Geirþrúður....framhaldssaga


þriðjudagur, mars 04, 2003
Hvernig í óskupunum hafði Ásta hitt hann, nú fór heilinn alveg á flug. Eða hafði það verið þannig að hann hafi hitt Ástu, og það hafi EKKI verið tilviljun að hún skuli vera ein af mínum bestu vinkonum. Myndirnar!, Ætil hann hafi séð þær, þær voru á náttborðinu, og það er mjög lílegt að þau hafi verið í svefniherberginu. "guð minn góður, í hvað er ég búinn að koma mér??" Ég verð að hringja í Garðar, vegna þess að það yrði að gera eithvað með Ástu, hún gæti verið í hættu.
Ekki gat ég hringt í Ástu og spurt hana um þennan gaur, vegna þess að þetta var greinilega eithvað sem var leyndó, ég gæti sagts hafa sé þau út undan mér einhvertíma, en svo getur líka vel verið að hann komi bara alltaf til hennar. Hei ég gæti náttútulega sagt að ég hafi ætlað að koma í heimsókn, en þegear ég kom hafi ég séð geðveikt myndó mann fara inn til hennar og hafi ekki viljað trufla. Já ég geri það, en ekki fer ég að hringja núna, klukkan er rétt rúmlega 4.
Hvað ætlaði hann sér með Ástu, hann hlýtur samt að vera búinn að komast að því að hún veit ekkert um mig, nema auðvita myndirnar, hann gæti haldið að hún vissi eithvað ef hann er þegar búinn að sjá myndirnar. "Arrrrggg"
Hver var þessi maður ? hvað vill hann ? hvað var hann að gera í París ? Afhverju er hann að eltast við mig, hvað hef ég gert ?
Ég hringdi og vakti Garðar, hann varð smá pirraður en þegar hann var kominn út ur draumaheiminum þá áttaði hann sig, þetta gæti verið alvarlegt, það yrði eithvað að gera í málunum ekki seinna en núna.

mánudagur, mars 03, 2003
Ég fór nokkrum sinnum í gegnum spóluna án þess að ég kæmist til botns í því hvaða maður þetta var. Ég fór fram og hellti upp á kaffi. Mér veitti ekki af ef ég ætlaði að vaka yfir þessum spólum. Þessar spólur voru bara besta svefnlyf sem hægt var að hugsa sér. Það versta var að mig fór alltaf að dreyma sama drauminn, Pabló, Sigurboginn, röddinn, myndirnar, styttan og kærastinn.

Ég teygði mig í kaffið og rak mig í leiðinni í poka í eldhússkápanum. Þetta var kaffipoki með expressokaffi frá Kaffitári. Ég mundi þá eftir því að ég átti expressóvél inn í skáp sem mamma og pabbi gáfu mér í innflutningsgjöf. Ég var voða dugleg að búa til allskonar kaffidrykki fyrst en svo einhverrahluta vegna dagaði hún uppi inni í skáp. Ég ákvað að taka hana fram og athuga hvort ég kynni eitthvað ennþá á hana. Mér til mikillar furðu þá var ég bara nokkuð lagin við þetta. Ég var í miðju kafi að búa til rótsterkan expressó þegar ég uppgötvaði hver maðurinn var. Ég þaut fram í stofu og kveiti á tækinu til að fullvissa mig um þetta. Það var kaffilyktin sem vakti þessa tilfinningu. Sama lyktin og á kaffihúsinu okkar Pablo í París. Þessi maður sat alltaf á næsta borði við okkur alla dagana sem við vorum í parís og ekki nóg með það heldur var þetta líka maðurinn sem ég sá fara út frá Ástu þarna um nóttina.

sunnudagur, mars 02, 2003
Þegar ég kom heim þennan dag helti ég mér upp á rótsterkt kaffi og setti spóluna í tækið. Tíminn leið og ég spólaði og spólaði til baka. Skyndilega hrökk ég upp af værum svefni við að einhver var að koma inn. Ég heyrði útidyrahurðina opnast. Ég rétt náði að slökkva á sjónvarpinu og skríða fram úr sófanum. Þetta var bara mamma að kíkja í heimsókn, hún hafði hringt og hringt bjöllunni en enginn svaraði, en hún vissi að ég var heima svo hún bauð sig bara velkomna inn. Það er svona þegar mæður heimta að fá lykil að íbúðinni manns, maður stendur bara varnarlaus og getur ekkert annað sagt en já og amen. Þó maður flytji af heiman þá er maður ekki laus við afskiptasemina í þeim, þær verða bara verri og hafa enn meiri áhyggjur. Mömmu var ekkert sérstakt á höndum, hún var nýkomin heim frá Ammeríku og kom með kíló af sleikjó handa mér, mér finnst þeir svo góðir. Hún var bara að sýna sig og sjá mig. Við spjölluðum í svolítinn tíma en hún fór snemma því hún vildi að ég færi að sofa, sá á mér að ég var svefnvana, heimtaði að ég færi beinustu leið inn í rúm þegar hún væri farin. Eins og góðri dóttur sæmir fór ég að ráðum hennar, en fyrst leit ég örstutt á spóluna. Enn sá ég ekkert sem benti mér á að ég kannaðist við þennan mann. Ég ákvað að fara bara að sofa og hætta að hugsa um þetta, það þýddi ekki þetta var bara greinilega einhver Frakki í listaverka leit.
Það var svakalega heitt inni í herberginu mín og svitinn lak af enninu og allstaðar þegar ég vaknaði, ég leit snöggvast á klukkuna og hún var þrjú. Ég var búin að sofa í þrjá tíma og mig var að dreyma þvílíkan draum. Ég settist fram á rúmstokkin svona til að ná áttum, fór fram á bað og fékk mér vantsglas. Hvað var mig að dreyma? Þetta var allt svo einkennilegt. Ég man að það var Pabló, við stóðum undir sigurboganum, það var mikil umferð allt í kring, loftið rakt og það eina sem ég heyrði var umferða niðurinn. Í fjarska heyrði ég óm af karlmanns rödd sem sagði á frönsku; hann er dauður, dauður... Svo sá ég herberið hennar Ástu, umslagið og styttuna sem datt úr hillunni. Kærastann og svo búið. Hvað var að gerast, var ég að verða geðveik eða hvað? Eða er heilinn í mér bara að vinna úr upplýsingum sem hann er búinn að fá síðustu klukkutímana. Ég lagðist aftur upp í rúm og reyndi að bægja þessu frá mér. En gat ekki, svo datt mér allt í einu í hug að fara og kíkja aftur á spóluna, þessa fjandans spólu sem enn hafði ekki sagt mér neitt.