Geirþrúður....framhaldssaga


fimmtudagur, júlí 31, 2003
Eftir að Luck hafði sagt okkur allt sem hann vissi, slepptum við honum. Ég sagði honum áður en við slepptum honum að hann mætti ekki koma nálægt Ástu aftur. Hann var tregur að viðurkenna að hann þekkti hana. Það var ekki fyrr en ég lýsti fyrir honum hvað ég sá í svefnherbergisglugganum hjá Ástu að hann viðurkenndi það. Hann lofaði því að láta hana vera maldraði lengi í mótinn og sagðist vera hrifinn af henni. Ég sagði honum að hún hefði engan áhuga á honum og vildi aldrei sjá hann aftur. Ég vissi samt að það var ekki alveg rétt en eins og málin stóðu þá var það ekki áhættunar virði að láta þau hittast.

Við Garðar forum beint heim til Ástu þar sem hún hafði steinsofnað. Ég bað Garðar um að fá að halda áfram með þetta á morgun. Hann samþykkti það og við ákvaðum að láta málið bíða alvarið til morguns enda veitti okkur ekki af svefni. Garðar fór heim en ég lagði mig í sófanum hjá Ástu. ÉG ætlaði að tala við hana í fyrramálið.


miðvikudagur, júlí 30, 2003
Þetta hafði farið gerst ótrúlega hratt eftir að Luck vaknaði. Fyrst var hann allveg brjálaður og reyndi að losa sig og blótaði heil ósköp á ítölsku. Þarna var það komið í ljós hvers lenskur hann var í raun og veru. Við höfðum skoðað vegabréfið hans og allar upplýsingar um sem við fundum hjá Þjónustunni. Þar kom allastaðar fram að hann væri frá Frakklandi enda talaði hann óaðfinnanlega frönsku og var greinilega búin að vinna vel í því að þykjast vera franskur. Hvers vegna vissum við ekki. Mér fannst líklegast að það tengdist þessu verkefni í Frakklandi. Allt sem hafði gerst undanfarið virtist beinast að því. Og ekki bara verkefninu mínu í Frakklandi heldur líka mér persónulega. ÉG var svo fegin því að við höfðum náð Luck áður en hann fór að sækja meira á Ástu. Guð veit hvað hann hefði gert við hana.

Eftir að Luck róaðist og gerði sér grein fyrir því að hann komst ekki neitt og búið var að góma hann var hann auðveldur. Undir skrápunum var lítill mömmustrákur sem brast í grát og sagði frá öllu í von um að það kæmi honum til góða. Það var skondið að horfa upp á þennan stóra og myndalega mann, klæddan í byssubelti og Armani jakkaföt, gráta eins og lítið barn. Hann var fljótur að segja fyrir hverja hann ynni og hvert var hans hlutverk. Hann vann fyrir S-hópinn í Þýskalandi. Hann og Pabló höfðu unnið saman fyrstu árinn hjá S-hópnum og þekktust því vel. Pabló hafði staðið sig vel stundum á kostnað Luck. Eftir tveggja ára samvinnu var Pabló falið verkefni sem Luck vissi ekki um og Luck var settur í léttar verkefni. Það hlakkaði í Luck þegar hann sagði frá samvinnu þeirra Pablós og þegar upp kom um gervi hans. Luck hafði lengi ekki fengið að vita hvert var nýja verkefni pablós hjá S-hópnum. Í fyrst var honum allveg saman en eftir nokkurn tíma í léttum og leiðinlegtum verkefnum ákvað hann að fara grenslast fyrir um hann. Hann komst að því að Pabló ynni í dulargerfi hjá Þjónustunni til að komast til mergjar í Frakklandsmálinu og grafa undan starfsemi Þjónustunnar. Luck ákvað að hefna sín á Pabló og lak því upplýsingum til réttra aðila og varð því til þess að upp komst um gervi hans. Á sama tíma var honum þó falið að njósan um okkur Pabló fyrir S-hópinn og nú var komið upp um hann. Pabló vissi ekki um þessar njósnir.

ÉG hálf vorkendi honum. Hann var alls ekki eins klár og hann virtist vera. Bara fremur seinheppin njósnari sem virtist óvart hafa farið að vinna fyrir ein verstu njósnasamtök heimsins. Hann sagði okkur hver yfirmaður sinn væri hjá S-hópnum og eina verkefni sem honum hefði verið falið var að fylgjast með ferðum mínum og Pablós og taka myndir til að senda höfðustöðvum S-hópsins í Berlín. Myndirnar sem ásta fann hjá CODE hafði hann sent höfuðstöðvunum en sagðist ekki hafa hugmynd um hversvegna þær voru sendar til Íslands. Það var greinilegt að við höfðum ekki náð stórlaxi í málinu en hann kom okkur þó á sporið.