Geirþrúður....framhaldssaga


laugardagur, maí 10, 2003
Luck var ekki lengi að sofna, leikurinn sem hann var að horfa á var ekki hálfnaður þegar Luck var farinn að geispa ótrúlega mikið og loks á síðustu mínútum leiksins var hann farinn að hrjóta. Vinur hans Garðars var búin að gera ráðstafanir þannig að við kæmumst óséð með Luck út af hótel herberginu. Garðar fór inn og fann vin sinn og þeir hjálpuðust að við að binda Luck og koma honum út af hótelinu og inn í bíl. Þetta var nokkuð áhættusamt enda mikið af fólki á hótelinu og líka út. En þetta gekk allt eins og í sögu og við brunuðum af stað í skemmuna þar sem við ætluðum að yfirheyra Luck. Meðan á þessu stóð hafði ég látið höfuðstöðvarnar vita og beðið um að haft yrði upp á Pauló og að við vildum ná tali af honum.

Við hjálpuðumst að við að drösla Luck inn í skemmu og koma honum fyrir þannig að hann gat ekki farið neitt þegar hann vaknaði. Við settumst við litla borðið í skemmunni fengum okkur kók og biðum eftir að Luck rumskaði. Það ætti ekki að líða á löngu þar til hann færi að rumska.