Geirþrúður....framhaldssaga


miðvikudagur, apríl 02, 2003
Mig langar heim, oh mér líður svo illa ég verð að komast heim og upp í rúm og liggja í þynnku með extra hausverk.
Já já ég skal keyra þig heim ef ég fæ að vera hjá þér þangað til ég á að mæta í vinnuna. Mér leist nefnilega ekkert á að skilja Ástu eftir eina heim, hvað ef hann skildi koma hvað skildi hann þá gera við hana?
Já, takk. Mér er allveg sama þó þú sért þar þú getur tekið uppáhaldsþættina þín með og glápt á þá. Ásta brosti aumkunnarlega framan í mig.
Æiii... greyið stelpan, allt mér að kenna, bara af því ég vildi vita af þessum Luck.
Klukkan var að verða sex og þrír tímar þangað til að ég átti að mæta í vinnuna. Ég dröslaðist með Ástu upp tröppurnar og hjálpaði henni að leggjast í rúmið. Sagði henni að þegar ég væri farin þá skildi hún hringja í mig ef eitthvað kæmi uppá. Ég færi um 9 og væri búin klukkan 2 og ætlaði þá að koma og kíkja á sjúklinginn minn. ;)
Ég settist inn í stofu og skellti spólunni í tækið, hitaði mér kaffi og ristaði brauð í róleigheitunum. Mér var litið út í garð þar sem sólin var byrjuð að skína á fallegu trén og eitt og eitt tíst í fuglunum. Ég ákvað að kíkja aðeins út og njóta góðaveðursins þegar ég sá allt í einu að það hafði verið fiktað við lásinn á svalahurðinni. En þetta var ekki eftir mig því núna var búið að brjóta hann upp. Ég fékk sting fyrir hjarta og það byrjaði að slá örar. Ég þóttist opna hurðina eins og ekkert væri og leit út og á lásinn að utanverðu, hann var allur í hakki. Skildi Luck vera hérna? Ég þorði ekki að hugsa svo langt ég vonaði bara að það hefði einhver óprúttinn náungi komi og stolið einhverju, en hverju. Allt var á sínum stað. Ég hallaði hurðinni og fór að labba varlega um íbúðina. Skoðaði eldhúsið betur, baðherbergið, vinnuherbergið, stofuna en var samt ekki viss hvort ég ætti að fara inn til Ástu. Skyndilega heyrði ég brothljóð og ægilega píkuskræki frá Ástu. Guð minn almáttugur hann var þá þarna inni.

sunnudagur, mars 30, 2003
Mér var svo um þegar ég heyrði í Ástu að ég hlóp fram án þess að hugsa um að loka póstinum sem ég var að senda Garðari. Þegar ég kom fram í stofu lá Ásta á gólfinum með símann sinn í annarri hendi en hélt um auga með hinni. Ég leit á hana þar sem hún endurtók aftur og aftur: ,,Eru þetta síðustu stundir lífs míns Geirþrúður?" Ég reisti hana við og spurði af hverju hún héldi um augað. Ásta svaraði ekki en hélt áfram að spyrja mig hvort þetta væri síðust stundi lífs hennar. Hvað gerist eigilega spurði ég og reyndi að fá Ástu til að svara. Meðan ég spurði aftur tók ég hendina frá auganum á henni og sá að hún var með stóran skurð við augabrúnina. Ég endurtók spurninguna um hvað hafði gerst en Ásta virist ekki vera með sjálfri sér. Ég kom henni fyrir í sófanum og bað hana að bíða meðna ég sækti plástur og eitthvað til að hreinsa sárið. Ásta hélt enn fast í símann sinn og þegar ég stóð upp sá ég að það var ekki lagt á. Á skjánum stóð: Samtal við Luck. Ég reif síman af Ástu og skellti á. Ásta hafði þú hringt í hann og hann heyrt í mér. Hann gat hugsanlega staðsett símann hennar Ástu og þá vitað um okkur báðar hér. Ég varð skelfingu lostinn, hvað átti ég nú að gera? Ég ákvað að það þýddi lítið annað þessa stundina en að reyna fá Ástu til að segja frá. Ég byrjaði því á að sækja þvottapoka volgt vatn og sjúkrakassann til að þrífa henni í framan og loka sárinu. Best væri að fara ekkert á Slysastofuna til að byrja með. Ég þvoði Ástu í framan og hreinsaði sárið og hún virist vera í hálfgerðu móki. Líklega hafði hún dottið á hornið á stofuborðinu. Ég reyndi að halda uppi samræðum við hana en hún virist vera að sofna. Mér var hætt að lítast á blikuna og ákvað að hringja í Sjonna. Bróðir hans var læknir og gat komið til okkar. Ég vildi ekki hætta á að fara út með Ástu svona, það tæki tíma fyrir Luck að leita uppi nákvæma staðsetningu á símanum hennar Ástu svo við vorum enn sem komnar er óhulta hérna.

Sjonni og bróðir hans komu eftir rúma hálf tíma og bróðir hans læknir sagði að ekkert alvarlegt amaði af Ástu, hún væri bara búin að drekka og mikið og hefði bersýnilega komist í uppnám en ég ætti bara að leyfa henni að sofa. Ég var mjög fegin og ákvað að vaka sjálf og vera á varðbergi í nótt. Áður en Sjonni og bróðir hans fóru spurði Sjonni mig af hverju Ásta hefði komist í uppnám. Ég sagði honum að við hefðum verið að þræta um íþróttafréttamanninn. Hann tók því trúanlega og þeir fóru. Ég ákvað að fara bara að taka til til að halda mér vakandi og fylgjast með Ástu. Ég tók til í stofunni og eldhúsinnu, þurkaði af borðum og stólum, vaskaði upp og það var langt síðan það var svona fínt heima hjá mér, éghafði orðið aldrei tíma til að taka meira til en rétt til að sýnast. Þegar ég var búin leit ég á klukkuna og sá að hún var að verða fimm. Ákvað að skella einum My so called life þætti í tæki og glápa á hann meðan ég biði eftir því að Ásta rumskaði. Ég var varla sest í sófann þegar hún byrjaði að billta sér og loks opnaði hún augun í settist upp í skyndi. ,,Geirþrúður, hvað gerist?" var það fyrsta sem hún sagði. „Ég ætti nú frekar aðspyrja þig" sagði sagði ég við hana. „Þú varst að segja mér frá Luck þegar ég fór á klósettið og allt í einu varst farinn að hrópa á hann og svo virðistsem þú hafir dottið á hornið á borðinu og fengið slæman skuð við augabúrina" hélt ég áfram. ,,Þú vilt kannski sega mér meira frá þessum Luck?"
Ásta kom við sárið og leit í kringum sig og svo á mig hálf rugluð. ,,Já ég hringdi í Luck þegar þú fórst á klósettið bara til að heyra í honum. Ég hringi oft í hann þegar ég er full og þá kemur hann oft og sækir mig og við förum heim til mín" sagði Ásta og hélt áfram ,, ég sagði honum ekki hvar ég var því að rétt þegar ég var að standa upp þá hrasaði ég og hef þá líklega lent á borðinu síðan man ég ekki meir"
,, Sagði hann ekkert við þig Ásta?" spurði ég og bætti við: ,,Þú spurðir mig aftur og aftur hvort þetta væri síðust stundir lífs þíns" Ásta varð hugsi og sagði svo eftir stutta þögn ,,Það er eins og mig minni að hann hafi eitthvað verið að tala um að ef ég færi ekki gætilega og segði engum frá honum þá myndi fara illa fyrir mér. Það var þá sem ég stóð upp því ég var svo reið og þú veist að ég mér finnst betra að rökræða við fólk þegar ég stend" sagði hún. Mér varð heldur brugðið við þessa frásögn, hann hlaut að hafa heyrt tautið í henni áður en ég lagði símann á og heyrt í mér. Ætli hann hafi þekkt í mér röddina?