Eftir átta þætti af My so called life steinsofnaði ég í sófanum. Ég rumskaði við eitthvað hljóð. Ég reis upp í sófanum og það var skjáleikur á sjónvarpinu og ég áttaði mig engan vegin á hvaða hljóð þetta var. Á símanum mínum sá ég að Sjonni var búin að hringja tólf sinnum í mig síðan ég kom heim og klukkan var ellefu. Ég var nokkurn tíma að átta mig á því hvort það var morgun eða kvöld. Ég gekk að glugganum og kíkti út, það var morgun. Atburðir síðast liðunu sólahringa runnu í gegnum hugan. Ég hrökk í kút þegar hljóðið heyrðist aftur, en áttaði mig svo á því að það var verið að banka á hurðina hjá mér. Ég kíkti hver þetta var og sá að Sjonni stóð fyrir utan. Ég velti fyrir mér í nokkra stund hvort ég ætti að opna fyrir honum og ákvað svo að gera það enda leit hann út eins og hann væri með alla áhyggjur heimsins á herðunum.
"Hvar hefður verið?, af hverju svarar ekki í símann? af hverju varstu svona lengi út? kom eitthvað fyrir?" Sjonni demdi á mig spurningum þegar um leið og ég opnaði dyrnar. "Ég er búin að vera svo áhyggjufullur, þú svaraðir ekki símanum þínum í meira en sólahring"
"Hvaða dagur er eignlega?" spurði ég
"Það er er þriðjudagur og þú áttir að koma heim föstudagin og mæta í afmæli hjá Siggu litlu á laugardagin og byrja að vinna í Galleríinu í gær" bunaði Sjonni út úr sér og leit á mig. Hann var eitt spurningamerki í framan. "Hvað gerðist eiginlega? af hverju hefur ekki svarað mér þegar ég hringi? af hverju komsut ekki til Siggu og lést engan vita?"
Ég var hálf þreytt á öllum þessum spurningum enda hafði ég ekki hugsað um nein svör við þeim. Af hverju hafði ég tafist í för minni til Kaupmannahafnar fyrir Kaupþing? Hvaða skýringu gat ég gefið á því? Ég hugsaði mig um stutta stund og sagði svo: "Það kom upp ágreingur í samingaferlinu og því var boðað til auka fundar á föstudagin. Sá fundur skilaði engu svo það var ákveðið að ég yrði áfram í Köben fram á sunnudag ef nýr fundur yrði. Ég sökkti mér niður í vinnu fram á sunnudag og við sáum þá fram á að ekkert myndi gerast að sinni og ég fór heim með kvöldvélinni. Ég var gersamlega búin að keyra mér út svo ég slökkti á símanum þegar ég kom heim glápti á sjónvarpið og steinsofnaði svo og vakanði ekki fyrr en núna í morgun"
Sjonni horfði á mig um stund eins og hann tryði ekki því sem ég var að segja en sagði loks: "Var þetta ekki síðsta verkefnið þitt hjá þinginu?" Sjonni kallaði alltaf Kaupþing Þingið, honum fannst það svo sniðugt. "Jú sagði ég, en það gæti verið að ég færi eina ferð enn út til klára það sem átti að klárast í þessari ferð og ganga frá lausum endum og þá er þetta búið" sagði ég til að tryggja að ég hefði afsökun til að fara aftur út ef ég yrði kölluð skyndilega út á næstunni.
Sjonni kinkaði kolli og sagði svo: "Þú ættir að hringja í mömmu þína, hún er orðin áhyggjufull" Ég ákvað að ljúka því af hringdi í mömmu meðan Sjonni hellti upp á kaffi. Ég sagði henni allt það sama og Sjonna og hún trúði því. Settist svo með Sjonna við eldhúsborðið og hann hóf að segja mér frá helginni. Ég hafði greinilega misst af þvílíku partýii hjá Ástu, allir mættir, Sóla og Ída og fullt af liði úr skólanum hjá þeim og Sjonni dróg einhverjar listaspýrur með sér. Ég var orðin vön að missa af svona skemmtun svo ég kippti mér orðið ekki upp við það, naut þess bara að heyra sögurnar. En í þetta skiptið var eitt sem stakk mig, Sjonni sagði að íþróttafréttamaðurinn kom í partýið með Kollu Artí. Kolla Artí er þekktur listmálari sem heitir Sigurlaug Guðmundsdóttir en finnst flottara að kalla sig Kollu Artí. Hún sýnir oft hjá Sjonna og þau eru ágætir félagar. Mér hefur aldrei líka vel við hana og enn síður núna.
ritari: Thora at 11:49 f.h.