Geirþrúður....framhaldssaga


föstudagur, apríl 25, 2003
Ég sagði Garðari alla sögun og hann hlustaði þögull á. Þegar ég hafði lokið mér af að lýsa atburðunum í smáatirðum þagði hann um stund og sagði svo: ,, Við verðum að fara heim til Ástu strax og athuga málið. Ef hann hefur brotist inn þá kemur hann aftur. En mér finnst mjög skrítið að hann hafi ekki tekið neitt eða að það séu engin ummerki eftir hann." Hann var mjög alvarlegur á svip og virtist þungt hugsi. Eftir smá stund bætti hann við: ,,Hvað sagði Ásta um myndirnar?" Myndinar já allveg rétt. Ásta hafði ekki enn spurt meira um myndirnar né heldur hafði hún fengið þær aftur. Ætli hún hafi ekkert tekið eftir því að þær væru horfnar það hlýtur að vera. Ég sagði Garðari frá þessu og hann var ekki mjög kátur og sagði heldur reiðilega: ,,Geirþrúður hefur ekki lært neitt á þessum árum sem þú hefur unnið fyrir þjónustan eða hvað? Ertu ekki búin að skila myndunum til hennar aftur?" Ég varð vandræðalega og reyndi að skýra það fyrir honum að það hefði ekki gefst færi á því. Hann róaðis aðeins og sagði að við þyrftum að fara eins og skot heim til ástu kíkja á aðstæður og skila myndunum. Myndirnar voru heima. Garðar fór áleiðs til Ástu meðan ég fór heim að sækja myndrinar og finna eitthvað út úr hvað ég ætti að esgja henni að ég væri að fara gera og hún mætti ekki fara heim til sín og ekki koma með mér.

Þegar ég kom inn um dyrnar heima stökk Ásta næstum á mig. Hún var frekar pirruð á svipinn og sagði ákveðið: ,,Jæja Geirþrúður, ég veit ekki hvað þú heldur að þú sért en það er ótrúlega margt sem þú þarft að skýra" Síðna leit hún á nokkrar myndir í sem hún hélt á og sýndi mér svo. Þetta voru myndirnar af mér og Luck. Ásta hélt áfram: ,,Meðan ég er búin að sitja hérna heima hjá þér og má ekki fara neitt án skýringa er ég búin að vera hugsa. Ég sá myndirnar inn á tölvuborði hjá þér ásamt opnum og ósendum pósti til einhvers Garðars þar sem stendur að ég þekki Luck og þú hafi komist að því. Ég var dálítinn tíma að fatta að maðurinn á myndunum er Luck því hann er ekki lengur með þetta síða ógeðslega hár og í þessum ljót fötum og ég hef heldur aldrei séð hann með byssubelti. Af hverju eru þessar myndir sem ég fann fyrir tilviljun þegar þær voru á leiðinni í pósti til Rósu Bjarkar´og ég sýndi þér og þú snérir þig út úr að segja frá, hérna heima hjá þér núna? Síðast þegar ég vissi voru þær heima á vinnuborðinu mínu í miðjum stalfanum innan um vinnuskýrslunar hjá CODE. Sefur þú kannski líka hjá honum Geirþrúður? Vildir ekki segja mér það? Af vherju sagður að hann væri giftur? Þú sagðir mér þegar ég sýndi þér myndirnar að þú héldri við hann og hann væri giftur. Hann hefur allavegann ekki sagt mér að hann sé giftur og han ner ekki með hring, ekki á myndum og ekki núna. Geirþrúður hvað er að gerast? Ég skil þetta alls ekki." Ásta bunaði þessu öllu út úr sér í einu næstum án þess að anda ég heyrði allveg að hún var reið út í mig.

Ég hafði ekki hugmynd um hvða ég átti að segja, ég mundi núna að ég haðfi gleymt a ðsenda póstinn til Garðars í nótt því mér brá svo þegar ásta datt. Ég bara varð vandræðalega og horfði í gólfið. ÉG hafði gersamlega klúðrað þessu bæði gagnvart ástu og þjónustunni. Var hvergi að standa mig fannst mér. Ég byrjaði að reyna útskýra eitthvað og finna upp á einhverju til að segja en það varð hálfgert muldur bara svo ég þagði enn. Eftir smá stundum sagði Ásta: ,,Geirþrúður, hvað er að gerast þú verðu að segja mér frá þessu." Hún var ekki reið í röddinni lengur. Nú var þa ðég sem fór að gráta en ég sagði ekki neitt. Ásta tók utan um mig og reyndi að hugga mig en sagði fátt.Rétt í því hringdi síminn. Ég hrökk við og fattaði að ég hafði ætlað að sækja bara myndrinar og koma mér heim til ástu og hitta garðar svo við gætum skilað myndunum og skoðaða íbúðina aftur. Það var Garðar að hringja og ég svaraði. Ásta sagði ekkert. ,,Hvar ert þú eiginlega?" sagði Garðar strax og var frekar pirraður. Ég reyndi að koma upp orði en var enn með ekka. ,, Ég er heima" stundi ég loks. Garðar þagði örlitla stund og sagði svo: ,,Ekki fara neitt ég kem" Ég sagði ekkert lagði bara á. Það var eina vitið að hann kæmi. Hann var jú yfirmaður minn og átti að taka á þessu klúðri mínu. Ég var líka svo miður mín að ég hafði ekkert ráð í huga. Ásta spurði hver þetta hefði verið og ég sagði henni að þetta væri maður sem héti Garðar og hann væri að koma og frekari skýringa verða að bíða þar til hann kemur. Ég sá á Ástu að hún var pirruð yfir að ég segði henn iekki meira og við þögðum þar til Garðar kom. Ég útskýrði fyrir honum allt sem hafði gerst eftir að ég kom heim, frá ósenda póstinum sem var opin í tölvunni minni, myndunum á glámbekk við hliðna á tölvunni og að Ásta hefði fundi ðþetta og að hún þekkti Luck á myndum. Garðar horfði á mig og sagði: ,, Hvað veit hún?" og benti á Ástu. ,,Ekkert" sagði ég. ,,Verðum við ekki að segja henni þetta? Það var jú hún sem fann myndirnar á leið til Rósu Bjarkar hjá CODE og Luck hefur greynilega verið að elta hana." bætti ég við. Garðar dæsti og Ásta horfði skilningsvana á okkur tvo til skiptis. Loks sagði Garðar: ,,Jæja stelpur mína setjist þið báðar niður ég ætla a ðsegja frá þessu öllu saman." Hann tók loforð af Ástu að spyrja ekki neins í bili að minnsta kosti. síðan sagði hann henni frá því að við ynnum hjá leyniþjónustu og hann væri yfirmaður minn hérna heima en þjónustan væri alþjóðlega. Svo sagði hann frá Pabló og hann hefði verið handteki og rakti síðan ferilminn hjá þjónustinni. Loks kom han nað verkefninu í Frakklandi og Luck. Sagði henni allt. Ásta sat og hlutsaði og sýndi engin svipbrigði. Þegar Garðar þangnaði loks var þögn um stund. Loks sagði Ásta: ,,Ég vil bara frá svar við einni spurningu, hvða gerum við núna?" ,,ER ekki best að við förum heim til þvín Ásta og kíkjum aftur á aðstæður?" sagði ég. Garðar samþykkti það og við héldum öll þrjú af stað. Mér var ómótt og leið illa innan bjórst. Langaði svo að ræða þetta betur við Ástu. Allt um Pabló, Luck íþróttafréttamannin starfið hjá þjónustunni og allt sem þurfit til að hreinsa andrúmloftið.

Það var allt með kyrrum kjörum hjá Ástu. Við fórum inn, Ásta heltu upp á kaffi meðan ég og Garðar fórum og skorðum svarahlurðina. Garðar var hugsi og sagði svo. ,,Geirþrúður varstu ekki búin að skoða þetta?" sagði hann og benti á lásinn á hurðinn. Hann gaf ekki færi á svari og hélt áfram: ,, Þekkirður ekki handbragðið?" ÉG skoðaið þetta betur og fattaði hvað þetta var. ,, Þetta er eins markið sem S-hópurinn setur á allar hurðir sem hann brýtur upp" sagði ég og bætti við: ,, Luck er hluti af S-hópnum" Garðar kinkaði kolli. ,, Við verðum að ná tali af Pabló" sagði ég strax. Garðar var sammála því og við fórum fram í eldhús til Ástu að segja henni þetta og útskýra S-hópinn fyrir henni yfir kaffibollanum.

miðvikudagur, apríl 23, 2003
Sjonni skildi ekkert í því afhverju Ásta væri með mér, en mundi svo eftir hvað hafði komið fyrir um nóttina, og skildi það mjög vel. En hann misti sig alveg þegar ég sagði honum svo frá framhaldinu, hvað hafði gerst heima hjá Ástu.
Meðan Ásta var upptekinn við að skoða málvek, var Sjonni að búa til allskona útskýringar á því afhverju brotist hafi verið inn til Ástu.
Ein var þannig að innbrotsþjófurinn hafi varið húsavilt, þessvegna hafi engu verið stolið. Önnur var þannig að þjófurinn hafi bara komið í rannsóknar laiðangur og tekið myndir sem hann sýndi svo aðal guttanum í þjófa klíkunni, sem myndi svo ákveða hverju ætti að stela og hverju ekki.
Og þannig hélt þetta áfram yfir daginn.
Ástu fannst bara voða gamann að ver með okkur, við forum á Brensluna í hádeginu og fengum okkur að borða, og höfðum það bara fínt, ég og Sjonni reynduð að fá hana til að hugsa um eithvað annað en liðna nótt. Sögðum hennir sögur af skrítnum viðskipta vinum og svona. Hlógum okkur máttlaus af einhverri bandarískri kellingu sem varð alveg brjáluð þegar við leyfðum henni ekki að taka hundinn sinn með inn. Hún ætlaðist einnig til að við myndum passa hann úti, nema að það var full að gera í gallerínu og við höfðum engann tíma til að passa hunda og myndum þar að auki aldrey fara að passa einhvern rottuhund. Hún varð alveg brjáluð og sagðist sko ekki kaupa neitt á þessum stað, en viti menn, hún skildi littla hvutta eftir úti kom inn og skoðaði og á endanum fór hún út með dýrasta málverkið, og við veinuðum úr hlátri.
Sjonni hleypti okkur heim klukkann fjögur og ég fylgdi Ástu heim til mín, og fór svo að hitta Garðar, sagði Ástu að ég þyrfti aðeins að kíkja til mömmu.