Geirþrúður....framhaldssaga


þriðjudagur, apríl 29, 2003
Vinur Garðars vann á Hótel Borg. Hann hafði sagt Garðari að Luck, eða Mr. Double, væri á hótelinu. Þetta kvöld hringdi hann í okkur og sagði að hann væri nýbúin að panta mat upp á herbergi. Garðar var búinn að kanna allar aðstæður á hótelinu, fara yfir kort og staðhætti. Hann var búin að búa til plan um það hvernig við ætluðum að ná Luck. Við fórum í einum grænum niður á hótelið. Ég klæddi mig upp í þjónustubúning matsendilsins, tók lyftuna úr kjallaranum og upp á 4 hæð með matarbakkann. Þetta var dýrindis nautasteik og rauðvín. Við höfðum komið fyrir mjög steku svefnlyfi í matnum hans og drykk. Það var ekki laust við að ég væri hálfstressuð, ætli hann myndi þekkja mig. Nei þótt ég segi sjálf frá þá var ég í heldur góðu dulargervi, þetta átti ekki að klikka. Ég var með ljósahárkollu, setti á mig gervinef, málaði mig svoldið eftir kúnstarinnar reglum, krosslagði fingur og vonaði það besta þegar ég bankaði á hurðina hjá honum. Það leið svoldil stund þangað til hann kom til dyra. Það var ekki laust við að hann væri svoldið drukkinn. Hann hefur greinilega haft það gaman hérna á Íslandi hugsaði ég með mér um leið og ég tók fatið ofan af disknum, setti eftirlitsmyndavél á góðan stað svo við gætum fylgst með honum og hlerað, allt án þess hann tæki eftir (hope so). Ég óskaði honum góðs matar og gekk út. Ég gekk hröðum skrefum í átt að lyftunni, ég vildi koma mér héðan sem fyrst.
,, Pardon, madam.”
Mér brá ekkert smá, þarna stóðan fyrir aftan mig og kallaði á mig. Guð minn almáttugur hvað ætlar hann að gera?
,,Yes” sagði ég í hálfum hljóðum.
,,I didn´t get any potatoes”.
Ég baðst innilegrar afsökunar og sagðist koma með þær eftir smá stund. Djöfullinn, núna þyrfti ég að fara þangað aftur, það var eitthvað sem ég var ekki allveg til í, en þurfti að gera. Garðar hafði heyrt allt og sagði að það væri allt í lagi, svona væri þetta bara.
Ég þaut niður í eldhús og sótti kartöflur handa mann fíflinu, afhverju þurfti hann að vera svona smámunasamur. Oh, hvað ég hataði hann. Ég tók sömu lyftuna upp á 4 hæð, allveg eins og áðan. En þegar ég kom út úr lyftunni blasti ekki fríðilegri sjón en það sem ég sá fara út úr einu herbergjanna. Guð minn almáttugur, þetta var eingin önnur en Rósa Björk. Hvur djöfullinn er hún að gera hérna? Ég reyndi að láta sem minst fyrir mér fara, steig rólega út úr lyftunni og var heldur álút. Rósa Björk var að sem betur að flýta sér eins og fyrri daginn og þaut að lyftunni. Ég fann samt að hún horfði á eftir mér meðan hún beið en svo var lyftan komin og hún horfin jafn skótt og hún byrtist mér og ég gat haldið mínu áfram. Það sem eftir kom var heldur létt miða við hversu mikið ég hafði miklað það fyrri mér. Ég bankaði og beið, hann opnaði eftir smá stund og horfði varla á mig því það var einhver boltaleikur í sjónvarpinu og allt mjög spennandi.

Úff, nú var þessi hluti búinn, ég sat og var að klæða mig í mín eigin föt. Þaut svo út í sendibíl þar sem Garðar var og dökka konan sem hafði alltaf afhenti mér öll gögn varðandi verkefnin mín. Ég bankaði eftir sérstökum kóða og þau hleyptu mér inn.
Jæja gekk þetta ekki vel? spurði Garðar
Jújú svona þokkalega, ég fékk meira að segja peninga frá honum fyrir vel unnið verk. ;)
Og þarna sátum við og biðum þess að karlinn sofnaði yfir matnum sínum svo við gætum tekið hann föstum tökum og flutt hann leynilega til aðalstöðva okkar í yfirheyrslur.