði ekki að hugsa svo langt ég vonaði bara að það hefði einhver óprúttinn náungi komi og stolið einhverju, en hverju. Allt var á sínum stað. Ég hallaði hurðinni og fór að labba varlega um íbúðina. Skoðaði eldhúsið betur, baðherbergið, vinnuherbergið, stofuna en var samt ekki viss hvort ég ætti að fara inn til Ástu. Skyndilega heyrði ég brothljóð og ægilega píkuskræki frá Ástu. Guð minn almáttugur hann var þá þarna inni.

sunnudagur, mars 30, 2003
Mér var svo um þegar ég heyrði í Ástu að ég hlóp fram án þess að hugsa um að loka póstinum sem ég var að senda Garðari. Þegar ég kom fram í stofu lá Ásta á gólfinum með símann sinn í annarri hendi en hélt um auga með hinni. Ég leit á hana þar sem hún endurtók aftur og aftur: ,,Eru þetta síðustu stundir lífs míns Geirþrúður?" Ég reisti hana við og spurði af hverju hún héldi um augað. Ásta svaraði ekki en hélt áfram að spyrja mig hvort þetta væri síðust stundi lífs hennar. Hvað gerist eigilega spurði ég og reyndi að fá Ástu til að svara. Meðan ég spurði aftur tók ég hendina frá auganum á henni og sá að hún var með stóran skurð við augabrúnina. Ég endurtók spurninguna um hvað hafði gerst en Ásta virist ekki vera með sjálfri sér. Ég kom henni fyrir í sófanum og bað hana að bíða meðna ég sækti plástur og eitthvað til að hreinsa sárið. Ásta hélt enn fast í símann sinn og þegar ég stóð upp sá ég að það var ekki lagt á. Á skjánum stóð: Samtal við Luck. Ég reif síman af Ástu og skellti á. Ásta hafði þú hringt í hann og hann heyrt í mér. Hann gat hugsanlega staðsett símann hennar Ástu og þá vitað um okkur báðar hér. Ég varð skelfingu lostinn, hvað átti ég nú að gera? Ég ákvað að það þýddi lítið annað þessa stundina en að reyna fá Ástu til að segja frá. Ég byrjaði því á að sækja þvottapoka volgt vatn og sjúkrakassann til að þrífa henni í framan og loka sárinu. Best væri að fara ekkert á Slysastofuna til að byrja með. Ég þvoði Ástu í framan og hreinsaði sárið og hún virist vera í hálfgerðu móki. Líklega hafði hún dottið á hornið á stofuborðinu. Ég reyndi að halda uppi samræðum við hana en hún virist vera að sofna. Mér var hætt að lítast á blikuna og ákvað að hringja í Sjonna. Bróðir hans var læknir og gat komið til okkar. Ég vildi ekki hætta á að fara út með Ástu svona, það tæki tíma fyrir Luck að leita uppi nákvæma staðsetningu á símanum hennar Ástu svo við vorum enn sem komnar er óhulta hérna.

Sjonni og bróðir hans komu eftir rúma hálf tíma og bróðir hans læknir sagði að ekkert alvarlegt amaði af Ástu, hún væri bara búin að drekka og mikið og hefði bersýnilega komist í uppnám en ég ætti bara að leyfa henni að sofa. Ég var mjög fegin og ákvað að vaka sjálf og vera á varðbergi í nótt. Áður en Sjonni og bróðir hans fóru spurði Sjonni mig af hverju Ásta hefði komist í uppnám. Ég sagði honum að við hefðum verið að þræta um íþróttafréttamanninn. Hann tók því trúanlega og þeir fóru. Ég ákvað að fara bara að taka til til að halda mér vakandi og fylgjast með Ástu. Ég tók til í stofunni og eldhúsinnu, þurkaði af borðum og stólum, vaskaði upp og það var langt síðan það var svona fínt heima hjá mér, éghafði orðið aldrei tíma til að taka meira til en rétt til að sýnast. Þegar ég var búin leit ég á klukkuna og sá að hún var að verða fimm. Ákvað að skella einum My so called life þætti í tæki og glápa á hann meðan ég biði eftir því að Ásta rumskaði. Ég var varla sest í sófann þegar hún byrjaði að billta sér og loks opnaði hún augun í settist upp í skyndi. ,,Geirþrúður, hvað gerist?" var það fyrsta sem hún sagði. „Ég ætti nú frekar aðspyrja þig" sagði sagði ég við hana. „Þú varst að segja mér frá Luck þegar ég fór á klósettið og allt í einu varst farinn að hrópa á hann og svo virðistsem þú hafir dottið á hornið á borðinu og fengið slæman skuð við augabúrina" hélt ég áfram. ,,Þú vilt kannski sega mér meira frá þessum Luck?"
Ásta kom við sárið og leit í kringum sig og svo á mig hálf rugluð. ,,Já ég hringdi í Luck þegar þú fórst á klósettið bara til að heyra í honum. Ég hringi oft í hann þegar ég er full og þá kemur hann oft og sækir mig og við förum heim til mín" sagði Ásta og hélt áfram ,, ég sagði honum ekki hvar ég var því að rétt þegar ég var að standa upp þá hrasaði ég og hef þá líklega lent á borðinu síðan man ég ekki meir"
,, Sagði hann ekkert við þig Ásta?" spurði ég og bætti við: ,,Þú spurðir mig aftur og aftur hvort þetta væri síðust stundir lífs þíns" Ásta varð hugsi og sagði svo eftir stutta þögn ,,Það er eins og mig minni að hann hafi eitthvað verið að tala um að ef ég færi ekki gætilega og segði engum frá honum þá myndi fara illa fyrir mér. Það var þá sem ég stóð upp því ég var svo reið og þú veist að ég mér finnst betra að rökræða við fólk þegar ég stend" sagði hún. Mér varð heldur brugðið við þessa frásögn, hann hlaut að hafa heyrt tautið í henni áður en ég lagði símann á og heyrt í mér. Ætli hann hafi þekkt í mér röddina?

laugardagur, mars 29, 2003
Luck Luck, Luck ég er svo full heyrði ég ástu segia um leið og ég heyrði stórann skell.... stuttu seinna stundi Ásta: „Eru þetta síðust stundir lífs míns Geirþrúður?“

miðvikudagur, mars 26, 2003
Því lík snilld. Ásta hafði komið með það. Luck, Luck... here I come... Hann er nú meiri þrjóturinn, tælir vinkonu mína til þess eins að ná mér.
,,Ertu eitthvað að deida hann?”
,,Æ, það er svona upp og ofan, ég veit eiginlega ekki, við erum ekki beint saman. Þetta er frekar svona ummm ég veit ekki, sofi hjá samband. Ég skammast mín hálfpartin fyrir að segja þetta, ég helt að ég væri ekki mannenskja í þannig samband. En það getur víst allt komið fyrir.”
Ég sagði Ástu að ég ætlaði að skreppa á klósettið, en í staðin þaut ég í tölvuna mína og sendi Garðari mynd af kauðanaum og nafnið og bætti því við að hann væri að deida vínkonu mína þannig að ég vildi hann burt sem fyrst.


þriðjudagur, mars 25, 2003

“Ásta hvað meinaru með að vera orðinn ástfánginn ?? Og af engum öðrum en íþróttaálfinum ?? Þú getur kanski sagt mér hvernig maður verður ástfanginn á tveim vikum??” sagði ég glottandi. “ Manstu ekki þegar við vorum að gera mega grin af Siggu þegar hún sagðist vera orðin yfir sig ástfanginn eftir að vera búinn að þekkja guttann í viku.
Ásta horfði mjög skrítinn á mig, og fór svo að hágráta. Ég knúsaði hana og leyfði henni að jafna sig aðeins og spurði svo varlega hvað væri að. “ Æ Geirþrúður það er bara allt að, ég veit ekkert hvað er að mér, ég er bara einhvernveginn alveg lost í þessu, íþróttafréttamaðurinn, Luck og allt það” Þarna greip ég andann á lofti, HA!!!!! “ Luck!!!, hver er það, og hvað með hann ???” Já sagði hún og saug upp í nefið. “Það er þetta með hann, æ hann er maður sem ég hitti einusinni á djamminu, það var ótrúlega fyndið, hann var alltaf á sömu skemtistöðunum og ég, ég var alltaf að hitta hann. Það var eins og hann væri að elta mig eða eithvað sagði hún glottandi. “Vá hvað þú gæti ekki haft meira rétt fyrir þér núna Ásta mín” Hugsaði ég. Svo rak hann sig utan í mig einu sinni og krafðist þess að bjóða mér drykk og ég sagði auðvita já takk, og valid eithvað sem er MJÖG dýrt á barnum, miðnes í Bombey gini”


miðvikudagur, mars 19, 2003
Hvers vegna í ósköpunum þarf þetta allt að vera svona. Ég ætti bara að snúa við og hlaupa á eftir Ástu og segja henni allt saman. Allt, frá vinnunni minn, íþróttafréttamanninum, klemmunni sem ég er í núna, bara allt. Labba bara upp að henni og segja; ,,Hey ég átti alltaf eftir að segja þér að ég vinn hjá leyniþjónustu Íslands og því haga ég mér svona undarlega stundum. “ Nei ég gæti það ekki hún myndi náttúrulega bara hlægja af mér, og ég mindi standa fyrir framan hana eins og kúkur. Afhverju er Ásta með íþróttafréttamanninum hvað er málið… Bíddu, bíddu, bíddu, vent lít. Ásta og íþróttafréttamaðurinn hittust fyrir tvem vikum og það er innan við vika síðan ég sá krimman koma út frá henni þar sem þau höfðu verið að ríða…Ég trúi þessu ekki var Ásta að halda framhjá? Hvað er málið með hana? Ég trúi þessu ekki, það getur ekki verið mikil ást á milli Ástu og íþróttafréttamannsins. Ég held að ég sé að vera geðveik. Ég bý örugglega í einhverjum heimi þar sem fólk gerir í því að gera mér lífði leitt. Nei ég veit ég bý í svona sjónvarps þætti eins og Jim Carrey bjó í þar sem fólk fylgdist með honum nótt sem dag… já það er málið, þetta hlýtur bara allt saman að vera einn stór djókur.
,,Geirþrúður, GEIRÞRÚÐUR, ertu að verða vitlaus eða hvað?”
Það var Sjonni sem var að kalla á mig í þann mund sem ég var að fara fram hjá horninu á Gallerýin og sýndi alls engin merki um að vera á leiðinn þangað. Það var ekki fyrr en þá að ég áttaði mig á því að ég hafði gengið alla þessa leið með höfuðið ofaní götunni og vissi ekkert hvert ég var komin. Ég bara gekk og gekk, hugsaði og hugsaði.
,,Er ekki allt í lagi, Geirþrúður þú ert eitthvað svo… utan við þig.”
,,Jújú, ég er bara að hugsa svo mikið, Ásta sagði mér að hún væri byrjuð að deida íþróttafréttamanninn.”
,,Hún að deida honum, neeehei það getur ekki verið.” Sagði Sjonni og það var stórt glott á andlitinu hans.
,,Víst, hún var að segja mér það bara núna rétt áðan. Afhverju segiru að hún geti ekki verið að deida hann?”
,,Af því að hann er en þá með Kollu Artí.”
Ég var ekkert smá vegis hissa. ,,Djöfulsins melurinn, nei það getur ekki verið. Þau eru búin að vera að deida í tvær vikur.”
,,Jújú ég er að segja allveg satt. Ég sá þau í gær saman á kaffihúsi og ekkert smá happy.”
,,Ég trúi þér ekki, ég verð að hringja í Ástu og segja henni frá þessu, svo förum við bara í kvöld og berjum kauðan. Ertu ekki til?”
,,Ekki allveg, ertu ekki heldur hörð á þessu? Ég veit ekki…”
,,Ég læt engann koma illa fram við vini mína, það eitt skal ég segja þér að er satt.”
Núna horfði Sjonni á mig forviða og ég endurtók í huganu það eitt skal ég segja þér að er satt. Hvað meinti ég með þessu, og ég held að hann hafi verið jafn hissa á þessu og ég. En í þann mund sem hann ætlaði að fara að spyrja eitthvað kom kúnni inn og ég stökk til og afgreiddi hann. Ég reyndi að hafa sem minnst samskipti við hann það sem eftir var dagsins og forðast ,,djúp” samtöl.
Ég var ekki fyrr búin að loka útidyrahurðinni þegar síminn hringdi. Hver skildi vera að hringja í mig?
,,Halló”
,,Hæ, ´etta er Ásta. Varstu ekki farin að sakna mín? Verður þú ekki heima núna í kvöld? Má ég ekki bara kíka til þín núna?”
,,Jújú, ég verð heima kondu endilega.”
Jæja núna ætlaði ég sko að gera athlögu að Ástu, draga þetta upp úr henni hvað sem það kostaði. Ég vil fara að komast til botns í þessu máli. Ég var að semja plan í huganum um það hvernig ég ætlaði að varpa sprengjunni á hana.
Ásta kom um hálf sjö, hún var með fangið fullt af snakki, bjór og pizzu! Þetta leit ekkert smáeigis vel út. Og skyndilega ákvað ég að breita planinu. Við ætlum að verða fullar í kvöld, eða réttast sagt hún og þannig fengi ég hana til að segja mér það sem ég vil heyra. Hún er ekki sú eina sem á bjór, ég á nefnilega bjór síðan… ég veit ekki hvenær. Þetta ætti að verða skemmtilegt, eða þannig, málið er að Ásta verður alltaf svo málglöð þegar hún fær sér neðan í og þegar það liggur eitthvað illa á henni og þá lætur hún það bara gossa sem hún og gerir ekki alla aðra dag.
Við byrjuðum á léttu spjalli, og það var eins og við heðum ekkert hisst fyrr um daginn. Ásta var komin vel á fimmt bjórinn þegar ég ákvað að fara að ýta að henni spurningum.


mánudagur, mars 17, 2003
„Kynna þig fyrir honum?“ hváði Ásta. „Ég veit nú ekki betur en þú þekkir hann mjög vel“ hélt hún áfram og lagði mikla áherslu á orðið mjög. Hún kímdi út í annað. Ég var bara svo rugluð. Ég hafði átt von á að hún væri ástafangin af krimmaútlengingum eða hún ætlaði að segja mér frá honum svo þetta var bara það eina sem mér datt í hug. Auðvitað þekkti ég íþróttafréttamanninn. Ég hafði nú aldreilis þekkt hann á undan henni!

Ákvað að ræða þetta ekki meira í bili. Ég yrði að fá upplýsingarnar um krimmaútlenginn sem læddist út frá henni seinna. Nú vissi ég bara ekkert hvernig ég ætti að fara að því. Ég var allveg búin að ákveða að lokka þetta uppúr henni en svo bara allt í einu sagðist hún vera ástfangin. Ég hugsaði með mér að hver verður ástfanginn á tveim vikum! Er það ekki heldur sterkt til orða tekið. Ég vil nú frekar bara kalla þetta greddu. Æii ég var eiginlega smá fúl yfir þessu. Bæði að hún skyldi vera með íþróttafréttamanninum og að ég hafði ekki fengið neitt uppúr henni með krimmaútlenginn.

Við sögum ekki mikið meira. Mér fannst Ásta vera eitthvað miður sín yfir að ég hafi tekið þessu svona illa. Ég var bara ekki undirbúin að segja henni neitt. Mig langaði ekkert að segja henni að ég væri enn hrifinn af honum það var bæði ekki satt og það myndi skapa fleiri vandræði og ekki gat ég sagt henni sannleikan. Ég var orðin svo þreytt á þessu bölvaða lygavef alltaf hreint. Ég kastaði kveðju á ástu fyrir utan Brennsluna og reyndi að vera hess en gekk í þungum þönkum upp laugarvegin aftur á leið í Gallerýið.

,,Íþróttafréttamaðurinn" stundi ég upp eftir henni. Mér var ekkert smá brugðið. Hún og íþróttafréttamaðurinn en ég hélt... já og Kolla... og ,,ha?" sagði ég síðan.
,,Hvað meinaru með, ha?"
,,Nei mér bara datt ekki í hug að þið... ég meina að þú værir eitthvað að pæla í honum. Var hann ekki með... Hérna, hvenær, hvar, hvað, hvernig, hversvegna...?"
Ásta sat á móti mér og starði bara á mig vegna þessara fáránlegu viðbragða minna við þessum fréttum. Ég var svo hissa, ég vissi bara ekki hvað ég átti að segja eða hvernig ég átti að haga mér.
,,Rólega Geirþrúður, ertu eitthvað óánægð með þetta?"
Ég reyndi að brosa ,,Ne, nei nei alls ekki. Eru þið búin að vera að deida eitthvað, í einhvern tíma meina ég?"
,,Nei nei ég hitti hann á djamminu um þar síðustu helgi, við vorum bæði hálf edrú og eitthvað svo lost í vina hópnum okkar. Óli vinur hans og Begga vinkona mín þekkast og ég skellti mér á djammið með þeim og hittum hann og einhvern vegina náðum við þarna saman. Við spjölluðum um heima og geyma, rölltum bara saman í bænum. Svo hringdi hann í mig og við erum búin að hittast nokkrum sinnum eftir þetta."
,,Ertu ekki að grínast en hvað með hinn..." nei nei nei GEIRÞRÚÐUR haltu kjafti. Hvað er að þér, ekki segja þetta!!!
Ástu var brugðið. ,,Hinn hvað? Um hvað ertu að tala?"
,,Nei ég meinnti ekki hinn hvað, ég ætlaði að segja hvað með hina, ég helt að hann hefði verið á eftir einhveri annari. Æi ég veit ekki, maður heyrir þessar kjaftasögur út um allt." Úfff, þarna slapp ég vonandi fyrri horn, en ætli Ásta viti af Kollu?
,,Ég held að það sé enginn önnur, hann sagði mér allavegana ekki frá neinni annari. Geirþrúður, er einhver önnur? Veistu eitthvað?"
,,Nei nei ég veit ekkert hélt að hann hefði verið að slæpast með einhverri en veit ekki meir, sel það ekki dýrara en ég keypti!"
,,Jæja, eigum við ekki að hætta að tala um þetta. En mér finnst frábært að þú skulir vera farin að deida gaur, hann er eflaust mjög fínn. Þú verður af fara að kynna mig fyrir honum."

föstudagur, mars 14, 2003
Ég var með nettan hnút í maganum þegar ég labbaði niður á Brennslu rétt fyrir hádegið. Ég var samt mjög fegin. Ásta hafði hringt í mig fyrr um morguninn og beðið mig að hitta sig í hádeginu. Ég var komin á undan Ástu og settist á borðið okkar í horninu uppi. Ég var pínu stressuð og renndi snöggleg í gegnum matseðilinn. Það var svo sem ekkert nýtt á honum. Held að ég hafi bara smakkað allt saman. Langaði einhvern vegin ekki í neitt sérstakt en ákvað á endanum að fá mér súkkulaðiköku og kaffi. Þegar ég var að klára panta koma Ásta og settist á móti mér. Hún var mjög hress og brosti út að eyrum. „Bara það sama“ sagði hún við þjóninn.

Ásta byrjaði að spjalla og eftir stutta stund vorum við komnar í hörku samræður rétt eins og venjulega þegar við hittumst. Ég var eiglega bara búin að gleyma erindinu mínu við hana. Mér fannst alltaf svo gaman að spjalla við Ástu. Eftir nokkrar kjaftasögur og skemmtilegt slúður sagði Ásta allt í einu: „Veitu það Geirþrúður, ég held ég sé ástfangin“ Hún var ekki eins geislandi glöð þegar hún sagði þetta og mér fannst hún vilja segja eitthvað meira. Ég fékk nátturlega hnút í magan og missti næstum andlitið. Ekki datt mér í hug að hún væri strax orðin ástfangin af þessum fjandans krimma. Ásta sá viðbrögð mín og spurði: „Svo þig grunaði þetta?“ Ég varð eiglega enn meira hissa og vissi hreint ekki hverju ég átti að svara. „Grunaði að þú værir ástfangin??“ stundi ég upp úr mér. „Já“ sagði Ásta og bætti við „þú veist sem sagt hver þetta er?“ Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti ég a ðsegja við hana ég átti ekkert að vita um þennan gæja en af hverju hélt þá Ásta að ég vissi þetta. Ég setti mig í lygastellingarnar sem ég nota þegar ég þarf að þykjast vera einhver önnur en ég er og sagði blátt áfram „Nei ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, hver er þetta eiglega???“ Ásta varð hálf skömmustu leg og það var nú ekki líkt henni þegar hún var í þessum hugleiðingunum. Eftir smá þögn sagði hún: „Það er íþróttafréttamaðurinn"

fimmtudagur, mars 13, 2003
Við ákváðum að hittast í skemmunni eftir hálftíma. Þar var svefnsöm nótt úti. Ég klæddi mig og hentist út, var kominn í skemmuna aðeins á undann Garðari, gerði bara myndina af manninum tilbúna, svo Garðar gæti séð hann, kanski þekkir hann manninn.
Garðar kom á mínútúnni, og ég sýndi honum myndina, hann horfði lengi á myndina, og var lengi að átta sig, hann var viss um að hann hafði séð hann áður, en hann mundi engann veginn hvar, ég sagði honum frá því hvar ég hafði séð hann í París.
Við ákváðum að senda myndina út, þar sem sérfræðingar gætu sett myndina í einhvern gagnagrunn og hugsanlega komist að því hver þetta væri. Á meðann var það mitt hlutverk að fara til Ástu í hádeginu og spyrja hver þetta væri, og hvernig hún hafði kynst honum.

Eftir þetta fór ég heim til að reyna að sofa, klukkan var rúmlega sex, og ég gæti sofið í svona 2 tíma, en mér tokst það ekki, ég var of upptjúnnuð. Ég ákvað eftir margar billtur í túminu að skella mér bara í sund. Ég tók mig til og fór í Sundhöllina, synti nokkrar ferðir með gamla fólkinu, vá ég var búinn að gleyma hvað það er yndislegt að skella sér í sund svona snemma, allar gömlu konurnar með bleikur hrukkóttu sundhetturnar og kallarnir í pottinum að tala um heimsmálinn.
Ég var svo bara mætt snemma í vinnuna aldrei þessu vant, og Sjonni ekki einusinni mættur.
Ég velti því bara fyrir mér hvað ég ætti að segja við Ástu, hvernig ég ætti að koma orðunum frá mér. Spyrja ekki of grimmt og gera hana forvitna, ég var bara forvitinn vinkona að spyrja um strák, ekki um einhvern krimma.


þriðjudagur, mars 04, 2003
Hvernig í óskupunum hafði Ásta hitt hann, nú fór heilinn alveg á flug. Eða hafði það verið þannig að hann hafi hitt Ástu, og það hafi EKKI verið tilviljun að hún skuli vera ein af mínum bestu vinkonum. Myndirnar!, Ætil hann hafi séð þær, þær voru á náttborðinu, og það er mjög lílegt að þau hafi verið í svefniherberginu. "guð minn góður, í hvað er ég búinn að koma mér??" Ég verð að hringja í Garðar, vegna þess að það yrði að gera eithvað með Ástu, hún gæti verið í hættu.
Ekki gat ég hringt í Ástu og spurt hana um þennan gaur, vegna þess að þetta var greinilega eithvað sem var leyndó, ég gæti sagts hafa sé þau út undan mér einhvertíma, en svo getur líka vel verið að hann komi bara alltaf til hennar. Hei ég gæti náttútulega sagt að ég hafi ætlað að koma í heimsókn, en þegear ég kom hafi ég séð geðveikt myndó mann fara inn til hennar og hafi ekki viljað trufla. Já ég geri það, en ekki fer ég að hringja núna, klukkan er rétt rúmlega 4.
Hvað ætlaði hann sér með Ástu, hann hlýtur samt að vera búinn að komast að því að hún veit ekkert um mig, nema auðvita myndirnar, hann gæti haldið að hún vissi eithvað ef hann er þegar búinn að sjá myndirnar. "Arrrrggg"
Hver var þessi maður ? hvað vill hann ? hvað var hann að gera í París ? Afhverju er hann að eltast við mig, hvað hef ég gert ?
Ég hringdi og vakti Garðar, hann varð smá pirraður en þegar hann var kominn út ur draumaheiminum þá áttaði hann sig, þetta gæti verið alvarlegt, það yrði eithvað að gera í málunum ekki seinna en núna.

mánudagur, mars 03, 2003
Ég fór nokkrum sinnum í gegnum spóluna án þess að ég kæmist til botns í því hvaða maður þetta var. Ég fór fram og hellti upp á kaffi. Mér veitti ekki af ef ég ætlaði að vaka yfir þessum spólum. Þessar spólur voru bara besta svefnlyf sem hægt var að hugsa sér. Það versta var að mig fór alltaf að dreyma sama drauminn, Pabló, Sigurboginn, röddinn, myndirnar, styttan og kærastinn.

Ég teygði mig í kaffið og rak mig í leiðinni í poka í eldhússkápanum. Þetta var kaffipoki með expressokaffi frá Kaffitári. Ég mundi þá eftir því að ég átti expressóvél inn í skáp sem mamma og pabbi gáfu mér í innflutningsgjöf. Ég var voða dugleg að búa til allskonar kaffidrykki fyrst en svo einhverrahluta vegna dagaði hún uppi inni í skáp. Ég ákvað að taka hana fram og athuga hvort ég kynni eitthvað ennþá á hana. Mér til mikillar furðu þá var ég bara nokkuð lagin við þetta. Ég var í miðju kafi að búa til rótsterkan expressó þegar ég uppgötvaði hver maðurinn var. Ég þaut fram í stofu og kveiti á tækinu til að fullvissa mig um þetta. Það var kaffilyktin sem vakti þessa tilfinningu. Sama lyktin og á kaffihúsinu okkar Pablo í París. Þessi maður sat alltaf á næsta borði við okkur alla dagana sem við vorum í parís og ekki nóg með það heldur var þetta líka maðurinn sem ég sá fara út frá Ástu þarna um nóttina.

sunnudagur, mars 02, 2003
Þegar ég kom heim þennan dag helti ég mér upp á rótsterkt kaffi og setti spóluna í tækið. Tíminn leið og ég spólaði og spólaði til baka. Skyndilega hrökk ég upp af værum svefni við að einhver var að koma inn. Ég heyrði útidyrahurðina opnast. Ég rétt náði að slökkva á sjónvarpinu og skríða fram úr sófanum. Þetta var bara mamma að kíkja í heimsókn, hún hafði hringt og hringt bjöllunni en enginn svaraði, en hún vissi að ég var heima svo hún bauð sig bara velkomna inn. Það er svona þegar mæður heimta að fá lykil að íbúðinni manns, maður stendur bara varnarlaus og getur ekkert annað sagt en já og amen. Þó maður flytji af heiman þá er maður ekki laus við afskiptasemina í þeim, þær verða bara verri og hafa enn meiri áhyggjur. Mömmu var ekkert sérstakt á höndum, hún var nýkomin heim frá Ammeríku og kom með kíló af sleikjó handa mér, mér finnst þeir svo góðir. Hún var bara að sýna sig og sjá mig. Við spjölluðum í svolítinn tíma en hún fór snemma því hún vildi að ég færi að sofa, sá á mér að ég var svefnvana, heimtaði að ég færi beinustu leið inn í rúm þegar hún væri farin. Eins og góðri dóttur sæmir fór ég að ráðum hennar, en fyrst leit ég örstutt á spóluna. Enn sá ég ekkert sem benti mér á að ég kannaðist við þennan mann. Ég ákvað að fara bara að sofa og hætta að hugsa um þetta, það þýddi ekki þetta var bara greinilega einhver Frakki í listaverka leit.
Það var svakalega heitt inni í herberginu mín og svitinn lak af enninu og allstaðar þegar ég vaknaði, ég leit snöggvast á klukkuna og hún var þrjú. Ég var búin að sofa í þrjá tíma og mig var að dreyma þvílíkan draum. Ég settist fram á rúmstokkin svona til að ná áttum, fór fram á bað og fékk mér vantsglas. Hvað var mig að dreyma? Þetta var allt svo einkennilegt. Ég man að það var Pabló, við stóðum undir sigurboganum, það var mikil umferð allt í kring, loftið rakt og það eina sem ég heyrði var umferða niðurinn. Í fjarska heyrði ég óm af karlmanns rödd sem sagði á frönsku; hann er dauður, dauður... Svo sá ég herberið hennar Ástu, umslagið og styttuna sem datt úr hillunni. Kærastann og svo búið. Hvað var að gerast, var ég að verða geðveik eða hvað? Eða er heilinn í mér bara að vinna úr upplýsingum sem hann er búinn að fá síðustu klukkutímana. Ég lagðist aftur upp í rúm og reyndi að bægja þessu frá mér. En gat ekki, svo datt mér allt í einu í hug að fara og kíkja aftur á spóluna, þessa fjandans spólu sem enn hafði ekki sagt mér neitt.

laugardagur, febrúar 22, 2003
Hver var þetta ?? Ég ákvað að bíða þar til maðurinn færi og spyrja Sjonna svo meira út í hann. Vá ætlaði hann að tala lengi eða hvað, klukkan var að verða fimm, og við vorum að fara að loka. Ég þorði ekki að fara til þeirra ef ske kynni að þetta væri einhver sem ég hafði kyns í gegnum vinnuna. Ég reyndi aðkoma honum fyrir mig, en ekkert gekk.
Loksins fór hann og ég spurði Sjonna hver þessi maður væri. Það eins sem Sjonni gat sagt mér var að hann væri franskur listaverka safnari, sem væri hér á Íslandi að kynna sér íslenska lyst, það hafði einhver bent honum að hún væri ansi góð.
Ekki var mikil hjálp í þessu, ég ákvað að taka með mér spóluna úr öruggismyndavélinni og reyna að hugsa hvar ég hafði séð þennan mann áður. Hugsanlega ætti ég að sýna Garðari mynd af honum.
Vá hvað ég er orðin paronaid, kannski er þetta bara ríkur Frakki í listaverka leit. Og ég er bara að sjá ofsjónir.þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Garðar var orðin heldur órólegur þegar ég hringdi til hans og sagði honum að við gætum hisst, ég væri með myndirnar. Hálftíma seinna var ég komin í skemmuna og afhennti honum þær. Garðar spurði hvernig mér hafði gengið og ég sagði honum í stuttu máli frá atburðarásinni sem var heldur hlægileg svona eftir á hugsað. Eftir prentunin af myndunum hafði tekist vel, ég hafði tekið með mér skanna sem ég rendi yfir myndirnar sem flutti þær svo yfir í tölvuna heima og þar prenntaði ég þær út.
Garðar hafði talað við Maddam Lise sem að sendi strax öryggissveit í málið. Sveitin hóf að kanna allar mínar ferðir, alla hugsanlega tengiliði og annað, allt sem gæti komist nálægt því að myndir af mér í leiðangri dúkkuðu upp á borð frænku minnar.
Það var ekki mikið hægt að gera en að afhenda Garðari myndirnar og fara heim eftir stutt spjall, enda var ég orðin dauð lúin. Átti að mæta bráðlega í vinnuna og vera þar allan daginn, ég vissi ekki hvernig á átti að komast yfir þetta. Ég dreif mig heim til þess að geta blundað e-h áður en ég færi í vinnuna, en þegar heim var komið var ég svo upp tjúlluð að ég gat það ekki. Ég fór bara í sturtu, hellti upp á kaffi og las moggan. Tók mér góðan tíma til þess að byrja nýjan dag. Ég var komin í vinnuna á tilsettum tíma, veðrið var yndislegt, milt og gott, ég opnaði út og setti út auglýsingaskilti þar sem var verið að auglýsa listamanninn sem var með sýningu þennan mánuðinn.
Einhvera hluta vegna var Sjonni í essinu sínu þennan morguninn, gerði ekkert annað en að stríða mér og þar sem ég var frekar þreytt fór það í pirrurnar á mér. Eftir hádegi var ég orðin heldur skapstygg og allveg að sofna í þessum hita sem var þarna inni. Allt í einu kem ég auga á mjög svo kunnulegan mann sem leit heldur flóttalega út. Hann stóð á miðju gólfinu og vissi ekki hvert hann átti að lýta. Sjonni fór og spjallaði eitthvað við manninn en ég heyrði ekkert þar sem ég var langt í burtu. Mér skildist samt á þeim að hann væri að leita að sérstöku málverki. Mynd af skolhærðri konu í rauðum kjól með dauðann svartan hund við hliðina á sér. Ég er samt ekki allveg viss því þeir snéru hliðunum í mig og ég er ekkert sérlega góða að lesa þannig af vörum.
En hvaðan kannaðist ég við þennan kall. Mér fannst hann heldur skuggalegur, eins og það væri ekki allt í feldur með hann.