Geirþrúður....framhaldssaga


föstudagur, desember 06, 2002
Það var löng þögn og svo tók Lou aftur til máls. ,,Okkur barst tilkynning fyrir tveim vikum frá óþekktum aðila um að við ættum að skoða þessa ferð nánar. Við fundum ekkert að gögnunum en þegar við skoðuðum gervihnattasendingarnar þá sáum við sendingar sem við könnuðumst ekki við. Við nánari athugun var þetta S-hópurinn í þýskalandi að hlera sendingarnar okkar frá Frakklandi."
,,Ha, hva meinaru, eru þeir á höttunum eftir einhverju sem við erum að gera?"
,,Ég veit það ekki, sagði Lou, en við erum að reyna að komast að því."
,,Við gerum ákveðnar rannsóknir og til þess að tryggja okkur að starfsfólkið okkar sé ekki að svíkja ykkur ætlum við að senda ykkur í lyga próf."
Inn komu verðirnir tveir sem höfðu fylgt okkur í þetta herbergi. Við Pablo fórum í sitthvora áttina, í sitthvort yfirheyrslu herbergið. Dísess afhverju þurfti þetta að koma fyrir núna, ég var engan vegin til búin í þetta. Ferðin mín var að taka allt of langan tíma, ég ættlaði að vera komin heim í gær og afmælið hennar Siggu litlu frænku átti að vera á morgun. Hún verður ekkert smávegis fúl þegar hún fréttir að ég kemst ekki, ég sem var búin að lofa henni. Og enn einu sinni þyrfti ég að ljúga að fjölskyldu minni.

miðvikudagur, desember 04, 2002
Það tók mig nokkurra stund að átta mig á því sem hún var að segja, grunaði strax í upphafi "Bíddu, bíddu". Grunaði hvað hugsaði ég, og fór í gegnum allar þær ferðir sem ég hafði farið, þær voru nú ekki svo ýkja margar. Allar höfðu þær gengið vel nema sú sem ég fór í áður en ég fór til Spánar.
Mér tókst loks að segja " hvað meinar þú með að þig grunaði ÝMISLEGT og fylgjast með okkur? Getur þú útskýrt þetta fyrir mér og mér sýnist á honum Pablo að hann sé alveg jafn forvitinn og ég." Og Pablo tók undir.
Ég var kominn út úr móðunni og svimaði ekki lengur, en var þess í stað þess alveg fjúkandi reið, ég var næstum farinn að há grenja.

Þá byrjaði Lou " þú manst eftir verkefninu sem þú tókst þátt í á Frakklandi" og ég jánkaði og sagði gekk það ekki upp, mér tókst að fá þær upplýsingar sem mér bar að ná í, er það ekki? Jújú það er alveg rétt, þú komst með upplýsingarnar en því miður fengum við ekki bara þessar upplýsingar." Nú sagði ég, fyrst að mér tókst að afla þessarra upplýsinga afhverju ætti ekki einvherjum öðrum að takast það ? Þessar upplýsingar er til enn, ég átti bara að ná í þær en ekki eyða þeim, það voru ykkar skipanir. Og fyrst að þú ert búinn að vera að fylgjast með mér hlýtur þú að hafa séð að ég fór strax til Parísar og skilaði af mér verkefninu fullunnu. Ég var meira að segja ein í bílnum á leiðinni til baka og stoppaði aldrei.



þriðjudagur, desember 03, 2002
Þegar við komum upp tóku nokkrir verðir á móti okkur. Mér var hætt að lýtast á blikuna. Ætli við yrðum bara tekin af lífi? Ég viss ekki hvað ég átti að halda lengur. Við vorum leidd inn langan gang sem ég hafði aldrei komið á áður. Það var algert hljóð nema þrammið í okkur Pablo og vörðunum tveim. Þegar við komum loks á enda gangarins var okkur hent inn í herbergi sem var eins og skrifstofa. Við sátum þar ein um nokkra stund og engin kom. Við þorðum hvorugt að segja orð.

Loks var hurðin fyrir aftan okkur opnuð og inn kom Maddam Lise ásamt yfirmanni Þjónustunnar, Lou. Þær voru heldur brúna þungar þegar þær gengu inn og komu sér fyrir við endan á fundarborðinu sem var í einu horninu.

"Gjörið þið svo vel og fáið ykkur sæti við borðið" sagði Maddam Lise þungbúinn röddu.
Ég var gersamlega með hjartað í buxunum þegar ég gekk að borðinu. Ég sá að Pablo að hann var líka stressaður. Við fengum okkur sæti

"Ég heiti Ang Lou og er yfirmaður Þjónustunar" sagði Lou eftir stutta þögn. "Ég hef fylgst með ykkur frá því þið hófuð störf fyrir Þjónustuna því mig grunaði ýmilsegt strax í upphafi" hélt hún áfram.

Ég var farin að sjá hlutina í móðu og svimaðu. Hvað var hún eiginlega að fara? Ég skyldi ekkert í þessu. Ég leit á Pablo og sá að hann var eitt spurningarmerki í framan rétt eins og ég.

sunnudagur, desember 01, 2002
Úff hvað ég vildi óska þess að ég væri bara heima full með Sjonna og Sólu. Þá væri nú lífið gott. Ekkert kjaftæði og ekkert vesen. Bara slæpast í bænum svona fyrir jólinn fá sér jólaglögg og hafa það gott í faðmi vina og fjölskyldu. Mér var hugsað til íþróttafréttamansins. Við höfðum hist fyrst á Hverfisbarnum. Ég var nú ekkert allt of hrifinn af honum þá enda var hann blindfullur. Við vinkonunar vorum að hlægja að honum allt kvöldið þar sem hann fór á trúnó við minnst 5 mannsekju sama kvöldið. Rétt áður en við fórum skildum við eftir eftir bréf á borðinu hjá honum og vinum hans sem á stóð. "Hvenær hittumst við aftur?" Í vikunni eftir hittumst við svo aftur á kaffihúsi og hann sagðist hafa séð þegar ég lagði bréfið á borðið. Það varð aldrei meira úr því en þessi eina nótt.

Ég var svo pirruð út af þessu öllu á leiðinni upp til Maddma Lise að ég var búin að ákveð að segja henni að ég væri hætt þessu njósnarkjaftæði. Líf mitt var eins og í vesælum sjónvarpsþætti, sí ljúgandi að vinum og ættingum um hvar ég væri, leggjandi líf mitt í hættu og ekki bara mínu heldur líka fjölskyldu minn. Það munaði engu í síðasta verkefni og núna voru þau að prófa mig. Kannski var bara gott að þau prófuðu mig og fyndu út að ég væri gersamlega vanhæfur njósnari bryti allar reglur og væri því rekinn. Væri það ekki bara best?

Það fór samt hrollur um mig við þessa tilhugsun að vera rekinn. Ég sem hafði aldrei verið rekin eða komið illa út úr neinu. Alltaf góð meðmæli frá vinnustöðum, stóð mig bara ágætlega í skólanum á sínum tíma. Hvað myndi verða um sálarlíf mitt ef ég yrði rekin? Ég þorði ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda.