Það var komin ró yfir nálæg hús, hvert ljósið af fætur öðru slökknaði og ég fór að gera mig klára í verkefnið. Sá ekki betur en Ásta væri komin í ró.
Ég steig út úr bílnum og lokaði varlega á eftir mér. Setti upp beltið og hélt af stað yfir götuna. Það var gott að þetta var sá tími ársins þar sem allt er í kolniðamyrkri og staurarnir eina glætan sem lýsa upp göturnar. Ásta bjó á annari hæð í þriggjahæða húsi í Kópavoginum. Þetta var ekki stór íbúð, tvö svefniherbergi, klósett, eldhús og rúm góð stofa. Ég vissi að lásinn á svalahurðinni væri bilaður og erfitt væri að læsa henni svo planið mitt var að fara innum svaladyrnar því það var auðvelt að pikka lásinn upp. Úr dyrunum ætlaði ég að fara beint inn í annað hergbergið en það var vinnuherbergið hennar Ástu og ég bjóst við því að þar myndi hún geyma myndirnar. Ég fór létt með að klifra upp á svalirnar en í því sem ég var að bauka við skrána heyrði ég síman innan úr íbúðinni hringja. Ég fraus, skildi einhver sjá mig úr nærliggjandi húsi. Hvað ætti ég að segja ef hún sægi mig hérna. Ég heyrði hana segja eitthvað og hlægja og svo kom hún út úr herberginu sínu í náttslopp. Hvað var að gerast? Skyndilega sé ég bíl aka upp að húsinu hennar og um leið og hún heyrði í bílnum fór hún og opnaði útidyrnar. Þarna var stór hávaxinn, vægast sagt myndalegasti karlmaður sem ég hef nokkur tíman augum litið, einhver sem ég kannaðist ekkert við. Ég glotti út í annað en gat ekki horft á þetta. Þau byrjuðu hægt og rólega að fækka fötum fyrir hvort annað og fikruðu sig inn í svefnherbergi, til mikillar ólukku var svefnherbergisglugginn við svalirnar svo ég ákvað að láta mig hverfa í bili. Ég trúði þessu ekki, þetta var allveg ótrúlegt! Það sem ég þarf ekki að lenda í. En gott að vita að tilhugalífið hennar Ástu sé í lagi. Ég sat í garðinum í langan langan tíma þangað til gaurinn fór. Á meðan ég sat þarna velti ég ýmsu fyrir mér. Hvernig stóð á því að Ásta hafði aldrei talað um þennan sjarmör? Var ég að missa vináttuna við hana eða hvað? Nei það gat ekki verið, kannski var þetta eitthvað sem enginn mátti vita, kannski var hann giftur? Jæja loksins fór hann og ég gat tekið til við þar sem frá var horfið. Kannski var bara gott að hann kom eftir allt saman því þá svæfi hún fasta fyrir vikið.
ritari: Thora at 10:34 e.h.
mánudagur, febrúar 10, 2003
Því líkt áfall. Eftir þessar umræður á Brennslunni töluðum við ekki um mikið... Ég fór beinustu leið heim og hringdi í Garðar, tengilið minn. Ég vissi ekki hvar ég átti að byrja mér var svo mikið niðri fyrir. Hann var mjög alvarlegur og sagði að ég yrði að komast yfir þessar myndir og hann ætlaði að hafa samband við Maddam Lise. Síðan skildum við hittast í skemmunni og tala saman.
Um leið og ég lagði tólið á fór ég að taka til dót sem ég þyrfti að nota til þess að komast inn í íbúðina hennar Ástu. Það var belti, taung, "lykklar", ljós, talstöð (ef ég skildi þurfa back up frá Garðari) og margt margt fleira. Það tók mig innan við fimm mínútur að gera mig klára. Ég settist upp í bílinn minn og ók af stað þar sem Ásta býr. Ég lagði fyrir utan í skuggsælu horni svo lítið bæri á mér. Ég ætlaði mér að sitja þarna í góðan tíma og fylgjast með Ástu og fólkinu sem býr í kring. Skyndilega heltist yfir einhver bakþanki og fyrir mér rann upp "ljós". Hvað var ég að gera. Ég var að fara að brjótast inn til vinkonu minnar. Mér fannst það ekki allveg rétt, og að ég skuli ekki hafað fattað þetta fyrr. Djöfullsins asni er ég. Nei ég gat ekki hugsað svona ég yrði að komast inn, ná í þessar myndir og drífa mig í burtu. Þetta varðaði ekki það að ég var að brjótast inn til vinkonu minnar, ég þurfti að verja sjálfa mig. Ég mátti ekki láta svona hugsun hafa áhrif á mig, það gerir ekki góður leyniþjónustumaður. Ég gerði stutt plan í huganum um hvernig ég myndi fara að þessu. Sem betur fer þekkti ég íbúðina hennar nokkuð vel. Það var nú ég sem hjálpaði henni að flytja og koma íbúðinni í topp stand.
ritari: Thora at 1:39 e.h.
sunnudagur, febrúar 09, 2003
"Sko" byrjaði ég aftur. "Þannig er að ég á í ástarsambandi við giftann mann. Hann heitir Haraldur og vinnu sem ljósmyndari" Ég gerði hlé á frásögnin til að athuga viðbrögði hja Ástu. Hún horfði á mig skilningsljóum augum og sagði ekkert.
"Ég kynntist honum fyrir algjöra tilviljun þegar ég var í París að vinna fyrir Kaupþing fyrir ári síðan. Hann á heima þar og í þau skipti sem ég hef þurft að fara til Parísar þá hef ég hitt hann"
"En Geirþrúður" sagðu Ásta. "Af hverju ertu með byssubelti á þessari mynd og afhverju átti Rósa Björk að fá þessar myndir?" Hún virtist ekki trúa mér. Mér bara datt ekkert betra í hug að segja henni þetta kom mér í svo opna skjöldu. Ég hafði ekki heldur hugmynd um þessar myndir og enn síður hafði ég hugmynd um hvað þær voru að þvælast niðri í CODE hjá Rósu Björk. Eftir smá þögn reyndi ég með erfiðleikum að setja upp vandræðalega svipinn minn og sagði: "Æi mér finnst þetta svo vandræðalegt Ásta, getum við ekki talað um eitthvað annað?" spyrðu ég. Ásta lét þetta gott heita um þessar myndir í bili og fór að tala um bíómynd sem hún sá um dagin. Hún fór nefnilega að sjá 8 mile með Eminem og fannst hún bara geðveik. Skil ekkert í henni að hafa farið án mín. Innst inn þá vissi ég samt að það var bara á yfirborðin sem hún hætti að tala um þetta. Hún átti eftir að spyrja mig frekar út úr þessu, en ég hafði þó núna smá tíma til að komast til botns í þessum myndum og hvað þær voru að gera á leið til Rósu Bjarkar.
ritari: Thora at 10:10 e.h.