Geirþrúður....framhaldssaga


laugardagur, febrúar 22, 2003
Hver var þetta ?? Ég ákvað að bíða þar til maðurinn færi og spyrja Sjonna svo meira út í hann. Vá ætlaði hann að tala lengi eða hvað, klukkan var að verða fimm, og við vorum að fara að loka. Ég þorði ekki að fara til þeirra ef ske kynni að þetta væri einhver sem ég hafði kyns í gegnum vinnuna. Ég reyndi aðkoma honum fyrir mig, en ekkert gekk.
Loksins fór hann og ég spurði Sjonna hver þessi maður væri. Það eins sem Sjonni gat sagt mér var að hann væri franskur listaverka safnari, sem væri hér á Íslandi að kynna sér íslenska lyst, það hafði einhver bent honum að hún væri ansi góð.
Ekki var mikil hjálp í þessu, ég ákvað að taka með mér spóluna úr öruggismyndavélinni og reyna að hugsa hvar ég hafði séð þennan mann áður. Hugsanlega ætti ég að sýna Garðari mynd af honum.
Vá hvað ég er orðin paronaid, kannski er þetta bara ríkur Frakki í listaverka leit. Og ég er bara að sjá ofsjónir.þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Garðar var orðin heldur órólegur þegar ég hringdi til hans og sagði honum að við gætum hisst, ég væri með myndirnar. Hálftíma seinna var ég komin í skemmuna og afhennti honum þær. Garðar spurði hvernig mér hafði gengið og ég sagði honum í stuttu máli frá atburðarásinni sem var heldur hlægileg svona eftir á hugsað. Eftir prentunin af myndunum hafði tekist vel, ég hafði tekið með mér skanna sem ég rendi yfir myndirnar sem flutti þær svo yfir í tölvuna heima og þar prenntaði ég þær út.
Garðar hafði talað við Maddam Lise sem að sendi strax öryggissveit í málið. Sveitin hóf að kanna allar mínar ferðir, alla hugsanlega tengiliði og annað, allt sem gæti komist nálægt því að myndir af mér í leiðangri dúkkuðu upp á borð frænku minnar.
Það var ekki mikið hægt að gera en að afhenda Garðari myndirnar og fara heim eftir stutt spjall, enda var ég orðin dauð lúin. Átti að mæta bráðlega í vinnuna og vera þar allan daginn, ég vissi ekki hvernig á átti að komast yfir þetta. Ég dreif mig heim til þess að geta blundað e-h áður en ég færi í vinnuna, en þegar heim var komið var ég svo upp tjúlluð að ég gat það ekki. Ég fór bara í sturtu, hellti upp á kaffi og las moggan. Tók mér góðan tíma til þess að byrja nýjan dag. Ég var komin í vinnuna á tilsettum tíma, veðrið var yndislegt, milt og gott, ég opnaði út og setti út auglýsingaskilti þar sem var verið að auglýsa listamanninn sem var með sýningu þennan mánuðinn.
Einhvera hluta vegna var Sjonni í essinu sínu þennan morguninn, gerði ekkert annað en að stríða mér og þar sem ég var frekar þreytt fór það í pirrurnar á mér. Eftir hádegi var ég orðin heldur skapstygg og allveg að sofna í þessum hita sem var þarna inni. Allt í einu kem ég auga á mjög svo kunnulegan mann sem leit heldur flóttalega út. Hann stóð á miðju gólfinu og vissi ekki hvert hann átti að lýta. Sjonni fór og spjallaði eitthvað við manninn en ég heyrði ekkert þar sem ég var langt í burtu. Mér skildist samt á þeim að hann væri að leita að sérstöku málverki. Mynd af skolhærðri konu í rauðum kjól með dauðann svartan hund við hliðina á sér. Ég er samt ekki allveg viss því þeir snéru hliðunum í mig og ég er ekkert sérlega góða að lesa þannig af vörum.
En hvaðan kannaðist ég við þennan kall. Mér fannst hann heldur skuggalegur, eins og það væri ekki allt í feldur með hann.

sunnudagur, febrúar 16, 2003
Ég hikaði í nokkrar sekúndur áður en ég fór út úr herberginu aftur. Það voru ótal hugsanir þutu í gegnum hugan á þessum örstutta tíma. Hvað var ég eiginlega að gera? Brjótast inn til bestu vinkonu minnar út af vinnunni. Var vinnan orðin meira virði en vinir og fjölskylda?

Ég leit á Ástu þar sem hún svaf vært. Ég sá ekki betur en hún svæfi með bros á vör. Hún hafði ekki hugmynd um að ég stæði yfir henni með myndir í höndunum sem hún vildi útskýringar á. Ég kíkti á klukkan hún var hálf sjö. Ég ákvað að drífa mig og fara út í gegnum útidyrnar. Það var aldrei að vita nema einhverjir væru farnir á fætur og það væri heldur grunsamlegt að vera príla niður af svölum. Ég vonaði bara að hún vaknaði ekki við þegar ég lokaði. Ég læddist fram og opnaði hurðina eins varlega og ég gat. Um leið og ég opnaði sá ég að það stóð strákur fyrir utan hurðina. Mér varð svo um að ég var næstum búin að æpa upp yfir mig. Ég áttaði mig þó fljótt á því að þetta var bara blaðburðar strákurinn. Hann rétti mér blaði án þess að segja orð. Ég brosi hennti blaðinu inn fyrir, lokaði varlega og stökk af stað.

Ég ákvað að leggja í aðra tilraun, kom mér aftur upp á svalir og hlustaði í nokkrar mínútur eftir einhverju hljóði, það var alveg þögn. Ásta hraut ekki einusinni. Ég byrjaði á því að pikka upp lásinn, það tók ekki langan tíma, ég er ekkert smá feginn að hún er ekki en búinn að skipa um lás, Þá hefði þetta tekið mikklu lengri tíma. Þetta var svona gamaldags lás eins og er í mörgum húsum sem byggð eru í kringum 1950.
Þegar ég var komin inn læddist ég inn í vinnuherbergið hennar og lokaði hurðinni á eftir mér
Mér datt helst í hug að hun geymdi myndirnar á skrifborðinu, þar var mikill blaðabunki svo ég byrjaði á því að fara í gegnum hann, ég fór í gegnum allt vandlega en þar voru myndirnar ekki, svo ég kíkti í skuffurnar, ekkert í fyrstu, ekkert í þeirri í miðjunni og ekkert í neðsu skúffunni. “ Andskotinn, hvar í óskupunum geymir þú þessar myndir Ásta mín ???” Á hillunni voru nokkur umslög sem voru svipuð því sem myndirnar voru í, ég fór í gegnum þau, en nei, þær voru ekki þar.
En þegar ég var að fara í gengum það sem var á hillunni rak ég mig í stittu sem var þar með nokkrum látum, þetta var ansi stór tré stitta frá Kúpu, en guð sé lof, rétt tókst mér að koma í veg fyrir að hún skylli á gólfinu. Það munaði samt ekki miklu, ég beit fast í tunguna á mér svo ég myndi ekki öskra, vegna þess að stittan lenti beint á framhandleggnum. Ég hlustaði eftir hljóði úr herberginu hennar Ástu, en hún rumskaði ekki einu sinni. “Vá þarna munaði mjóu”.
Ég var búinn að fara í gegnum alla mögulega og ómögulega staði í vinnuherberginu, og engar myndir fundnar, ég varð að fara inn í stofu, mér fanst mjög ólíklegt að þær væru þar, en ég ákvað að athuga málið.
Nei ekkert þar heldur, þá er bara svefniherbergið eftir, ég get ekki ýmindað mér að þær séu inn á klósetti eða í eldúsinu.
Vá ég vona að hún sofi fast, ég vona bara að guttinn hafi gert hana MJÖG þreytta. Ég læddist inn og jú á náttborðinu lá umslag, Ásta rumskaði aðeins og ég hentist inn í vinnuherbergi. Hún var bara að bylta sér. Ég beið í smá stund áður en ég fór aftur inn, ég læddist að náttborðinu og tók umslagið, og viti menn, jú þarna voru myndirnar. “úff” mikill léttir.