Geirþrúður....framhaldssaga


mánudagur, ágúst 11, 2003
Ég hitti Garðar heima hjá honum. Hann var svo allvarlegur þegar hann tók á móti mér að það var eins og hann hefði komist að því að yfirmaður Luck væri mamma hans! Eins og Garðar er vanur kom hann sér beint að efninu: ,,Luck gaf okkur upp vitlaust nafn. Ég er búin að leita og leita og fann ekkert um þennan mann" Ég leit forviða á hann. ,, Já en við erum með skrá yfir alla sem vinna fyrir S-hópinn. Okkar maður þar hefur samviskusamlega upplýst okkur um alla starfsmenn hópsins. " sagði ég. ,, Heldurður að Luck hafi verið að spila með okkur og gefið okkur vísvitandu upp vitlaust nafn?" bætti ég við. Garðar svarði því strax til að hann ætti ekki von á því. ,, Ég held að Luck viti ekkert um þenna yfirmann sinn. Það var bara verið að spila með hann hjá S-hópunum og nota hann í léttu verkefni. Við verðum að rannsaka þetta nánar og fá alla þá hjálp sem við getum. Ég lét vita í höfðustöðvarnar og Maddam Lise er upplýst um málið" sagði Garðar. Ég þurfti smá tíma til að melta þetta en jánkaði öllu. Þetta var rétt hjá honum, við þurftum alla þá hjálp sem við gátum til að leysa úr þessu. Rétt í þessum hugleiðingum mínum hringdi síminn. Það var Sjonni. ,,Hæ sæta, hvar ertu?" sagði hann. ,,Þú komst ekki upp í Gallerí í morgun, ég ætlaði bara að aðthuga með þig" bætti hann við. Fjandinn sjálfu rhugsaði ég með mér, ég hafði alveg stiengleymt að láta Sjonna vita að ég kæmi ekki. Það sem verra er að ég hafði ekki einu sinni komið mér upp einhverri afsökun til að koma ekki. Ekki gat ég sagt honum að ég væri í útlöndum þar sem hann gæti rekist á mig hvar sem er í bænum svo átti hann líka til að koma heim til mín þegar ég er í útlöndum og taka til. Skil ekki hvar hann fær þá þörf sína. Nú varð ég að hugsa hratt til að svar honum. ,, Hæ sjonni" sagði ég til að Garðar áttaði sig á því hvert þetta væri. ,,Ég steingleymdi allvega ðhringja í þig í gær og láta þig vita að ég kæmist ekki í dag. ER það ekki í lagi?" spurði og vonaði að Sjonni tæki þetta gilt. ,,Geirþrúður" sagði Sjonni með áherslu. Ég fékk hnút í magann, hvað ætlaði hann að fara spyrja. ,, Þú veist að þetta verður að vera launalaust í þetta skiptið ef þú er ekk ibara heima lasin" hélt hann áfram með sama þunga í röddinni. Mikið var ég fegin, gat allveg lifað með því að hafa þetta launalaust enda var vinnan hjá honum bara til að hilma yfir, ég fékk ágætlega borgað frá þjónustuni. Ég reynd ieftir bestu getu að reyna leyina ánægju minni með að hann ætlaði ekki spyrja frekar. ,,Það verður þá að vera þannig" sagði ég og bætti við ,,ég þarf að vera í fríi allvegann alla næstu viku. Er það í lagi?" ,,Ég veit ekki hvað þú ert að bralla Geirþrúður en það verður bara að vera í lag" sagði Sjonni svo alvarlegur að ég hafði aldrei heyrt annað eins. ,,Ef þú lendir í peningavandræðum þá talaður bara við mig" bætti hann við að lokum. Ég þakkaði fyrir mig og sagði honum að ég myndi verða í bandi við hann fljótlega.