Geirþrúður....framhaldssaga


fimmtudagur, júní 05, 2003
Vá, því líkt og annað eins sem hafði gerst undanfarna daga. Í sjálfu sér var mikill léttir yfir mér, ég fann hvernig þungu fargi hafði verið létt af mér. Ég lá upp í rúminu heima, það var sunnudagsmorgun og ekkert að aðhafast. Ég lokaði augunum og horfði yfir atburði undangengina daga. Það er allveg með ólíkindum hvernig þetta allt saman hafði gengið hratt fyrir sig. Í fyrsta skipti á mínum ferli hjá leyniþjónustinni sá ég hversu stórt og gott þetta batterí er og vinnur vel þegar mikið liggur við. Já það er nefnilega ekkert grín þegar heil leyni ,,góðgerðarstofnun" stendur fyrir því að óvinir þeirra ætli að ljóstra upp leyndarmálum þess, þ.a.e.s. að segja öllum heiminum fyrir hverju hún stendur. En markmið stofnunnarinnar er að fara huldu höfði og bæta rétt allra í heiminum.