Geirþrúður....framhaldssaga


mánudagur, apríl 14, 2003
Ásta hringdi á lögguna sem ætlaði að koma og kíkja á aðstæður. Þetta var nú meiri nóttin. Á meðan Ásta hringdi, hringdi ég í Garðar og spjallaði við hann. Hann sagði mér að þau væru að rekja slóðir Luck. Hann var að frétta að hann byggi á Hótel Borg, væri búinn að vera þar í nokkrar vikur og skráði sig inn sem Mark Double. Ég ætlaði að vera hérna hjá Ástu þar til löggan væri farin og ég þyrfti að fara í vinnuna. Svo ætlaði ég að rannsaka þetta betur með Luck. Hitta Garðar og fara yfir plan um það hvernig við gætum gómað kauðann.
Löggan tók skýrslu af okkur og fingraför af hinum og þessum hlutum í húsin, svalahurðinni og annað. Þeir voru þarna í rúman klukkutíma og aumingja Ásta allveg að farast úr hræðslu. Þegar klukkan var að verða níu sagði ég henni að ég ætlaði að koma mér vinnuna en ég sá á henni að henni stóð ekki á sama um að vera ein.
Kemuru ekki bara með mér?
Nei ég vil ekki vera að trufla þig í vinnunni.
Hva, láttu ekki svona, það er ekki eins og þú talir mann í kaf og maður geti ekkert unnið fyrir þér. Láttu ekki svona kondu bara með, mér finndist það bara gaman. Það verður örugglega rólegt.