Geirþrúður....framhaldssaga


miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Ég vaknaði við kaffilykt morgunin eftir. Ég var dálítin tíma að átta mig á hvar ég var. En þetta kom fljótt, ég var heima hjá Ástu. Ég rölti fram í eldhús og þar var Ásta að hella upp á kaffi. Hún hafð ifarið í bakaríð og búin að leggja á borð fyrir okkur í morgunmat. Ekki fannst mér það verra. Ásta bauð góðan dagin og sagði mér að fá mér bara sæti. Við snæddum morgunverð í róleg heitunum. Ég var ekki allveg viss hvort ég ætti að byrja eitthvað að tala um þetta en Ásta bara þagið. Ákvað þó að sgeja henni frá gærkvöldinu og Luck. Hún sagði bara já og kinkaði kolli en spurði einskis. Ég var eiginlega half hrædd við það. Eftir langa þögn spurði ég: .,, Ásta, ertu hrifin af Luck?” Hún leit á mig svipbrigðalaus og yppti öxlum. ,,Ásta!” sagði ég ,,þetta er ekkert svar” Ásta leit á mig og ég sá að hún vildi segja mér eitthvað en hún þagði. Rétt þegar ég ætlaði að fara spyrja hana frekar hringdi síminn. Það var Garðar. Hann hafði farið heim í nótt til að grennslast fyrir um yfirmann Luck. Ég varð öll uppveðruð yfir þessu en Garðar sagði efni of viðkvæmt til að ræða það í símann. Ég þaut á fætur og kvaddi Ástu hún spurði hvert ég væri að fara og ég sagði henni að Garðar hefði fundið út eitthvað um yfirman Luck. Ásta brosti bara og sagðist ætla hringja sig inn veika í vinnunni í dag henni veitti ekki að svefni en vildi fá að fylgjast með gangi mála. ,,Ég tala við þig seinna í dag” kallaði ég á leiðini út um dyrnar.