Geirþrúður....framhaldssaga


sunnudagur, apríl 06, 2003
Ég hljóp inn til hennar og í leiðinni greip ég með mér stóra kertastjakann sem var á ganginum, ég hentis inn og öskraði samtímis “ láttu hana í friði ógeðið þitt annars drep ég þig, ég vara þig……………” Ásta öskraði á mig skít hrædd og skildi ekkert í neinu. “ Geirþrúður hvað er að þér? Hvað er að gerast?” Og þá áttaði ég mig, þarna lá Ásta ein í herberginu. Ég spurði “ hvað kom fyrir? afhverju varstu að öskra og það blæðir úr höfðinu á þér”. Ásta sagði æst “ mig dreymdi hræðilegan draum, að það væri einhver hér inni hjá mér og ég ætlaði að standa upp en þá valt ég fram úr rúminu og henti lampanum um koll og hann brotnaði og ég skar mig. Og svo kemur þú æðandi hér inn og hótar að drepa einhvern, drepa hvern?

Ég settist við hliðina á henni og tók utan um hana, þurkaði blóðið og sagði henni að það hafi einhver brotið upp lásinn að svalahurðinni og að ég hafi haldið að það væri einhver inni hjá henni.

“Ha!!! Brotinn lásinn? Guð! Við veðrum að athuga hvort það sé búið að stela einhverju og hringja á lögguna og sjitt!!! Helduru að einhver sé hér inni??”
Ég sagði henni að ég hafði ekki séð að neitt vantaði svona í fljótubragði, og að ég væri búinn að fara næstum um alla íbúðina og hafi ekki fundið neinn.