Geirþrúður....framhaldssaga


föstudagur, mars 14, 2003
Ég var með nettan hnút í maganum þegar ég labbaði niður á Brennslu rétt fyrir hádegið. Ég var samt mjög fegin. Ásta hafði hringt í mig fyrr um morguninn og beðið mig að hitta sig í hádeginu. Ég var komin á undan Ástu og settist á borðið okkar í horninu uppi. Ég var pínu stressuð og renndi snöggleg í gegnum matseðilinn. Það var svo sem ekkert nýtt á honum. Held að ég hafi bara smakkað allt saman. Langaði einhvern vegin ekki í neitt sérstakt en ákvað á endanum að fá mér súkkulaðiköku og kaffi. Þegar ég var að klára panta koma Ásta og settist á móti mér. Hún var mjög hress og brosti út að eyrum. „Bara það sama“ sagði hún við þjóninn.

Ásta byrjaði að spjalla og eftir stutta stund vorum við komnar í hörku samræður rétt eins og venjulega þegar við hittumst. Ég var eiglega bara búin að gleyma erindinu mínu við hana. Mér fannst alltaf svo gaman að spjalla við Ástu. Eftir nokkrar kjaftasögur og skemmtilegt slúður sagði Ásta allt í einu: „Veitu það Geirþrúður, ég held ég sé ástfangin“ Hún var ekki eins geislandi glöð þegar hún sagði þetta og mér fannst hún vilja segja eitthvað meira. Ég fékk nátturlega hnút í magan og missti næstum andlitið. Ekki datt mér í hug að hún væri strax orðin ástfangin af þessum fjandans krimma. Ásta sá viðbrögð mín og spurði: „Svo þig grunaði þetta?“ Ég varð eiglega enn meira hissa og vissi hreint ekki hverju ég átti að svara. „Grunaði að þú værir ástfangin??“ stundi ég upp úr mér. „Já“ sagði Ásta og bætti við „þú veist sem sagt hver þetta er?“ Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti ég a ðsegja við hana ég átti ekkert að vita um þennan gæja en af hverju hélt þá Ásta að ég vissi þetta. Ég setti mig í lygastellingarnar sem ég nota þegar ég þarf að þykjast vera einhver önnur en ég er og sagði blátt áfram „Nei ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, hver er þetta eiglega???“ Ásta varð hálf skömmustu leg og það var nú ekki líkt henni þegar hún var í þessum hugleiðingunum. Eftir smá þögn sagði hún: „Það er íþróttafréttamaðurinn"

fimmtudagur, mars 13, 2003
Við ákváðum að hittast í skemmunni eftir hálftíma. Þar var svefnsöm nótt úti. Ég klæddi mig og hentist út, var kominn í skemmuna aðeins á undann Garðari, gerði bara myndina af manninum tilbúna, svo Garðar gæti séð hann, kanski þekkir hann manninn.
Garðar kom á mínútúnni, og ég sýndi honum myndina, hann horfði lengi á myndina, og var lengi að átta sig, hann var viss um að hann hafði séð hann áður, en hann mundi engann veginn hvar, ég sagði honum frá því hvar ég hafði séð hann í París.
Við ákváðum að senda myndina út, þar sem sérfræðingar gætu sett myndina í einhvern gagnagrunn og hugsanlega komist að því hver þetta væri. Á meðann var það mitt hlutverk að fara til Ástu í hádeginu og spyrja hver þetta væri, og hvernig hún hafði kynst honum.

Eftir þetta fór ég heim til að reyna að sofa, klukkan var rúmlega sex, og ég gæti sofið í svona 2 tíma, en mér tokst það ekki, ég var of upptjúnnuð. Ég ákvað eftir margar billtur í túminu að skella mér bara í sund. Ég tók mig til og fór í Sundhöllina, synti nokkrar ferðir með gamla fólkinu, vá ég var búinn að gleyma hvað það er yndislegt að skella sér í sund svona snemma, allar gömlu konurnar með bleikur hrukkóttu sundhetturnar og kallarnir í pottinum að tala um heimsmálinn.
Ég var svo bara mætt snemma í vinnuna aldrei þessu vant, og Sjonni ekki einusinni mættur.
Ég velti því bara fyrir mér hvað ég ætti að segja við Ástu, hvernig ég ætti að koma orðunum frá mér. Spyrja ekki of grimmt og gera hana forvitna, ég var bara forvitinn vinkona að spyrja um strák, ekki um einhvern krimma.