Hvers vegna í ósköpunum þarf þetta allt að vera svona. Ég ætti bara að snúa við og hlaupa á eftir Ástu og segja henni allt saman. Allt, frá vinnunni minn, íþróttafréttamanninum, klemmunni sem ég er í núna, bara allt. Labba bara upp að henni og segja; ,,Hey ég átti alltaf eftir að segja þér að ég vinn hjá leyniþjónustu Íslands og því haga ég mér svona undarlega stundum. “ Nei ég gæti það ekki hún myndi náttúrulega bara hlægja af mér, og ég mindi standa fyrir framan hana eins og kúkur. Afhverju er Ásta með íþróttafréttamanninum hvað er málið… Bíddu, bíddu, bíddu, vent lít. Ásta og íþróttafréttamaðurinn hittust fyrir tvem vikum og það er innan við vika síðan ég sá krimman koma út frá henni þar sem þau höfðu verið að ríða…Ég trúi þessu ekki var Ásta að halda framhjá? Hvað er málið með hana? Ég trúi þessu ekki, það getur ekki verið mikil ást á milli Ástu og íþróttafréttamannsins. Ég held að ég sé að vera geðveik. Ég bý örugglega í einhverjum heimi þar sem fólk gerir í því að gera mér lífði leitt. Nei ég veit ég bý í svona sjónvarps þætti eins og Jim Carrey bjó í þar sem fólk fylgdist með honum nótt sem dag… já það er málið, þetta hlýtur bara allt saman að vera einn stór djókur.
,,Geirþrúður, GEIRÞRÚÐUR, ertu að verða vitlaus eða hvað?”
Það var Sjonni sem var að kalla á mig í þann mund sem ég var að fara fram hjá horninu á Gallerýin og sýndi alls engin merki um að vera á leiðinn þangað. Það var ekki fyrr en þá að ég áttaði mig á því að ég hafði gengið alla þessa leið með höfuðið ofaní götunni og vissi ekkert hvert ég var komin. Ég bara gekk og gekk, hugsaði og hugsaði.
,,Er ekki allt í lagi, Geirþrúður þú ert eitthvað svo… utan við þig.”
,,Jújú, ég er bara að hugsa svo mikið, Ásta sagði mér að hún væri byrjuð að deida íþróttafréttamanninn.”
,,Hún að deida honum, neeehei það getur ekki verið.” Sagði Sjonni og það var stórt glott á andlitinu hans.
,,Víst, hún var að segja mér það bara núna rétt áðan. Afhverju segiru að hún geti ekki verið að deida hann?”
,,Af því að hann er en þá með Kollu Artí.”
Ég var ekkert smá vegis hissa. ,,Djöfulsins melurinn, nei það getur ekki verið. Þau eru búin að vera að deida í tvær vikur.”
,,Jújú ég er að segja allveg satt. Ég sá þau í gær saman á kaffihúsi og ekkert smá happy.”
,,Ég trúi þér ekki, ég verð að hringja í Ástu og segja henni frá þessu, svo förum við bara í kvöld og berjum kauðan. Ertu ekki til?”
,,Ekki allveg, ertu ekki heldur hörð á þessu? Ég veit ekki…”
,,Ég læt engann koma illa fram við vini mína, það eitt skal ég segja þér að er satt.”
Núna horfði Sjonni á mig forviða og ég endurtók í huganu það eitt skal ég segja þér að er satt. Hvað meinti ég með þessu, og ég held að hann hafi verið jafn hissa á þessu og ég. En í þann mund sem hann ætlaði að fara að spyrja eitthvað kom kúnni inn og ég stökk til og afgreiddi hann. Ég reyndi að hafa sem minnst samskipti við hann það sem eftir var dagsins og forðast ,,djúp” samtöl.
Ég var ekki fyrr búin að loka útidyrahurðinni þegar síminn hringdi. Hver skildi vera að hringja í mig?
,,Halló”
,,Hæ, ´etta er Ásta. Varstu ekki farin að sakna mín? Verður þú ekki heima núna í kvöld? Má ég ekki bara kíka til þín núna?”
,,Jújú, ég verð heima kondu endilega.”
Jæja núna ætlaði ég sko að gera athlögu að Ástu, draga þetta upp úr henni hvað sem það kostaði. Ég vil fara að komast til botns í þessu máli. Ég var að semja plan í huganum um það hvernig ég ætlaði að varpa sprengjunni á hana.
Ásta kom um hálf sjö, hún var með fangið fullt af snakki, bjór og pizzu! Þetta leit ekkert smáeigis vel út. Og skyndilega ákvað ég að breita planinu. Við ætlum að verða fullar í kvöld, eða réttast sagt hún og þannig fengi ég hana til að segja mér það sem ég vil heyra. Hún er ekki sú eina sem á bjór, ég á nefnilega bjór síðan… ég veit ekki hvenær. Þetta ætti að verða skemmtilegt, eða þannig, málið er að Ásta verður alltaf svo málglöð þegar hún fær sér neðan í og þegar það liggur eitthvað illa á henni og þá lætur hún það bara gossa sem hún og gerir ekki alla aðra dag.
Við byrjuðum á léttu spjalli, og það var eins og við heðum ekkert hisst fyrr um daginn. Ásta var komin vel á fimmt bjórinn þegar ég ákvað að fara að ýta að henni spurningum.
ritari: Thora at 6:28 e.h.